Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

14. fundur 03. júní 2021 kl. 13:00 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skólastígur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2104010Vakta málsnúmer

Eigandi sækir um leyfi til að breyta útliti og innra skipulagi hússins að Skólastíg nr. 10.

Lóðin að Skólastíg nr. 10 er íbúðarhúsalóðlóð og skv. þinglýstum lóðarleigusamningi frá árinu 1935 er stærð hennar tilgreind 648 m2.
Í gildi er deiliskipulag Þinghúshöfða.

Á lóðinni er ein fasteign, íbúðarhús, matshluti 01, sem skiptist í hæð og herbergi í risi og er stærð grunnflatar hússins 75,3 m2.
Skráð byggingarár skv. Þjóðskrá Íslands er 1894 en skv. umsókn er byggingarár talið frá 1869 með tilvísun í faseignaskrá frá árinu 1916.

Til stendur að endurbyggja húsið sem næst upprunalegu útliti þess.
Gluggar og hurðir verða endurnýjuð og færð í sem næst upprunalegu útliti, samhliða endurnýjun utanhússklæðningar sem verður timburklæðning í stað núverandi trapizuklæðningar.
Stærrstur hluti hússins er á steinsteyptri botnplötu en lítill hluti hússins er timburgólf og verður því breytt í steinsteypta botnplötu.
Veggir og þak íbúðarhússins verða einangraðir, þak skúrbyggingar verður endurnýjað.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 13.09.2016, breytt 09.11.2020.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4: Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg, hún hafi ekki áhrif á burðarvirki hússins, hún hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna eða götumynd og því sé ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 10 skv. Þjóðskrá Íslands er 1894.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum, að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa og að fenginni jákvæðri niðurstöðu Minjastofnunar Íslands.

2.Skólastígur 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2104024Vakta málsnúmer

Eigandi íbúðar á efri hæð, 01-0201, sækir um leyfi fyrir breytingu á gluggum frá áður samþykktum teikningum vegna Skólastígs nr. 28.
Um er að ræða breytigu á glugga á 1. hæð og 2. hæð skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 13.05.2019, breytt 11.04.2021.

Skólastígur 28 eru tveir matshlutar, matshluti 01 sem er tvíbýlishús byggt árið 1945 og bílskúr byggður árið 1955.
Íbúðarhúsið sem er steinsteypt, skiptist í tvær íbúðir auk sameignar.
Stærð lóðar er 740 m2 skv. þinglýstum lóðarleigusamningi frá árinu 1945.
Í gildi er eignaskiptayfirlýsing frá árinu 2020.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4: Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt með fyrirvara um að skilað verði inn til byggingarfulltrúa skriflegu samþykki eiganda neðri hæðar vegna breytinganna.

3.Bókhlöðustígur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2104035Vakta málsnúmer

Eigandi sækir um leyfi fyrir byggingu bílgeymslu við Bókhlöðustíg 10.
Um er að ræða endurnýjaða umsókn en byggingarleyfi var veitt fyrir bílgeymslunni árið 2018 en ekki varð af framkvæmdum og er leyfið því útrunnið. Því er sótt aftur um leyfi á grundvelli sömu uppdrátta og sömu skráningartöflu. Vísað er í mál nr. 1804034.

Um er að ræða um 26 m2 bílgeymslu á steinsteyptum undirstöðum og með steinsteyptri gólfplötu en burðarvirki veggja og þaks er úr timbri. Bílgeymslan verður klædd að utan með furuklæðningu sömu gerðar og íbúðarhúsið. Þak verður klætt furuborðum og tjörupappa, sömu gerðar og á íbúðarhúsinu.
Skv. Þjóðskrá Íslands er lóðin er 614 m2 og á henni er íbúðarhús, matshluti 01, byggt árið 2002.
Í gildi er þinglýstur lóðarleigusamningur frá árinu 2005.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Þinghúshöfða.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir dags. apríl 2018, unnir af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt.
Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Þinghúshöfða 10 skal bílgeymsla að hámarki vera 25 m2 að grunnfleti.
Í ljósi þess að fyrirhuguð bílgeymsla samræmist ekki gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er erindinu hafnað.

4.Silfurgata 24A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðarhúss að Silfurgötu 24A, sem byggt var árið 1921 skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.
Burðarvirki þaks og útveggja verður timbur en stærð viðbygginar er 3,2 m x 3,5 m eða 11,2 m2 að grunnfleti.
Lóðin er 618,6 m2 að stærð skv. þinglýstum lóðarleigusmningi frá árinu 2014.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 07.03.2021 þar sem m.a. eru gerðar reyndarteikningar af núverandi húsi og geymsluskúr á lóð.

Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4 um breytingar er varða útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er hér ekki um að ræða óverulega breytingu skv. grein 2.3.4, m.a. vegna breytinga á útliti og vegna hagsmuna nágranna, og var því leitað álits skipulagsnefndar, enda liggur ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna.
Skipulagsnefnd tók jákvætt í erindið og samþykkti að láta fara fram grenndarkynningu vegna málsins.
Erindið var grenndarkynnt fyrir eigendum Silfurgötu 22, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Skólastíg 24A skv. Þjóðskrá Íslands er 1921.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið Skólastígur 24A nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eða flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands, dags. 15. mars 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur tekið jákvætt í erindið enda bárust engar athugasemdir við grenndarkynningu.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni, dags. 15.03.2021.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

5.Hamraendi 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2105012Vakta málsnúmer

Skipavík sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 12.
Stærð hússins er 11 x 30,664 m eða samtals 337,4 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 674,8 m2, brúttórúmmál er 2.893 m2.
Um er að ræða 5 bil annars vegar í kjallara og hinsvegar á hæð, samtals 10 bil, hvert um sig rúmlega 60 m2 að stærð að grunnfleti.
Burðarvirki hússins er steinsteypa.
Lóðin er 1.419 m2.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 12.04.2021.
Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu er erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

6.Sjávarflöt 4 - tilkynnt framkvæmd

Málsnúmer 2105017Vakta málsnúmer

Eigandi tilkynnir breytingar á Sjávarflöt 4.
Húsið er einbýlishús á einni hæð, byggt árið 1975 skv. skráningu í Þjóðskrá Íslands.
Burðarvirki veggja hússins er timburgrind sem klædd er að utan með standandi borðaklæðningu.
Í breytingunum felst að skipta um glugga og hurðir í húsinu, breyta opnanlegum fögum og færa þau neðar og uppfæra björgunarop miðað við kröfur í byggingarreglugerð.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 09.05.2021.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4: Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt.

7.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2103026Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Svövu Pétursdóttur um stöðuleyfi fyrir ískofa á hafnarsvæðinu.
Umsókn umsækjanda um stöðuleyfi er samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn hafnarstjórnar.

8.Búðanesvegur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2105023Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir seinni áfanga framkvæmda við leikskólann að Búðarnesvegi 2.
Gert er ráð fyrir að hámarki verði 20 börn á þeirri deild.
Leikskólinn er nú þriggja deilda með aðstöðu fyrir 74 börn og 13 starfsmenn, en eftir breytingu verða fjórar deildir og aðstaða fyrir 94 börn og 18 starfsmenn.

Leikskólinn er einnar hæðar L-laga bygging með tveimur inngöngum fyrir börn og einum fyrir starfsfólk, en vörumóttaka er við eldhús.
Sótt er um leyfi vegna viðbyggingar/stækkunar á leikskólanum um eina deild en burðarvirki hússins er steinsteypa.
Rými sem nú er notað sem geymsla verður breytt í fataherbergi fyrir nýju deildina.

Leikskólinn, Búðarnesvegi 2, er byggður árið 2006 skv. skráningu í Þjóðskrá Íslands og er brúttóflatarmál hans 556,3 m2 en verður 626,8 m2 eftir stækkun.
Lóð leikskólans er 6.419 m2 að stærð skv. Þjóðskráa Íslands.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Arkís arkitektum, dags. 14.04.2021.
Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag fyrir svæðið.
Fyrirliggjandi umsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

9.Umsókn um stöðuleyfi - fish

Málsnúmer 2104017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir Fish&Chips vagn.
Umsókn umsækjanda um stöðuleyfi er samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn hafnarstjórnar.

10.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2103031Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn Kristínar Helgadóttur um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn.
Umsókn umsækjanda um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn er samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?