Fara í efni

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags)

Málsnúmer 2102034

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Þá er jafnframt lögð fram tillaga starfshóps minni sveitarfélaga um sameiningarákvæði.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar leggur þunga áherslu á að veita þurfi sveitarfélögum svigrúm til að fresta sameiningum, verði tillaga að lágmarksíbúafjölda lögfest, þegar mögulegir sameiningarkostir nærliggjandi sveitarfélaga falla undir bæði 250 íbúa lágmark og 1000 íbúa lágmark.

Til máls tóku:HH og LÁH

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir vinnuskjal með drögum að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga
(lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), sem Umhverfis- og samgöngunefnd er að vinna með.

Í drögunum er leitast við að ná málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða varðandi málið án þess að missa sjónar að markmiðinu sem sett var fram í
þingsályktun nr. 21/150, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033.

Nefndin stefnir að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí og því væri hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar, á 627. sínum, tók jákvætt í þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu, sem miða að því að ná sátt í málinu og koma til móts við athugasemdir sveitarfélaga, þó bæjarráð setji sig ekki á móti lögbundnum lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum eins og upphaflegt frumvarp gerði ráð fyrir. Vísaði bæjarráð bókun sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?