Fara í efni

Selfell SH-36 - forkaupsréttur

Málsnúmer 2103039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lagt fram tölvubréf Þorsteins Magnússonar, f.h. Frúarstígs 1 ehf., dags. 18. mars 2021, þar sem Stykkishólmsbæ er boðinn forkaupsréttur, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, að fiskiskipinu Selfell SH 39, skipanr. 6719, í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð um skipið.
Einnig er lagður fram kaupsamningur frá Þorsteini.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti að fiskiskipinu Selfell SH 39, skipanr. 6719, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Getum við bætt efni síðunnar?