Fara í efni

Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2101020

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Lögð fram gögn vegan fyrirhugaðs útboðs í tengslum við viðbyggingu við Leikskólann í Stykkishólmi, þ.m.t. aðaluppdrætti og verkteikningar, magnskrár og verklýsingar.

Á 627. fundi sínum samþykkti bæjarráð að veita bæjarstjóra umboð til þess að ljúka við gerð útboðsgagna og bjóða verkið út með hefðbundnum útboðsskilmálum, sbr. fjárfestingaáætlun Stykkishólmsbæjar, og að í útboði verði áskilinn réttur til þess að hafna öllum tilboðum. Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Steinunn Magnúsdóttir víkur af fundi.
Lögð fram niðurstaða útboðs Stykkishólmsbæjar á stækkun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við afgreiðslu 399, ásamt öðrum gögnum útboðsins. fundar bæjarstjórnar. Um er að ræða viðbyggingu við núverandi leikskóla sem er á einni hæð. Núverandi leikskóli er með 3 deildum og er nú verið að bæta við fjórðu deildinni. Verkefnið felst í því að fullbyggja nýju deildina að innan sem utan með innréttingum, og öllum tilheyrandi frágangi og skila tilbúnu til notkunar. Tvö tilboð bárust í verkefnið frá annars vegar Þ.B. Borg ehf. og hins vegar Skipavik ehf. Eftir yfirferð á tilboðunum tveimur var tilboð Þ.B. Borg að fjárhæð kr. 57.093.699 og Skipavíkur að fjárhæð kr. 59.948.386, en kostnaðaráætlun var kr. 63.562.833.

Bæjarráð samþykkti að bæjarstjóri gangi til samninga við Þ.B. Borg lægsbjóðanda um stækkun leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs um að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Þ.B. Borg um stækkun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Steinnunn Magnúsdóttir kemur aftur inn á fundinn.

Skóla- og fræðslunefnd - 189. fundur - 18.01.2022

Lagt fram skjal frá Byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar sem skýrir frá stöðu mála og framvindu við stækkun Leikskólans í Stykkishólmi.
Nefndin er ánægð með gang mála og sýnir töfum skilning í ljósi Covid ástandsins.

Skóla- og fræðslunefnd - 191. fundur - 08.03.2022

Páll Vignir Þorbergsson kemur til fundar við nefndina og greinir frá framkvæmdunum við leikskólann og sýnir nefndarmönnum viðbygginguna.
Nefndin skoðaði nýju bygginguna, sem er lokaáfangi skv. upprunalegri teikningu af leikskólanum, og var fólk ánægt með nýja Bakka.

Skóla- og fræðslunefnd - 193. fundur - 11.05.2022

Ný viðbygging leikskólans hefur verið tekin í notkun. Bakki er 72 fermetrar að stærð, þar verða 19 börn í sumar. Alls verða 92 börn í leikskólanum í sumar, aldrei hafa verið svo mörg börn í skólanum síðan hann flutti úr húsnæði St. Franciskusspítala í nýtt húsnæði við Búðanesveg.

Stjórnendur leikskólans sýna nefndarmönnum Bakka.
Getum við bætt efni síðunnar?