Fara í efni

Bæjarstjórn

396. fundur 25. febrúar 2021 kl. 17:00 - 17:49 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar ber forseti bæjarstjórnar upp tillögu um að mál 2102007F ? fundargerð 181. fundar skóla- og fræðslunefndar - verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.


Er tillagan samþykkt samhljóða. Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 8 á dagskránni.

1.Sæmundarreitur 1 - lóðarumsókn

Málsnúmer 2102030Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram lóðarumsóknir um lóðina Sæmundarreitur 1 í Stykkishólmi, ásamt auglýsingu sem birtist á vef bæjarins. Alls bárust 8 umsóknir um lóðina.

Bæjarráð samþykkti að vísa afgreiðslu til næsta bæjarstjórnarfundar þar sem skal verða dregið um lóðarúthlutun í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Eftitrtaldir sóttu um lóðina Sæmundarreit 1:

Rakel Rósa Þorsteinsdóttir,Ragnheiður Jónasdóttir,Eymundur Ingimundarson,Andri Þór Gestsson,Eiríkur Þór Eiríksson,Jónas Kári Eiríksson,Skipavík ehf og Magdalena Ó Sigurgunnarsdóttir.

Dregið var úr umsóknum og útdregin var Rakel Rósa Þorsteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Rakel Rósa Þorsteinsdóttur.

2.Sæmundarreitur 2 - lóðarumsókn

Málsnúmer 2102031Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram lóðarumsóknir um lóðina Sæmundarreitur 2 í Stykkishólmi, ásamt auglýsingu sem birtist á vef bæjarins. Alls bárust sex umsóknir um lóðina.

Bæjarráð samþykkti að vísa afgreiðslu til næsta bæjarstjórnarfundar þar sem skal verða dregið um lóðarúthlutun í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Eftitrtaldir sóttu um lóðina Sæmundarreit 2:

Rakel Rósa Þorsteinsdóttir,Ragnheiður Jónasdóttir,Eiríkur Þór Eiríksson,Jónas Kári Eiríksson,Skipavík ehf og Sigurborg Anna Ólafsdóttir.

Dregið var úr umsóknum og útdregin var Ragnheiður Jónasdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Ragnheiðar Jónasdóttur.

3.Bæjarráð - 624

Málsnúmer 2102005FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Fundargerð framlögð til kynningar.

4.Safna- og menningarmálanefnd - 112

Málsnúmer 2102004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram
Fundargerð framlögð til kynningar.

5.Skipulags- og bygginganefnd - 248

Málsnúmer 2102003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram
Fundargerð framlögð til kynningar.

6.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6

Málsnúmer 2102001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram
Fundargerð framlögð til kynningar.

7.Skóla- og fræðslunefnd - 180

Málsnúmer 2101006FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram
Fundargerð framlögð til kynningar.

8.Skóla- og fræðslunefnd - 181

Málsnúmer 2102007FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Fundargerð framlögð til kynningar.

9.Stjórn Dvalarheimilis - 128

Málsnúmer 2101005FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram
Fundargerð framlögð til kynningar.

10.Æskulýðs- og íþróttanefnd - 81

Málsnúmer 2101004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Fundargerð framlögð til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar FSS

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram 112. fundargerð stjórnar FSS.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 2007006Vakta málsnúmer

Lögð fram 10. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram 894. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands

Málsnúmer 2008023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð eigendavettvangs Sorpurðunar Vesturlands frá 1. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Skýrsla SSV - Íbúakönnun landshlutanna - Vesturland

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla SSV með niðurstöðum íbúakönnunar landshlutanna fyrir Vesturland.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 165. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands

Málsnúmer 2003028Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá fundi nr. 431.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerð 190. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2102041Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa 190. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 15. fundar stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi, sem fram fór 11. febrúar sl., vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili.
Lagt fram til kynningar.

20.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum (þjóðferjuleiðir)

Málsnúmer 2102037Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir), 137. mál.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur undir tilgang frumvarpsins og mikilvægi þess að gera ferjuleiðir að þjóðferjuleiðum þannig að slíkar samgöngur séu jafnsettar stöðu þjóðvega. Þessi breyting mun tryggja að þær leiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna í samgönguáætlun hverju sinni og þeim fjárveitingum sem þar koma fram, enda eru umræddar tengingar eyjanna við samgöngukerfið afar mikilvægar fyrir íbúa, gesti og atvinnustarfsemi á þeim svæðum sem þarna falla undir.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar undirstrikar mikilvægi ferjuleiðarinnar um Breiðafjörð, sem tengir bæði Flatey og aðrar eyjar sem eru byggðar hluta ársins, ásamt því að tengja sunnanverða Vestfirði við þjóðvegakerfið. Mikil umferð ferðamanna er milli Snæfellsness og Vestfjarða og gegnir þar ferjuleiðin um Breiðafjörð lykil hlutverki.

21.Sumarlokun leikskólans 2021

Málsnúmer 2001020Vakta málsnúmer

Á 623. fundi bæjarráðs voru teknar til umræðu tillögur skólastjóra að fyrirkomulagi sumarlokunar leikskólans 2021 og í bókun sinni á tók bæjarráð með skólastjóra að bregast verði við auknum orlofsrétti starfsmanna leikskólans, eins og nánar er vikið af í bókun bæjarráðs. Bæjarráð vísaði erindinu og bókun bæjarráðs til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd.

Á 624. fundi bæjarráðs var lögð fram bókun/umsögn 180. fundar skóla- og fræðslunefndar vegna málsins sem og nýjar tillögur skólastjórnenda í samræmi við umsögn skóla- og fræðslunefndar.

Á 624. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð þær tillögur skólastjórnenda sem lagðar voru fyrir bæjarráð og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir tillögur skólastjórnenda sem bæjarráð samþykkti.

22.Samrekstur á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um samstarf um embætti skipualags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum, milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar.

Drögin voru m.a. kynnt á fundi með kjörnum fulltrúum allra sveitarfélaganna síðastliðinn mánudag sem tóku jákvætt í framlögð drög. Á fundinum var rætt um tækifæri í samvinnu milli sveitarfélaga sem samstarf sem þetta felur í sér til bættrar þjónustu við íbúa. Um er að ræða þróunarverkefni sem snýst um að mæta kröfum samfélagsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um samstarf um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum, og gangast þar með undir þær skuldbindingar sem í samningnum felast.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um samstarf um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum, og gangast þar með undir þær skuldbindingar sem í samningnum felast.

Bæjarstjórn felur jafnframt bæjarráði umboð til þess að samþykkja minniháttar breytingar á samningnum ef þurfa þykir.

Til máls tóku:HH og LÁH

23.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar um gistastaði á íbúaðasvæðum til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Á 248. fundi skipulags- og byggingarnefndar samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu til kynningar fyrir almenning og annarra hagsmunaaðila og til umsagnar í Skipulagsstofnun.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi lýsingu til kynningar fyrir almenning og annarra hagsmunaaðila og að hún verði send til umsagnar í Skipulagsstofnun.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu til kynningar fyrir almenning og annarra hagsmunaaðila og samþykkir að hún verði send til umsagnar í Skipulagsstofnun

24.Reitarvegur 8 - Lóðarblað og lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2101039Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamning við eigendur Reitarvegar 8, ásamt lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi lóðarleigusamninga og lóðarblað.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamninga og lóðarblöð.

25.Sæmundarreitur 4 - Lóðaleigusamningur

Málsnúmer 2102032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningi við eigendur Sæmundarreits 4, ásamt lóðarblaði samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi lóðarleigusamninga og lóðarblað.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og lóðarblað.

26.Samþætting skólastarfs - Samrekstur grunnskóla og tónlistaskóla Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2102042Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagsbreytingum sem felur í sér breytingu á stjórnun með samrekstri grunnskóla og tónlistaskóla í ljósi þess að skólastjóri Tónlistaskóla Stykkishólms hefur óskað eftir að láta af störfum. Markmið skipulagsbreytinganna er fyrst og fremst að auka mátt tónlistar í sveitarfélaginu með því að auka svigrúm til faglegrar stjórnunar og ríkari kennsluskyldu sem byggi undir gæði náms og möguleika til kennslu. Þá eru þær í samræmi við skólastefnu eins og nánari grein er gerð fyrir í tillögunni.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra og skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um samrekstur grunn- og tónlistarskóla, ásamt umsögn skóla- og fræðslunefndar:

Lagt er til að Grunnskólinn í Stykkishólmi og Tónlistarskóli Stykkishólms verði samreknir í samræmi við heimild í 4. mgr. 45. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 frá og með skólaárinu 2021-22. Leitað hefur verið umsagnar fræðslu- og skólanefndar um tillöguna.

Starf skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi breytist og fer skólastjóri framvegis með skólastjórn grunnskóla og tónlistarskóla bæjarins. Bæjarstjóra er falið að ganga frá breytingu á starfi í samræmi við kjarasamning. Breytingin tekur gildi við upphaf nýs skólaárs.

Nýtt starf aðstoðarskólastjóra verður við skólana frá upphafi skólaársins 2021-22. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra.

Starf deildarstjóra grunnskóla er lagt niður við lok skólaársins 2020-21. Bæjarstjóra og skólastjóra er falið að ganga frá starfslokum eftir því sem við á við starfandi deildarstjóra.

Starf skólastjóra Tónlistarskóla Stykkishólms er lagt niður við lok skólaársins 2020-21. Skólastjóri hefur óskað lausnar frá störfum og bæjarstjóra er falið að ganga frá starfslokum í samræmi við ákvæði kjarasamnings.

Skólastjóri grunnskólans mun annast ráðningar starfsmanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn, en að skipa mætti hæfninefnd skipuð oddvitum allra lista skólastjóra til ráðgjafar í ráðningarferlinu hvað varðar aðstoðarskólastjóra, sem vinni hæfnimat á umsóknum og vinni tillögu að ráðningu sem skólastjóri tekur afstöðu til.

Bæjarstjóra er falið að uppfæra skipurit bæjarins til samræmis við samþykkt þessa. Þá er skólastjóra falið að uppfæra stjórnskipulag skólans og innri reglur til samræmis við samþykktina í samræmi við ákvæði grunnskólalaga nr. 91/2008 og laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985.

27.Staða slökkviliðsstjóra Stykkishólms og nágrennis

Málsnúmer 2010015Vakta málsnúmer

Á 624. fundi bæjarráðs var lögð fram auglýsing um stöðu slökkviliðsstjóra Stykkishólms og nágrennis, ásamt þeim umsóknum sem bárust, en á 395. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði, í samstarfi við bæjarstjóra, falið að taka viðtöl og gera tillögu til bæjarstjórnar um ráðningu. Lögð er fram sú umsókn sem barst í starf slökkviliðsstjóra, en um starfið sótti Einar Þór Strand.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Einar Þór Strand í starf slökkviliðsstjóra.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Einar Þór Strand í starf slökkviliðsstjóra.

28.Reglur um tölvupóst og netnotkun ásamt leiðbeiningum um læsingu skjala með lykilorði.

Málsnúmer 2102010Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um tölvupóst og netnotkun starfsmanna ásamt leiðbeiningum um læsingu skjala með lykilorði, sem og eyðublað fyrir starfsmenn til staðfestingar á yfirferð gagna við starfslok.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um tölvupóst og netnotkun starfsmanna ásamt leiðbeiningum um læsingu skjala með lykilorði, sem og eyðublað fyrir starfsmenn til staðfestingar á yfirferð gagna við starfslok.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um tölvupóst og netnotkun starfsmanna ásamt leiðbeiningum um læsingu skjala með lykilorði, sem og eyðublað fyrir starfsmenn til staðfestingar á yfirferð gagna við starfslok.

29.Samningur við FAS um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins

Málsnúmer 2011039Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að samningi við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi. Drög samningsins voru tekin fyrir á fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem fagnaði þeim og á fundi safna- og menningarmálanefndar sem gerði engar athugasemdir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi.

30.Reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar

Málsnúmer 1910031Vakta málsnúmer

Lögð eru fram að nýju drög að reglum um styrkveitingar Stykkishólmsbæjar þar sem Lista- og menningarsjóði er jafnframt fundinn staður í reglunum.

Bæjarráð vísaði reglunum, á 615. fundi sínum, til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd og æskulýðs- og íþróttanefnd.

Safna- og menningarmálanefnd tók jákvætt í fyrirliggjandi reglur um styrkveitingar og þær áherslur sem þar koma fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi reglur um styrkveitingar Stykkishólmsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um styrkveitingar Stykkishólmsbæjar.

31.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags)

Málsnúmer 2102034Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Þá er jafnframt lögð fram tillaga starfshóps minni sveitarfélaga um sameiningarákvæði.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar leggur þunga áherslu á að veita þurfi sveitarfélögum svigrúm til að fresta sameiningum, verði tillaga að lágmarksíbúafjölda lögfest, þegar mögulegir sameiningarkostir nærliggjandi sveitarfélaga falla undir bæði 250 íbúa lágmark og 1000 íbúa lágmark.

Til máls tóku:HH og LÁH

32.Kosningar í bæjarráð

Málsnúmer 2006055Vakta málsnúmer

Kosning aðal- og varamanns í bæjarráð, sbr. 47. gr. samþykkta um stjórn Stykkishólmsbæjar, með áorðnum breytingum, vegna beiðni frá Þóru Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa, um lausn frá störfum.
Bæjarstjórn samþykkir að Ásmundur Sigurjón Guðmundsson taki sæti sem varamaður í bæjarráði.
Erla Friðriksdóttir vék af fundi.

33.Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður

Málsnúmer 2011035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sem Breiðafjarðarnefnd hefur sent umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt tillögum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndarsvæðis Breiðafjarðar. Erindið er í formi skýrslu sem nefnist: Framtíð Breiðafjarðar. Samantekt og niðurstöður upplýsingaöflunar og samráðs.

Þá er lögð fram bókun 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu bókunar atvinnu- og nýsköpunarnefndar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vill benda á að í niðurstöðum Breiðafjarðarnefndar er fullyrt að af umsögn Stykkishólmsbæjar við skýrslu nefndarinnar um framtíð Breiðafjarðar megi ráða að sveitarfélagið „sé ekki tilbúið í samstarf um frekari verndun.“ Einnig er fullyrt að „umsögn Stykkishólmsbæjar var ólík umsögnum hinna sveitarfélaganna.“ Er þessum fullyrðum harðlega mótmælt af hálfu Stykkishólmsbæjar.

Stykkishólmsbær og íbúar sveitarfélagsins hafa lengi verið í farabroddi á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála og er ekkert í umsögn Stykkishólmsbæjar sem gefur tilefni til þess að bærinn sé ekki tilbúinn í samstarf um vernd Breiðafjarðar, hvort sem litið er til landslags, jarðmyndana, lífríkis og/eða menningarminja. Þvert á móti bar umsögnin með sér að vilji væri til samstarfs í þeim efnum þar sem tekið var undir tillögu nefndarinnar um endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar. Í ljósi þess verður jafnframt ekki séð að umsögn Stykkishólmsbæjar sé efnislega ólík eða skeri sig sérstaklega frá umsögnum annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem tóku einnig jákvætt í endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar, en gátu ekki tekið jákvætt í aðrar tillögur nefndarinnar. Var því ekki tilefni til þess af hálfu Breiðafjarðarnefndar að draga Stykkishólmsbæ sérstaklega fram með þeim neikvæða hætti sem nefndin gerði í niðurstöðum sínum.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur að öðru leyti undir bókun og tillögu atvinnu- og nýsköpunarnefndar, sér í lagi þeirrar aðferðarfræði sem lagt er til við endurskoðun á lögunum enda leggur bæjarstjórn áherslu á að vinna við endurskoðun á lögunum verði gerð í samvinnu við heimamenn.

Samþykkt með fjórum atkvæðum tveir sátu hjá.

Til máls tóku:HH,SIM,JBJ,HG og LÁH

Fundi slitið - kl. 17:49.

Getum við bætt efni síðunnar?