Fara í efni

Skúlagata 26 A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2108001

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16. fundur - 26.08.2021

Björgvin Ólafsson sækir um leyfi fyrir breytingum á Skúlagötu 26 A.
Um er að ræða gagngerar endurbætur og breytingar á húsi, innra skipulagi og útliti breytt auk þess sem húsið verður stækkað.
Að utan verður húsið klætt timburklæðningu. Skv. skráningu hjá Þjóðskrá Íslands er byggingarár hússins skráð 1950.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá Plan teiknistofu.
Núverandi stærð hússins skv. skráningu hjá Þjóðskrá Íslands er 72,5 m2 birt stærð/brúttóstærð og 326,5 m3 brúttórúmmál en eftir breytingu verður birt stærð hússins 106 m2 og brúttórúmmál 353,4 m3. Samanlagt flatarmál beggja hæða verður 137 m2.
Mesta mænishæð verður 5,0 m.
Lóðin er 1.833 m2 að stærð skv. lóðarleigusamningi dags. 22.01.2021 en skv. honum er á lóðinni kvöð um að ekki sé leyfð geymsla lausafjármuna á lóðinni.
Núverandi fasteign er skráð sem vörugeymsla og í skattflokki C skv. Þjóðskrá Íslands.
Í gildi er breyting á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms, sem upphaflega var samþykkt í bæjarstjórn Stykkishólms þann 28.08.2003, fyrir lóðina Skúlagötu 26 A, dags. 10.10.2019, sem samþykkt var í bæjarstjórn Stykkishólms þann 13.02.2020, þar sem gert er ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði endurbyggt og því breytt í íbúðarhús með möguleika á stækkun byggingarreits við norðvesturhlið hússins og verði hann 3 x 10 metrar eða 30 m2 á einni hæð. Nýtingarhlutfall deiliskipulagsins verður 0,08 sem þýðir að heimilt er að byggja allt að 146,64 m2 íbúðarhús á lóðinni.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum svo sem gildandi deiliskipulagi á svæðinu.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?