Fara í efni

Hamraendi 12

Málsnúmer 2103017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Skipavík er með lóðina Hamraendi 12 og hefur hug á að byggja það iðnaðarbil/geymslur. Jarðvinnan er mjög mikil þarna samkvæmt prufuholum sem hafa verið gerðar. Í hönnunarferlinu hefur orðið til bygging á tveimur hæðum þar sem keyrt er að henni beggja vegna. Óskað er eftir áliti Stykkishólmsbæjar áður en haldið er áfram með hönnun og aðaluppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í fyrirspurnina á síðasta fundi sínum.
Bæjaráð gerir ekki athugasemdir við erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta kostnaðarmeta gatnagerð á svæðinu og ræða við lóðarhafa um framkvæmdir á svæðinu.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Skipavík er með lóðina Hamraendi 12 og hefur hug á að byggja þar iðnaðarbil/geymslur. Jarðvinnan er mjög mikil þarna samkvæmt prufuholum sem hafa verið gerðar. Í hönnunarferlinu hefur orðið til bygging á tveimur hæðum þar sem keyrt er að henni beggja vegna. Óskað er eftir áliti Stykkishólmsbæjar áður en haldið er áfram með hönnun og aðaluppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í fyrirspurnina á síðasta fundi sínum.

Bæjaráð gerði ekki athugasemdir við erindið á 625. fundi sínum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að láta kostnaðarmeta gatnagerð á svæðinu og ræða við lóðarhafa um framkvæmdir á svæðinu.

Lagt er fyrir bæjarstjórn að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?