Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

11. fundur 11. mars 2021 kl. 15:30 - 16:00 á kaffistofu Ráðhússins
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skólastígur 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2007018Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju umsókn Marínar Valtýsdóttur um leyfi til þess að breyta útlíti og innra skipulagi íbúðar og að klæða hana að utan eins og Skólastígur 21A.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands vegna breytinganna dags. 20.10.2020.

Erindið var grenndarkynnt í nóvember 2020 og var lokafrestur til að gera athugasemdir þann 29. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis gildir meðal annars:

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 21 skv. Þjóðskrá Íslands er 1904.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið Skólastígur 21 og 21A nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eð flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.

Tillagan var grenndarkynnt í nóvember 2020 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 en frestur til að gera athugasemdier var til 29. desember 2020. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands vegna breytinganna.

Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

2.Fótaaðgerðarstofa

Málsnúmer 2009042Vakta málsnúmer

Guðfinna Rúnarsdóttir, f.h. Útgerðafélagsins Grundar ehf., óskar eftir leyfi til að setja upp fótaaðgerðarstofu í bílskúr að Sundabakka 8a í Stykkishólmi. Á lóðinni eru 3 bílastæði og að auki eru 2 sameiginleg bílastæði með lóð Sundabakka 10.

Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið á 244. fundi sínum og Bæjarráð á 619. fundi sínum.
Skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 segir að svæði fyrir íbúðarbyggð sé fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem tengist búsetu og telst því þessi starfsemi samræmast skipulagsáætlunum sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um erindið á 247. fundi sínum þann 13.01.2021 og tók jákvætt í erindið enda lá fyrir samþykki lóðarhafa Sundabakka 10 og 10a.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

3.Silfurgata 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2102039Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 9,7 m2, við inngang undir núverandi þaki.
Einnig eru gerðar breytingar á innra skipulagi að hluta.
Með erindinu fylgdu aðaluppdættir frá W7 slf dags. 06.02.2021.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4 um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

4.Sæmundarreitur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer

Sótt er um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018.
Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi en lóðin hét áður Sæmundarreitur nr. 5 skv. eldra deiliskipulagi.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.
Um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis gildir meðal annars:

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en húsið er talið byggt árið 1900.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið sem fyrirhugað er að flytja á Sæmundarreit nr. 8, nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eð flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið, né skipulagsnefndar Stykkishólmsbæjar er óskað umsagna þeirra áður en byggingarfulltrúi fjallar um málið að nýju.
Erindinu frestað.

5.Silfurgata 24A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðarhúss á Silfurgötu 24A, sem byggt er árið 1921 skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Um er að ræða viðbyggingu til norðausturs, burðarvirki þaks og útveggja verður timbur. Stærð viðbygginar er 3,2 m x 3,5 m eða 11,2 m2 að grunnfleti.
Með erindinu eru aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 07.03.2021 þar sem m.a. eru gerðar reyndarteikningar af núverandi húsi og geymsluskúr á lóð.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4 um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.
Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd, né fela í sér stækkun húss á nokkurn hátt, nema stækkunin sé smávægileg og falli innan byggingarreits og breyti ekki eða hafi áhrif á götumynd.
Húsum sem njóta friðunar, eru byggð fyrir 1918 eða njóta verndar götumyndar er ekki heimilt að breyta á grundvelli þessa ákvæðis.

Að mati byggingarfulltrúa er hér ekki um að ræða óverulega breytingu skv. grein 2.3.4, m.a. vegna breytinga á útliti og vegna hagsmuna nágranna, og skal því leita álits skipulagsnefndar, enda liggur ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna.

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 24A skv. Þjóðskrá Íslands er 1921.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið, né skipulagsnefndar Stykkishólmsbæjar er óskað umsagna þeirra áður en byggingarfulltrúi fjallar um málið að nýju.
Erindinu frestað.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?