Fara í efni

Hjallatangi 17 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111024

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20. fundur - 08.03.2022

Sótt er um leyfi fyrir byggingu 96,9 fermetra timburhúss við Hjallatanga 17 skv. aðaluppdráttum frá VBV, dags. 9.11.2021
Fyrirliggjandi umsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki 160/2010 og byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.

Byggingaráformin eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 29.12.2022

Lögð eru fram drög að lóðaleigusamningi við lóðarhafa Hjallatanga 17.
Bæjastjórn samþykkir lóðarleigusamning vegna Hjallatanga 17 og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 31. fundur - 08.11.2023

Á 20. fundi byggingarfultrúa samþykkti byggingarfulltrúi umsókn um byggingarleyfi á einbýlishúsi við Hjallatanga 17.



Aðal burðarvirki hússins var timbur.



Leyfishafi hefur skilað inn uppfærðum uppdráttum þar sem meginburðarviki hússins breytist úr hefðbundu timburhúsi yfir í EPS SIP samlokueyningar.
Þar sem fyrir liggur yfirlýsing brunahönnuðar varðandi samlokueiningar, þar sem að fram kemur að einingarnar standist ákvæði byggingarreglugerðar með tilliti til brunavarna, gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við breytingu á burðarvirki.
Getum við bætt efni síðunnar?