Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

10. fundur 15. desember 2020 kl. 13:00 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ægisgata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá Sigurbjarti Loftssyni aðalhönnuði f.h. Guðbrands Björgvinssonar vegna Ægisgötu 1 í Stykkishólmi.
Um er að ræða færslu og breytingu á staðsetningu lóðarveggja á lóð Ægisgötu 1 og tilheyrandi lóðarfrágangi, auk uppsetningu glerhandriða.
Óskað er eftir niðurrifi og færslu á lóðarveggjum sem þegar hafa verið steyptir á móts við Ægisgötu 3. Nýir lóðarveggir verða steyptir innan lóðar Ægisgötu 1.
Þá er sótt um glerveggi, um 90 cm á hæð, sem verða handrið á lóðarveggjum að norðanverðu á móts við Austurgötu 12, til að tryggja öryggi og koma í veg fyrir fall.

Rétt þótti að mati byggingarfulltrúa að kynna framkvæmdina fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóðar. Glerveggir/handrið ofaná steypta lóðarveggi á móts við Austurgötu 12, eru byggingarleyfisskyld framkvæmd sbr. grein 2.3.5 í byggingarreglugerð. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir Ægisgötu, var erindinu vísað til skipulagsnefndar.

Erindi var grenndarkynnt frá 18. september til og með 16. október 2020. Athugasemdarbréf barst frá hagsmunaaðilum dagsett 8. október 2020.

Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um málið á fundi sínum þann 19. október sl., og samþykkti nefndin umsögn Landslaga um málið og vísaði erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fyrir liggur að grenndarkynning vegna málsins hefur farið fram og skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki gert athugasemd við málið sbr. afreiðslu nefndarinnar þann 19. október sl.
Fyrir liggur einnig að staðsetning núverandi lóðarveggs á móts við Austurgötu 12, sem steyptur var í lok árs 2019, var skv. samþykki lóðarhafa Austurgötu 12, að staðsetning lóðarveggjar á móts við Ægisgötu 5, var skv. samþykki sveitarfélagsins/aðliggjandi lóðarhafa, en hinsvegar var lóðarveggur á móts við Ægisgötu 3 ekki staðsettur í samræmi við samþykki aðliggjandi lóðarhafa, Ægisgötu 3.
Byggingarfulltrúi stöðvaði því framkvæmdir við umræddan lóðarvegg með bréfi til lóðarhafa dags. 20.01.2020, í kjölfar þess að í ljós kom að hann var ranglega staðsettur.
Skv. umsókninni nú er því sótt um færslu lóðarveggja á móts við Ægisgötu 3 og þeir staðsettir þannig, innan lóðar Ægisgötu 1, að verði a.m.k. hæð sína frá lóðarmörkum við Ægisgötu 3.

Byggingarfulltrúi samþykkir leyfi fyrir niðurrifi lóðarveggja á móts við lóð Ægisgötu 3 og leyfi fyrir byggingu nýrra lóðarveggja skv. framlögðum uppdráttum. Leyfið er þó með þeim áskilnaði að lóðarveggir sem fyrir eru og fjarlægja ber, verði fyrst fjarlægðir áður en hafist verður handa við annað svo sem við uppbyggingu nýrra lóðarveggja.
Byggingarfulltrúi samþykkir einnig leyfi fyrir tilheyrandi lóðarfrágangi vegna lóðarveggjanna, bæði hinna nýju og hinna sem eldri eru, en lóðarfrágangi var ekki lokið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar í janúar 2020.

Byggingarfulltrúi samþykkir leyfi fyrir uppsetningu glerveggja (handriða) ofaná steypta lóðarveggi á móts við Austurgötu 12, enda telur byggingarfulltrúi að um sé að ræða öryggismál sökum fallhættu og að slík glerhandrið valdi óverulegum grenndaráhrifum eða óþægindum umfram stoðvegginn sjálfan enda er húsið á lóðinni nr. 12 atvinnuhúsnæði. Byggingarfulltrúi telur því að ekki sé þörf á samþykki lóðarhafa á lóðinni nr. 12 vegna þessa enda hafi hann fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri sbr. grenndarkynningu.

Þegar gefið hefur verið út byggingarleyfi fyrir framangreindum framkvæmdum fellur úr gildi stöðvun framkvæmda við lóðarveggi á lóð Ægisgötu 1 skv. bréfi byggingarfulltrúa dags. 20.01.2020. Áréttað er að sá hluti veggjanna sem ber að fjarlægja verði fjarlægður áður en hafist verður handa um gerð nýrra veggja.

2.Arnarborg 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2011043Vakta málsnúmer

Skipavík sækir um leyfi fyrir byggingu frístundahúss á lóðinni Arnarborg 21 samkvæmt aðaluppdráttum frá Sigurbjarti Loftsyni dags. 25.11.2020.
Um er að ræða hús á staðsteyptum sökkli og staðsteyptri gólfplötu, krosslímdar timbureiningar eru í veggjum og þaki, húsið er einangrað og klætt að utan með báruklæðningu og timbri.
Stærð sumarhússins er 110,9 m2 / 477,6 m3.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?