Fara í efni

Staðfesting kjörskrár vegna sameiningakosninga þann 26. mars 2022

Málsnúmer 2203015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 637. fundur - 10.03.2022

Lögð fram kjörskrá Stykkishólmsbæjar fyrir kosningu um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar sem fara fram laugardaginn 26. mars 2022, sbr. III. kafli laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna. Á kjörskrá eru 837 manns.
Bæjarráð staðfestir framlagða kjörskrá og felur bæjarstjóra umboð til að undirrita hana, yfirfara og staðfesta breytingar sem kunna að verða gerðar á kjörskránni fram til kosninga í samræmi við III. kafla laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna. Þær breytingar sem kunna að vera gerðar á kjörskránni verða lagðar fram og kynntar á næsta fundi bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?