Fara í efni

Silfurgata 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2102039

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11. fundur - 11.03.2021

Sótt er um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 9,7 m2, við inngang undir núverandi þaki.
Einnig eru gerðar breytingar á innra skipulagi að hluta.
Með erindinu fylgdu aðaluppdættir frá W7 slf dags. 06.02.2021.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4 um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?