Fara í efni

Skólastígur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2104010

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14. fundur - 03.06.2021

Eigandi sækir um leyfi til að breyta útliti og innra skipulagi hússins að Skólastíg nr. 10.

Lóðin að Skólastíg nr. 10 er íbúðarhúsalóðlóð og skv. þinglýstum lóðarleigusamningi frá árinu 1935 er stærð hennar tilgreind 648 m2.
Í gildi er deiliskipulag Þinghúshöfða.

Á lóðinni er ein fasteign, íbúðarhús, matshluti 01, sem skiptist í hæð og herbergi í risi og er stærð grunnflatar hússins 75,3 m2.
Skráð byggingarár skv. Þjóðskrá Íslands er 1894 en skv. umsókn er byggingarár talið frá 1869 með tilvísun í faseignaskrá frá árinu 1916.

Til stendur að endurbyggja húsið sem næst upprunalegu útliti þess.
Gluggar og hurðir verða endurnýjuð og færð í sem næst upprunalegu útliti, samhliða endurnýjun utanhússklæðningar sem verður timburklæðning í stað núverandi trapizuklæðningar.
Stærrstur hluti hússins er á steinsteyptri botnplötu en lítill hluti hússins er timburgólf og verður því breytt í steinsteypta botnplötu.
Veggir og þak íbúðarhússins verða einangraðir, þak skúrbyggingar verður endurnýjað.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 13.09.2016, breytt 09.11.2020.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4: Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg, hún hafi ekki áhrif á burðarvirki hússins, hún hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna eða götumynd og því sé ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 10 skv. Þjóðskrá Íslands er 1894.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum, að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa og að fenginni jákvæðri niðurstöðu Minjastofnunar Íslands.
Getum við bætt efni síðunnar?