Fara í efni

Bæjarstjórn

400. fundur 24. júní 2021 kl. 17:00 - 18:16 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Theódóra Matthíasdóttir varamaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
  • Gísli Pálsson
Starfsmenn
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 628

Málsnúmer 2106002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 628. fundar bæjarráðs.
Framlagt til kynningar.

Bókun bæjarfulltrúa L-listans:
Vegna umræðna og samþykkta um mögulegar sameiningar sveitarfélaga á Snæfellsnesi og nágrenni vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
Undirritaður telur að sameining allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi geti orðið svæðinu til hagsbóta. Mikil samvinna og samstarf hefur verið undanfarna áratugi og er enn að aukast líkt og kemur fram á þessum bæjarstjórnarfundi og varðar samstarf um samrekstur á enbætti byggingafulltrúa og tæknideildar fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Einnig stendur fyrir dyrum samrekstur á íbúðaklasa fyrir fatlaða einstaklinga. Nú þegar eiga sveitarfélögin á Snæfellsnesi þ.e.a.s. Stykkishólmur, Helgafellssveit, Eyja og Miklholtshreppur, Grundarfjörður og Snæfellsbær í mikilli samvinnu. Þar ber að nefna Svæðisgarðinn, Félags- og skólaþjónustuna, í málefnum fatlaðra, um Fjölbrautarskóla Snæfellinga, Byggðarsamlagið o.fl. Landfræðilega er það einnig mjög eðlilegt og aðgengilegt að sameina þessi sveitarfélög. Samstarf á milli félagasamtaka og einstaklinga hefur einnig aukist á undanförnum árum á t.d. sviði íþróttaiðkunar og menningar. Samkvæmt upplýsingum um fjárhagslegan hvata til sameiningar næmu greiðslur úr jöfnunarsjóði og ríki um 2 milljörðum ef til sameiningar áðurnefndra sveitarfélaga kæmi. Ég tel að með sameiningu yrði svæðið enn öflugrara atvinnu- og þjónustusvæði auk þess sem möguleikar á markaðssetningu svæðissins og hæfni til rekstrar eykst.
Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi L-lista

2.Hafnarstjórn - 90

Málsnúmer 2105006FVakta málsnúmer

Lögð fram 90. fundargerð Hafnarstjórnar.
Framlagt til kynningar.

3.Skipulags- og bygginganefnd - 252

Málsnúmer 2105005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 252. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Framlagt til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14

Málsnúmer 2104004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 14. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Framlagt til kynningar.

5.Skóla- og fræðslunefnd - 185

Málsnúmer 2106001FVakta málsnúmer

Lögð fram 185. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Framlagt til kynningar.

6.Safna- og menningarmálanefnd - 114

Málsnúmer 2105004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 114. fundar safna- og menningarmálanefndar.
Framlagt til kynningar.

7.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 898. fundar, og 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Framlagt til kynningar.

8.Fundargerð 194. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa fundargerðar 194. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem fram fór þriðjudaginn 1. júní sl.
Framlagt til kynningar.

9.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 18. og 19. fundar stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands).
Framlagt til kynningar.

10.Fundargerðir Starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrsta fundargerð starfshóps um stefnumörkun
Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 .
Framlagt til kynningar.

11.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 2007006Vakta málsnúmer

Lögð fram 15. og 16. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar

12.Launaþróun sveitarfélaga

Málsnúmer 2106001Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28. maí 2021 var lagt fram minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, dags. 26. maí 2021, um launaþróun sveitarfélaga.
Framlagt til kynningar.

13.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28. maí 2021 hvatti stjórn sambandsins sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands,sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022. Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í þessu sambandi.
Framlagt til kynningar.

14.Aðgerðráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 2106023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Framlagt til kynningar.

15.Ytra mat GSS febrúar 2021

Málsnúmer 2104008Vakta málsnúmer

Lagt fram skilabréf til sveitarfélagsins varðandi ytra mat á Grunnskólanum í Stykkishólmi ásamt matsskýrslu, ásamt skjali sem inniheldur ramma sem hægt er að nýta við gerð umbótaáætlunar og glærukynningu sem notuð var við skil til skólans.
Framlagt til kynningar.

16.Flutningur á starfsemi tónlistaskóla í Amtsbókasafn

Málsnúmer 2104028Vakta málsnúmer

Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi, lagði til á 626. fundi bæjarráðs að kannað verði hvort faglegir og rekstrarlegir möguleikar séu á að færa starfsemi Tónlistarskóla Stykkishólms að einhverju eða öllu leyti í byggingu Amtsbókasafnsins við Borgarbraut. Á 626. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa erindinu til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd og safna- og menningarmálanefnd.

Lagðar eru fram umsagnir skóla- og fræðslunefndar og safna- og menningarmálanefndar.

Í umsögn 114. fundar safna- og menningarmálanefndar taldi nefndin óráðlegt að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Amtsbókasafns og taldi að slíkt myndi bitna á starfsemi bókasafnsins, grunnskólans og tónlistarskólans.

Í umsögn 185. fundar skóla- og fræðslunefndar tók nefndin undir með safna- og menningarmálanefnd. Í umsögn nefdarinnar er tekið fram að þekkt sé að grunnskólinn verður að nýta húsnæði Amtsbókasafnsins til kennslu í einhverjum mæli, auk þess sem liggur fyrir að Amtsbókasafnið er ekki hannað m.t.t. hljóðvistar fyrir starfsemi tónlistarskóla. Nefndin taldi að betra væri að hefja vinnu við endurskoðun teikninga af viðbyggingu fyrir nýjan tónlistarskóla norðan við grunnskólann m.t.t. þess að teikningar séu tiltækar þegar kemur að ákvörðun um útboð.

Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Málið tekið til umræðu.

17.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands - Sameining heilbrigðissvæða

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn var þann 20. maí sl. ásamt Samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sem samþykkt var á fundinum.

Í kjölfar fundarins var útbúið minnisblað um sameiningu Kjósarhrepps við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, sem einnig er lagt fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrir sitt leyti fyrirliggjandi áform um sameiningu Kjósarhrepps við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.

18.Lóðarleigusamningur, Búðanesvegur 2 (leikskóli)

Málsnúmer 2106016Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að lóðarleigusamningi fyrir Leikskólann í Stykkishólmi.

Bæjarráð samþykkti, á 628. fundi sínum, samninginn og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hann.
Bæjarstjórn staðfestir lóðarleigusamning vegna Búðarnesvegar 2.

19.Hamraendi 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2105012Vakta málsnúmer

Skipavík sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 12. Stærð hússins er 11 x 30,664 m eða samtals 337,4 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 674,8 m2, brúttórúmmál er 2.893 m2. Um er að ræða 5 bil annars vegar í kjallara og hinsvegar á hæð, samtals 10 bil, hvert um sig rúmlega 60 m2 að stærð að grunnfleti. Burðarvirki hússins er steinsteypa. Lóðin er 1.419 m2. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 12.04.2021. Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 252. fundi sínum, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 5 og 10, Hjallatanga 46 og lóðarhafa nr. 48 ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg.

Bæjarráð staðfesti, á 628. fundi sínum, ákörðun skipulags- og byggingarnefnd, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 5 og 10, Hjallatanga 46 og lóðarhafa nr. 48 ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 5 og 10, Hjallatanga 46 og lóðarhafa nr. 48 ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg.

20.Hjallatangi 48 - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2105025Vakta málsnúmer

Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi við Nónvík á lóð númer 48 við Hjallatanga. Breytingarnar felast í að lóð er stækkuð í suð-austur, byggingarreitur færður til á lóð og bindandi byggingarlína felld út. Deiliskipulagsmörk færð um 6m í sömu átt og komið fyrir gesta- og snúningsstæði í götu og tillögu að nýrri legu á göngustíg sbr. tillöguuppdrátt frá Sigurbjarti Loftssyni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 252. fundi sínum, að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Nónvík samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum húsa við Hjallatanga nr. 44 og 46 og legu á göngustíg fyrir Hesteigendafélaginu Fákaborg.

Bæjarráð staðfesti, á 628. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og byggingarnefnd, að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Nónvík samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum húsa við Hjallatanga nr. 44 og 46 og legu á göngustíg fyrir Hesteigendafélaginu Fákaborg.
Breytingartillaga O-lista:
Lagt er til að uppdrátturinn verði auglýstur skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslega nr. 123/2010 með þeirri breytingu að skipulagssvæðið verði stækkað í samræmi við fyrirliggjandi uppkast þannig að göngustígur sem fyrir liggur á uppdrætti verði hluti af skipulagssvæðinu. Af því leiðir að grenndarkynning verður afturkölluð.

Tekið fundarhlé kl. 17:38. Fundi fram haldið kl. 17:52.

Tillaga O-lista borin upp og samþykkt samhljóða.

21.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að lýsingu á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey ásamt umsögnum/athugasemdum. Lýsingin var auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum til 4. júní 2021, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd vísaði á 252. fundi sínum, lýsingu á deiliskipulagsverkefninu fyrir Súgandisey ásamt umsögnum í fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu af svæðinu.

Bæjaráð staðfesti, á 628. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar að vísa lýsingu á deiliskipulagsverkefninu fyrir Súgandisey ásamt umsögnum í fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu af svæðinu.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar að vísa lýsingu á deiliskipulagsverkefninu fyrir Súgandisey ásamt umsögnum í fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu af svæðinu.

22.Starfshópur um verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms

Málsnúmer 2105014Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipaður yrði starfshópur sem hefði það verkefni að leggja fram tillögur og hugmyndir um hvernig gera mætti skil verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms umliðnar tvær aldir og tengingu bæjarins við samfélag og atvinnulíf við Breiðafjörð, þ.m.t. nytjum Breiðafjarðar. Lögð verði áhersla á að gera sýnilega bæjarbúum og ferðafólki þá þýðingu sem Stykkishólmur hefur haft sem verslunar- og samgöngumiðstöð við samfélagið við Breiðafjörð sem oft hefur verið nefnt "matarkistan Breiðafjarðar".

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra að útbúa drög að erindisbréfi sem nú eru lagt fram.

Bæjarráð samþykkti, á 628. fundi sínum, erindisbréfið og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja það og vísaði skipun í starfshópinn til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfið og felur bæjarráði að skipa í starfshópinn.

23.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn beindi því til Stykkishólmsbæjar á 87. fundi sínum að gera átak í að fegra hafnarsvæðið við Skiparvíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Hafnarstjórn taldi svæðið eiga að vera snyrtilegt og bænum til sóma. Þá hvatti Hafnarstjórn á 88. fundi sínum áfram til þess að átak yrði gert í snyrtingu við Skipavíkurhöfn í samræmi við þær áherslur sem fram komu á fundinum. Þá taldi Hafnarstjórn að vinna ætti áfram fyrirliggjandi hugmyndir að skipulagi Skipavíkur.

Á 90. fundi Hafnarstjórnar gerði Hafnarstjóri og hafnarvörður grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavik. Ljóst er að átak hefur verið gert við hreinsun og snyrtingu svæðisins. Á fundinum bókaði hafnarstjórn um að þörf sé á heimildum eða reglum til þess að ná megi betri árangri í hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík. Í bókun Hafnarstjórnar hvatti Hafnarstjórn áfram til þess að átak yrði gert í fegrun og snyrtingu við Skipavíkurhöfn og í anda þess samþykkti hafnarstjórn að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátarstæðum við Skipavíkurhöfn, í samræmi við fyrirliggjandi teikningu, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati, innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt Hafnarstjórnar.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu hafnarstjórnar á 628. fundi sínum og er afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs og hafnarstjórnar.

24.Listaverkið Á heimleið - Bundið slitlag á höfninni

Málsnúmer 2105041Vakta málsnúmer

Formaður hafnarstjórnar gerði á 90. fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum sínum um lagfæringu og afmörkun á bílastæðum við listaverkið "Á heimleið" eftir Grím Marinó Steindórsson sem stendur við höfnina og var reist í minningu sjómanna.

Á 90. fundi Hafnarstjórnar var bæjarstjórn hvött til þess að leggja bundið slitlag á svæðið umhverfis listaverkið Á heimleið og að svæðið verði afmarkað merkingum (bílastæði, ökuleiðir o.fl.) og þannig verði umhverfið fegrað og skipulagt með þeim hætti. Hvatti Hafnarstjórn jafnframt til þess að í framhaldinu verði tekin upp gjaldskylda á svæðinu.

Bæjarráð lagði til, á 628. fundi sínum, til að lagt verði bundið slitlag á hafnarsvæðið í samvinnu við Vegagerðina í samræmi við hugmyndir hafnarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði bundið slitlag á hafnarsvæðið í samvinnu við Vegagerðina í samræmi við hugmyndir hafnarstjórnar.

25.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi - Viljayfirlýsing

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Lögð fram viljayfirlýsing Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði þar sem lýst er yfir vilja til þess að aðilar vinni saman að því að nýta fyrirliggjandi tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og styðja við verkefnið á grunni þess sem fram kemur í viljayfirlýsingunni.

Bæjarráð staðfesti, á 628. fundi sínum, viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Theódóra Matthíasdóttir sat hjá.
Steinunn Magnúsdóttir víkur af fundi.

26.Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi - Samningur

Málsnúmer 2101020Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða útboðs Stykkishólmsbæjar á stækkun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við afgreiðslu 399, ásamt öðrum gögnum útboðsins. fundar bæjarstjórnar. Um er að ræða viðbyggingu við núverandi leikskóla sem er á einni hæð. Núverandi leikskóli er með 3 deildum og er nú verið að bæta við fjórðu deildinni. Verkefnið felst í því að fullbyggja nýju deildina að innan sem utan með innréttingum, og öllum tilheyrandi frágangi og skila tilbúnu til notkunar. Tvö tilboð bárust í verkefnið frá annars vegar Þ.B. Borg ehf. og hins vegar Skipavik ehf. Eftir yfirferð á tilboðunum tveimur var tilboð Þ.B. Borg að fjárhæð kr. 57.093.699 og Skipavíkur að fjárhæð kr. 59.948.386, en kostnaðaráætlun var kr. 63.562.833.

Bæjarráð samþykkti að bæjarstjóri gangi til samninga við Þ.B. Borg lægsbjóðanda um stækkun leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs um að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Þ.B. Borg um stækkun Leikskólans í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Steinnunn Magnúsdóttir kemur aftur inn á fundinn.

27.Fundargerðir stjórnar Náttúrstofu Vesturlands - Tillaga stjórnar

Málsnúmer 2106024Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vesturlands frá 31. maí sl. þar sem stjórn leggur til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að bærinn fari í þá vinnu, í samráði við stjórn, að skilgreina valdmörk, ábyrgð, hlutverk og valdheimildir hvað Náttúrustofu Vesturlands varðar í ljósi þess að Stykkishólmsbær stendur einn að rekstri stofunnar og að vinna drög að starfsreglum stjórnar og starfsáætlun, en stjórn telur að að marka þurfi skýrari vinnureglur um mörk ábyrgðar og hlutverks stjórnar og forstöðumanns, einkum varðandi fjármál Náttúrustofu Vesturlands, en það er hlutverk stjórnar að hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar samkvæmt lögum og reglugerð.

Bæjarráð samþykkti, á 628. fundi sínum, tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.

28.Samrekstur á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi - Uppfærsla á verklagsreglum Stykkishólmsbæjar um ráðningar

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Lagður fram að nýju samningur milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um samstarf um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum. Á 396. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn samninginn og gekkst þar með undir þær skuldbindingar sem í samningnum felast. Þá eru lagðar fram verklagsreglur Stykkishólmsbæjar við ráðningu starfsmanna ræður bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa.

Með samþykki samningsins veitti bæjarstjórn bæjarstjóra umboð til þess að fara með fyrirsvar sveitarfélagsins varðandi framkvæmd samningsins, þ.m.t. ráðningu starfsfólks og senda tilkynningu f.h. sveitarfélagsins til Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um ráðningu skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki breytingar á verklagsreglum Stykkishólmsbæjar við ráðningu starfsmanna til samræmis við samstarfssamning sveitarfélaganna um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Þá er lagt til að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra formlegt umboð í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga um mannvirki og 1. mgr. 7. gr. skipulagslaga til að ráða og tilkynna nýja byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar í samræmi við samninginn.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á verklagsreglum Stykkishólmsbæjar við ráðningu starfsmanna til samræmis við samstarfssamning sveitarfélaganna um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra formlegt umboð í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga um mannvirki og 1. mgr. 7. gr. skipulagslaga til að ráða og tilkynna nýja byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar í samræmi við samninginn.

29.Orkuskipti í samgöngum - hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2006042Vakta málsnúmer

Á 615. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að vinna áfram að því að hraða uppbyggingu hraðhleðsluinnviða í Stykkishólmi og stuðla að því að 150kw stöð verði sett upp í Stykkishólmi. Á 248. fundi skipulags- og byggingarnefndar voru lagðar fram tillögur að staðsetningum á rafhleðslustöðvum fyrir bíla í landi bæjarins. Á fundi sínum taldi skipulags- og byggingarnefnd fyrsta kostinn vera að staðsetningu á bílaplani við Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Á 624. fundi bæjarráðs var samþykkt að málið yrði unnið áfram í samræmi við tillögu nefndarinnar.

Lagður er til samþykktar afnotasamningur við Ísorku hf. vegna rafhleðslustöðvar í samræmi við samþykkt skipulags- og byggingarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til þess að semja um og eftir atvikum rita undir afnotasamning f.h. bæjarins vegna rafhleðslustöðvar sem stefnt er að setja upp við Íþróttamiðstöð Stykkishólms í samræmi við afgreiðslur fastanefnda og fyrirliggjandi gögn.

30.Kosning í Hafnarstjórn

Málsnúmer 2006007Vakta málsnúmer

Arnar Geir Ævarsson tekur sæti Hreiðars Jóhannessonar sem aðalmaður í Hafnarstjórn og Hreiðar verður varamaður.
Bæjarstjórn samþykkir Arnar Geir Ævarsson sem aðalmann í hafnarstjórn og Hreiðar Jóhnnesson sem varamann í hafnarstjórn.

31.Kosningar í bæjarráð

Málsnúmer 2006055Vakta málsnúmer

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn og jafnmargra til vara, sbr. 47. gr. samþykkta um stjórn Stykkishólmsbæjar, með áorðnum breytingum, og eftir atvikum tilnefning áheyrnarfulltrúa. Jafnframt kosning formanns og varaformanns bæjarráðs, sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar.
Eftirtaldir eru kosnir aðalmenn í bæjarráð: Steinunn I. Magnúsdóttir formaður, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Haukur Garðarsson. Varamenn kosnir: Gunnlaugur Smárason, Ásmundur Guðmundsson og Erla Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Lárus Ástmar Hannesson og varaáheyrnarfulltrúi Ragnar Már Ragnarsson.

32.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar

Málsnúmer 2006056Vakta málsnúmer

Kosning forseta bæjarstjórnar og fyrsta og annan varaforseta bæjarstjórnar skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir kosin forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Smárason kosinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Haukur Garðarsson kosinn annar varaforseti bæjarstjórnar.

33.Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar 2021

Málsnúmer 2006059Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar gerir það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði haldinn 26. ágúst nk. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8 gr., 1. og 2. mgr 33 gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar.
Forseti bæjarstjórnar gerir það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði haldinn 26. ágúst nk. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8 gr., 1. og 2. mgr 33 gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:16.

Getum við bætt efni síðunnar?