Fara í efni

Sæmundarreitur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2108010

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16. fundur - 26.08.2021

Ragnheiður Jónasdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Sæmundarreit 2.
Um er að ræða timburhús á forsteyptum sökkli og steyptri gólfplötu. Útveggir eru timburveggir klæddir borðaklæðningu. Burðarvirki milligólfs er úr timbri. Þak er hefðbundið mænisþak klætt aluzink báruplötum.
Birt flatarmál hússins er 142 m2, brúttóflatarmál 153,2 m2, brúttórúmmál er 442,5 m3.
Hámarkshæð hússins er 6,68 m frá aðalhæð.
Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags.09.08.2021.

Í gildi er breyting á deiliskipulagi við Reitarveg dags. 27.01.2020, sem samþykkt var í bæjarstjórn Stykkishólms 26.03.2020.
Skipulagsskilmálar eru skv. samþykkt bæjarstjórnar Stykkishólms þann 27.04.2018 en skv. þeim skilmálum heitir umrædd lóð Sæmundarreitur 4 en ekki Sæmundarreitur 2.
Skv. núgildandi deiliskipulagi er lóðin 525 m2 að stærð. Heimilt er að byggja allt að tvær hæðir og ris á lóðinni, hámark 100 m2 að grunnfleti. Hámarks nýtingarhlutfall er 0,5 sem þýðir að byggja má alls 262,5 m2 íbúðarhús innan byggingarreits. Hámarkshæð byggingar má vera allt að 8,0 m frá gólfi aðalhæðar.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum svo sem gildandi deiliskipulagi á svæðinu.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?