Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

8. fundur 28. október 2020 kl. 15:30 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Reitarvegur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2009050Vakta málsnúmer

Húsfélagið að Reitarvegi 8 sækir um heimild til að breyta nýtingu hússins í íbúðir.

Lóðin að Reitarvegi 8 er iðnaðar- og athafnalóð og skv. þinglýstum lóðarleigusamningi er stærð hennar tilgreind 2.183,8 m2.
Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Reitarveg 8 er lóðin 2.195m2 að stærð.
Í gildi er þinglýstur lóðarleigusamningur frá árinu 2018 og þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá árinu 1986.

Á lóðinni eru 6 matshlutar þ.e. 01, 02, 03, 04, 05 og 06 og eru allir skráðir sem vörugeymsla. Sjö fasteignir eru á lóðinni, hver með sitt fasteignanúmer, en á matshluta 01, eru tvær fasteignir vegna kjallara í suðvesturenda.
Húsið skiptist í hæð og ris, þar sem hver eignarhluti hefur sér inngang, en í suðvestur enda er kjallari sem aðeins er innangengt í utanfrá.
Útveggir og plötur eru úr steinsteypu, útveggir pússaðir en gaflar klæddir báruklæðningu. Þak er mænisþak með hefðbundinni uppbyggingu ofaná sperrur. Húsið er að mestu óeinangrað. Innveggir milli eignarhluta eru flestir steyptir, nema tveir. Byggðir hafa verið kvistir á húsið skv. síðustu samþykktu aðaluppdráttum.

Sótt er um heimild til að breyta nýtingu hússins í íbúðir. Útveggir verða einangraðir að innanverðu og þak einangrað. Einnig er sótt um breytingar á útliti hússins þ.e. breytingu á glugga- og hurðasetningu.
Þrjár óháðar flóttaleiðir eru frá hverri íbúð, af efri hæð er flóttaleið annarsvegar út á svalir og hins vegar niður stiga. Tvær flóttaleiðir eru frá neðri hæðum íbúða þ.e. um aðalhurð og svalahurð. Gengið verður frá lóð með 12 bílastæðum framan við hús.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir útgefnir dags. 25.09.2020 frá Glámu Kím arkitektum og fjalla þeir um alla ytri skel hússins og eina af íbúðum hússins, íbúð 0102, en gerð verður grein fyrir öðrum íbúðum hússins af öðrum hönnuði og falla þær íbúðir undir hans ábyrgð.

Skv. skráningartöflu sem fylgdi aðaluppdráttum er flatarmál hússins 1.133 m2 að stærð og 3.401,9 m3 að brúttórúmmáli. Matshlutum hússins verður fækkað úr 6 í 1 og verður húsið allt matshluti 01. Í skráningartöflu er skráning eigna 0102 gerð skv. teikningum Glámu Kím arkitekta dags. 25.09.2020, en skráning annarra eigna í matshlutanum er gerð skv. teikningum Rerum dags. 24.06.2020.

Í gildandi deiliskipulagi fyrir Reitarveg 8 kemur fram að möguleiki sé að breyta notkun á lóðinni fyrir fjölbýlishús með 6 íbúðum eða í hreinlega atvinnustarfsemi á neðri hæð og íbúðir á efri hæð. Ef breyting verður á notkun, gildir breytingin fyrir alla lóðina og allar einingar hússins skilgreindar eins, þó mismunandi skilgreind hrein atvinnustarfsemi sé á neðri hæðum hússins.
Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins sbr. grein 2.3.4, kafla 2.3 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skv. c-lið greinar 2.4.1 í byggingarreglugerð skal með umsókn um byggingarleyfi leggja fram samþykki meðeiganda hússins.
Skv. 27. grein fjöleignahúsalaga nr. 26/1994 þurfa allir eigendur að samþykkja breytingar á hagnýtingu séreignar.

Í gildi er þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá 1986 þar sem kemur fram prósentuskipting / hlutfallstölur eigna í húsinu. Þessi eignaskiptayfirlýsing er komin til ára sinna og gefur ekki glögga mynd af réttum hlutfallstölum í húsinu. Gera þarf grein fyrir réttum hlutfallstölum í húsinu með nýrri eignaskiptayfirlýsingu. Þó er rétt að geta þess að skv. 5. grein reglugerðar nr. 910/2000 „um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna ofl. í fjöleignahúsum", eru einföld fjöleignahús svo sem samtengd raðhús, undanþegin gerð eignaskiptayfirlýsingar, þegar skipting húss og réttarstaða eigenda liggur ljós fyrir.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing meðeigenda hússins um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda svo sem varðandi breytingar hússins, skráningum í Þjóðskrá (fækkun matshluta) og að gerð verði ný eignaskiptayfirlýsing.
Einnig þarf að breyta skráningum um stærð lóðar í lóðarleigusamningi og hjá Þjóðskrá Íslands.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

2.Reitarvegur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2007019Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eigenda rýma 0101, 0103, 0104, 0105, 0106, sækir Jón Trausti Jónsson um leyfi til að breyta nýtingu og innra skipulagi Reitarvegs 8 í íbúðarhúsnæði skv. aðaluppdráttum frá Rerum/Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 24.06.2020 en uppdrættirnir snúa eingöngu að innra skipulagi fyrir hluta hússins.

Í byggingarreglugerð gr. 4.1.3 segir að þegar fleiri en einn hönnuður á sama starfssviði komi að hönnun mannvirkis skuli koma fram á skilmerkilegan hátt hvar skilin á milli ábyrgðarsviða þessa aðila liggja og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja samræmda hönnun.

Teikningar þessar eru því órjúfanlegur hluti af aðaluppdráttum Glámu Kím arkitekta dags. 25.09.2020 sem ber ábyrgð á hönnun útlits hússins, íbúðar 0102 og skráningu alls mannvirkisins skv. skráningartöflu.
Umsókn þessi nær til rýma 0101, 0103, 0104, 0105 og 0106.
Hluti umsóknar var áður til umfjöllunar á 236. fundar skipulags- og byggingarnefndar þann 25.11.2019.

Lóðin að Reitarvegi 8 er iðnaðar- og athafnalóð og skv. þinglýstum lóðarleigusamningi er stærð hennar tilgreind 2.183,8 m2.
Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Reitarveg 8 er lóðin 2.195m2 að stærð.
Í gildi er þinglýstur lóðarleigusamningur frá árinu 2018 og þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá árinu 1986.

Á lóðinni eru 6 matshlutar þ.e. 01, 02, 03, 04, 05 og 06 og eru allir skráðir sem vörugeymsla. Sjö fasteignir eru á lóðinni, hver með sitt fasteignanúmer, en á matshluta 01, eru tvær fasteignir vegna kjallara í suðvesturenda.
Húsið skiptist í hæð og ris, þar sem hver eignarhluti hefur sér inngang, en í suðvestur enda er kjallari sem aðeins er innangengt í utanfrá.
Útveggir og plötur eru úr steinsteypu, útveggir pússaðir en gaflar klæddir báruklæðningu. Þak er mænisþak með hefðbundinni uppbyggingu ofaná sperrur, borið uppi af stálbitum. Húsið er að mestu óeinangrað. Innveggir milli eignarhluta eru flestir steyptir, nema tveir. Byggðir hafa verið kvistir á húsið skv. síðustu samþykktu aðaluppdráttum.

Sótt er um heimild til að breyta nýtingu hússins í íbúðir skv. aðaluppdráttum frá Rerum/Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 24.06.2020.
Útveggir verða einangraðir að innanverðu með 100 mm steinull og klæddir tvöföldu gipsi, þak verður einangrað með 200 mm steinull.
Í íbúð 0104 er gólfplata 2. hæðar rétt af með timburgrind, einangruð með 50mm steinull og klædd gólfborðum. Í öðrum rýmum er gólfplata rétt af með ásteypulagi.

Þrjár óháðar flóttaleiðir eru frá hverri íbúð, af efri hæð er flóttaleið annarsvegar út á svalir og hins vegar niður stiga. Tvær flóttaleiðir eru frá neðri hæðum íbúða þ.e. um aðalhurð og svalahurð. Gengið verður frá lóð með 12 bílastæðum framan við hús.

Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir útgefnir dags. 24.06.2020 frá Rerum og fjalla þeir um innra skipulag hússins í 5 af 6 íbúðum þ.e. íbúðum 0101, 0103, 0104, 0105 og 0106, en gerð verður grein fyrir íbúð 0102 af öðrum hönnuði og fellur sú íbúð og allt ytra byrgði hússins ásamt lóð, undir hans ábyrgð.

Skv. skráningartöflu sem er hluti af aðaluppdráttum er flatarmál hússins 1.133 m2 og 3.401,9 m3 og skv. henni verður matshlutum hússins fækkað úr 6 í 1 og verður húsið allt matshluti 01. Í skráningartöflu er skráning eigna 0102 gerð skv. teikningum Glámu Kím arkitekta dags. 25.09.2020, en skráning eigna 0101, 0103, 0104, 0105 og 0106 í matshlutanum er gerð skv. teikningum Rerum dags. 24.06.2020.

Í gildandi deiliskipulagi fyrir Reitarveg 8 kemur fram að möguleiki sé að breyta notkun lóðarinnar fyrir fjölbýlishús með 6 íbúðum eða í hreinlega atvinnustarfsemi á neðri hæð og íbúðum á efri hæð. Ef breyting verður á notkun gildir breytingin fyrir alla lóðina og allar einingar hússins skilgreindar eins, þó mismunandi skilgreind hrein atvinnustarfsemi sé á neðri hæðum hússins.
Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins sbr. grein 2.3.4, kafla 2.3 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skv. c-lið greinar 2.4.1 í byggingarreglugerð skal með umsókn um byggingarleyfi leggja fram samþykki meðeiganda hússins. Reitarvegur 8 telst vera fjöleignahús og skv. 27. grein fjöleignahúsalaga nr. 26/1994 þurfa allir eigendur að samþykkja breytingar á hagnýtingu séreignar.

Í gildi er þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá 1986 þar sem kemur fram prósentuskipting / hlutfallstölur eigna í húsinu. Þessi eignaskiptayfirlýsing er komin til ára sinna og gefur ekki glögga mynd af réttum hlutfallstölum í húsinu. Gera þarf grein fyrir réttum hlutfallstölum í húsinu með nýrri eignaskiptayfirlýsingu. Þó er rétt að geta þess að skv. 5. grein reglugerðar nr. 910/2000 „um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna ofl. í fjöleignahúsum", eru einföld fjöleignahús svo sem samtengd raðhús, undanþegin gerð eignaskiptayfirlýsingar, þegar skipting húss og réttarstaða eigenda liggur ljós fyrir.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing meðeigenda hússins um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda svo sem varðandi breytingar hússins, skráningum í Þjóðskrá (fækkun matshluta) og að gerð verði ný eignaskiptayfirlýsing. Einnig þarf að breyta skráningum um stærð lóðar í lóðarleigusamningi og hjá Þjóðskrá Íslands.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

3.Austurgata 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2009049Vakta málsnúmer

Halldór Jóhann Kristjánsson sækir um leyfi fyrir breytingum á Austurgötu 10, en húsið er steinsteypt, byggt árið 1943, botnplata er steinsteypt en burðarvirki milligólfs milli hæða er úr timbri. Þak er mænisþak klætt bárustáli. Í kjallara er burðarveggur fyrir miðju húsi.

Sótt er um að dýpka kjallara um 40 cm til að fá meiri lofthæð, einangra gólf að nýju og steypa nýja gólfplötu, sökklar verða einnig dýpkaðir verði þess þörf.
Steyptir kjallaraveggir/útveggir verða einangraðir að innan með 50 mm steinull og veggir plötuklæddir.
Einnig er sótt um útlitsbreytingu á gluggum, opnanleg fög stækkuð til að uppfylla kröfur um björgunarop en skipta á um alla glugga í húsinu sem verða úr timbri.

Klæða á útveggi hússins að utan með standandi aluzink báruklæðningu á loftaða timburgrind ásamt því að útveggir verða einangraðir með 50 mm steinull ofan jarðvegs en neðan jarðvegs verða útveggir einangraðir með 50mm plasteinangrun ásamt takkadúk. Sett verður drenkerfi kringum hús. Þak verður einangrað með 200 mm steinull, rakavarnarlag endurnýjað ofl.

Breyta á innra skipulagi á báðum hæðum hússins. Opnað verður á milli eldhúss og stofu ásamt frekari aðlögun á innra skipulagi 1. hæðar. Breyta á innra skipulagi á neðri hæð/kjallara.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Hjörleifi Sigurþórssyni, útgefnir dags. 01.06.2017.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

4.Fákaborg 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2009048Vakta málsnúmer

Nadine E. Walter og Ragnar Ingi Sigurðsson, Laufásvegi 1, Stykkishólmi, sækja um leyfi fyrir stækkun á hesthúsi.
Um er að ræða hesthús með steinsteyptum sökklum og gólfplötu, burðarvirki útveggja og þaks er úr timbri. Húsið er einn matshluti, þrjár sjálfstæðar fasteignir með þremur fasteignanúmerum í eigu þriggja aðila. Í gildi er þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá árinu 1991. Lóðin er leigulóð í eigu Stykkishólmsbæjar skv. lóðarleigusamningi frá árinu 1991.

Sótt er um stækkun fasteignar 01-0101, fasteignanúmer F2220707, en núverandi stærð er skráð 43 m2 skv. Þjóðskrá Íslands. Í breytingunni felst að fasteignin 01-0101 stækkar um 5,85 m til suðausturs, stækkunin er því 5,85 x 8,64m = 50,54 m2 að brúttó grunnfleti.
Heildarstærð fasteignar 01-0101 verður eftir breytingu 93,9 m2 að grunnfleti og 335,2 m3 skv. skráningartöflu sem fylgir með aðaluppdráttum. Stækkun hússins er innan byggingarreits skv. deiliskipulagi. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir útgefnir dags. 27.10.2020, unnir af Sigurbjarti Loftssyni þar sem fram kemur að húsið Fákaborg 10 er einn matshluti, þrjú rýmisnúmer/þrjár fasteignir.
Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda þann 29.06.2020 og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins sbr. grein 2.3.4, kafla 2.3 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skv. c-lið greinar 2.4.1 í byggingarreglugerð skal með umsókn um byggingarleyfi leggja fram samþykki meðeiganda hússins.
Skv. 30. grein fjöleignahúsalaga nr. 26/1994 segir að allir eigendur þurfi að samþykkja breytingar á húsi sé um að ræða stækkun á húsi eins og hér um ræðir.

Í gildi er þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá 01.09.1991. Þar kemur fram prósentuskipting/hlutfallstölur hverrar eignar í matshlutanum. Stækkun hússins breytir hlutfallstölum eigenda sem gera þarf grein fyrir með nýrri eignaskiptayfirlýsingu.
Þó er rétt að geta þess að skv. 5. grein reglugerðar nr. 910/2000 „um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna ofl. í fjöleignahúsum", eru einföld fjöleignahús svo sem samtengd raðhús, undanþegin gerð eignaskiptayfirlýsingar, þegar skipting húss og réttarstaða eigenda liggur ljós fyrir. Ef ekki verður gerð ný eignaskiptayfirlýsing vegna stækkunar hússins, þarf að aflýsa þeirri sem fyrir er í þinglýsingarbókum sýslumanns.

Eins og fram hefur komið er húsið Fákaborg 10, einn matshluti en skv. aðaluppdráttum virðist sem verið sé að fjölga matshlutum um 2 þ.e. úr 1 í 3. Í reglum og leiðbeiningum Fasteignamats ríkisins og byggingarfulltrúa, grein 1.2, segir efnislega að hvert sjálfstætt mannvirki sé 1 matshluti nema þegar rök mæla með öðru skv. ákvæðum byggingarreglugerðar. Gera þarf betur grein fyrir hvernig eigendur hyggjast haga skráningu hússins, með hliðsjón af aðaluppdráttum. Fjölgun matshluta á betur við, ef hver matshluti yrði færður á sína séreignarlóð (núverandi lóð gerð að þremur lóðum), en skv. gildandi deiliskipulagi er um að ræða eina lóð.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing meðeigenda hússins um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda svo sem varðandi stækkun hússins, skráningum í Þjóðskrá (ef fjölgun matshluta), og að gerð verði ný eignaskiptayfirlýsing eða gildandi eignaskiptayfirlýsingu aflýst í þinglýsingarbókum.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?