Fara í efni

Bæjarráð - 628

Málsnúmer 2106002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lögð fram fundargerð 628. fundar bæjarráðs.
Framlagt til kynningar.

Bókun bæjarfulltrúa L-listans:
Vegna umræðna og samþykkta um mögulegar sameiningar sveitarfélaga á Snæfellsnesi og nágrenni vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
Undirritaður telur að sameining allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi geti orðið svæðinu til hagsbóta. Mikil samvinna og samstarf hefur verið undanfarna áratugi og er enn að aukast líkt og kemur fram á þessum bæjarstjórnarfundi og varðar samstarf um samrekstur á enbætti byggingafulltrúa og tæknideildar fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Einnig stendur fyrir dyrum samrekstur á íbúðaklasa fyrir fatlaða einstaklinga. Nú þegar eiga sveitarfélögin á Snæfellsnesi þ.e.a.s. Stykkishólmur, Helgafellssveit, Eyja og Miklholtshreppur, Grundarfjörður og Snæfellsbær í mikilli samvinnu. Þar ber að nefna Svæðisgarðinn, Félags- og skólaþjónustuna, í málefnum fatlaðra, um Fjölbrautarskóla Snæfellinga, Byggðarsamlagið o.fl. Landfræðilega er það einnig mjög eðlilegt og aðgengilegt að sameina þessi sveitarfélög. Samstarf á milli félagasamtaka og einstaklinga hefur einnig aukist á undanförnum árum á t.d. sviði íþróttaiðkunar og menningar. Samkvæmt upplýsingum um fjárhagslegan hvata til sameiningar næmu greiðslur úr jöfnunarsjóði og ríki um 2 milljörðum ef til sameiningar áðurnefndra sveitarfélaga kæmi. Ég tel að með sameiningu yrði svæðið enn öflugrara atvinnu- og þjónustusvæði auk þess sem möguleikar á markaðssetningu svæðissins og hæfni til rekstrar eykst.
Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi L-lista
Getum við bætt efni síðunnar?