Fara í efni

Bæjarráð

637. fundur 10. mars 2022 kl. 11:00 - 11:16 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá
Í samráði við fulltrúa allra lista í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og formann bæjarráðs er fallið frá skilyrðum 2. mgr. 29. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar varðandi boðun fundarins.

Fundarmenn samþykkja frávik samhljóða.

1.Staðfesting kjörskrár vegna sameiningakosninga þann 26. mars 2022

Málsnúmer 2203015Vakta málsnúmer

Lögð fram kjörskrá Stykkishólmsbæjar fyrir kosningu um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar sem fara fram laugardaginn 26. mars 2022, sbr. III. kafli laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna. Á kjörskrá eru 837 manns.
Bæjarráð staðfestir framlagða kjörskrá og felur bæjarstjóra umboð til að undirrita hana, yfirfara og staðfesta breytingar sem kunna að verða gerðar á kjörskránni fram til kosninga í samræmi við III. kafla laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna. Þær breytingar sem kunna að vera gerðar á kjörskránni verða lagðar fram og kynntar á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:16.

Getum við bætt efni síðunnar?