Fara í efni

Búðanesvegur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2105023

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14. fundur - 03.06.2021

Sótt er um leyfi fyrir seinni áfanga framkvæmda við leikskólann að Búðarnesvegi 2.
Gert er ráð fyrir að hámarki verði 20 börn á þeirri deild.
Leikskólinn er nú þriggja deilda með aðstöðu fyrir 74 börn og 13 starfsmenn, en eftir breytingu verða fjórar deildir og aðstaða fyrir 94 börn og 18 starfsmenn.

Leikskólinn er einnar hæðar L-laga bygging með tveimur inngöngum fyrir börn og einum fyrir starfsfólk, en vörumóttaka er við eldhús.
Sótt er um leyfi vegna viðbyggingar/stækkunar á leikskólanum um eina deild en burðarvirki hússins er steinsteypa.
Rými sem nú er notað sem geymsla verður breytt í fataherbergi fyrir nýju deildina.

Leikskólinn, Búðarnesvegi 2, er byggður árið 2006 skv. skráningu í Þjóðskrá Íslands og er brúttóflatarmál hans 556,3 m2 en verður 626,8 m2 eftir stækkun.
Lóð leikskólans er 6.419 m2 að stærð skv. Þjóðskráa Íslands.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Arkís arkitektum, dags. 14.04.2021.
Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag fyrir svæðið.
Fyrirliggjandi umsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?