Fara í efni

Skólastígur 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2104024

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14. fundur - 03.06.2021

Eigandi íbúðar á efri hæð, 01-0201, sækir um leyfi fyrir breytingu á gluggum frá áður samþykktum teikningum vegna Skólastígs nr. 28.
Um er að ræða breytigu á glugga á 1. hæð og 2. hæð skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 13.05.2019, breytt 11.04.2021.

Skólastígur 28 eru tveir matshlutar, matshluti 01 sem er tvíbýlishús byggt árið 1945 og bílskúr byggður árið 1955.
Íbúðarhúsið sem er steinsteypt, skiptist í tvær íbúðir auk sameignar.
Stærð lóðar er 740 m2 skv. þinglýstum lóðarleigusamningi frá árinu 1945.
Í gildi er eignaskiptayfirlýsing frá árinu 2020.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4: Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.
Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt með fyrirvara um að skilað verði inn til byggingarfulltrúa skriflegu samþykki eiganda neðri hæðar vegna breytinganna.
Getum við bætt efni síðunnar?