Fara í efni

Arnarborg 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2011043

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 10. fundur - 15.12.2020

Skipavík sækir um leyfi fyrir byggingu frístundahúss á lóðinni Arnarborg 21 samkvæmt aðaluppdráttum frá Sigurbjarti Loftsyni dags. 25.11.2020.
Um er að ræða hús á staðsteyptum sökkli og staðsteyptri gólfplötu, krosslímdar timbureiningar eru í veggjum og þaki, húsið er einangrað og klætt að utan með báruklæðningu og timbri.
Stærð sumarhússins er 110,9 m2 / 477,6 m3.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?