Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

20. fundur 08. mars 2022 kl. 10:00 - 11:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sjávarflöt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer

Á 17. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn fyrir Sjávarflöt 6. Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Á 255. fundi skipulags- og byggingarnefndar var ákveðið að grenndarkynna umsóknina. Ein athugasemd barst úr grenndarkynningunni.

Á 256. fundi skipulags- og byggingarnefndar hafnaði nefndin umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi með tilvísun í athugasemd sem barst úr grenndarkynningunni og varðaði skuggavarp á nærliggjandi hús.

Á 635. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð bókun skipulags- og byggingarnefndar um að hafna byggingarleyfisumsókninni.

Á 407. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarráðs um að hafna umsókninni.

2.Hjallatangi 17 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111024Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir byggingu 96,9 fermetra timburhúss við Hjallatanga 17 skv. aðaluppdráttum frá VBV, dags. 9.11.2021
Fyrirliggjandi umsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki 160/2010 og byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.

Byggingaráformin eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

3.Silfurgata 11 - tilkynnt framkvæmd

Málsnúmer 2202019Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir reyndarteikningar af efri hæð Silfurgötu 11, ásamt tilkynningu um gluggaskipti sbr. uppdrætti frá W7 dagsett 09.02.2022.Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku á reyndarteikningum fyrir 2. hæð Silfurgötu 11.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við gluggaskiptin þar sem hún telst óveruleg sbr. gr 2.3.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

4.Hamraendi 6-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Skipavík sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 6-8.
Lóðin er 1.920 m2. Stærð hússins er 20 x 36,2 m eða samtals 732,2 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 724 m2, brúttórúmmál er 3828 m3. Um er að ræða 12 bil sem hvert um sig er um 60 m2 að stærð. Burðarvirki hússins er steinsteypa og límtré.

Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.
Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu er erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

5.Aðalgata 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202001Vakta málsnúmer

Á 19. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var óskað eftir umsögn Minjastofnunnar varðandi framkvæmdir við Aðalgötu 3 en elsti hluti hússins var byggður árið 1906. Jafnframt var óskað eftir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar á erindinu.

Minjastofnun hefur veitt jákvæða umsögn varðandi framkvæmdirnar en beðið er eftir staðfestingu á bókun skipulags- og byggingarnefndar er varðar framkvæmdir utanhúss.Í ljósi jákvæðra umsagna Minjastofnunnar varðandi frágang innanhúss samþykkir byggingarfulltrúi byggingaráform innanhúss.
Byggingarleyfi fyrir framkvæmdum innanhúss verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Á 408 fundi bæjarstjórnar voru framkvæmdir utanhúss teknar fyrir, þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag samþykkti bæjarstjórn að grenndarkynna erindið skv. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2, Aðalgötu 1 og Aðalgötu 2.

6.Höfðagata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Sara Gilles sækir, fyrir höfðagötu 1 ehf, um breytingar á samþykktum aðaluppdráttum (byggingarleyfi 1811003). Sótt er um að rífa hluta af byggingu á bakhlið húss, endurbyggja norð-austur hluta sem stakt hús og breyta í vinnustofu. breyta innraskipulagi og útliti suðvesturhluta hússin. Fækka gistiherbergjum niður í 5. 4 tveggjamanna og eitt fjölskylduherbergi.
Fyrirhuguð breyting á Höfðagötu 1 fellur að markmiðum og skipulagsskilmálum sem settar eru fram í deiliskipulagi Þinghússhöfðafrá 2011 hvað varðar útlitsbreytingu, flatarmál, hæð og form og kallar.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands vegna breytinganna dags. 7.04.2021.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni síðunnar?