Fara í efni

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 2206039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1, sem er fyrsti áfangi við að sameina reikninga og áætlanir sveitarfélaga. Lagfæringar vegna breytinga á Dvalarheimili og rekstur eldhúss,við Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2022-2025.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum viðauka 1 við Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2022-2025. Bæjarráð tók fram að um sé að ræða fyrsta áfanga við að sameina reikninga og áætlanir eftir sameiningu sveitarfélaganna, en eftir eigi m.a. að gera lagfæringar vegna breytinga á Dvalarheimili og rekstur eldhúss.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar er lagður fram til samþykkis í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar með fjórum atkvæðum H-listans, en fulltrúar Í-listans sitja hjá.


Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var lagður fram viðauki þar sem búið var að setja saman áætlanir frá Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit sem upphafspunkt fyrir sameinað sveitarfélag. Sú vinna heldur nú áfram og eru nú lagðar fram þó nokkrar breytingar til að fá sem réttasta stöðu og er áhrifin af þessum viðauka sú að rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 31 milljón. Þessari vinnu er ekki lokið og ljóst að það þarf að taka þetta í nokkrum skrefum og því munu nokkrir viðaukar fylgja í kjölfarið á næstu fundum. T.d. á eftir að taka tillit til breytinga í verðbólgu sem munu hafa veruleg áhrif á rekstur ársins og líklega næstu ára. Nýjustu fréttir af verðbólgu upp á 8,8% er hækkun upp á 5,5% miðað við forsendur sem voru lagðar fyrir þegar fjárhagsáætlun var gerð en það eitt sér er aukinn rekstrarkostnaður upp á a.m.k 135 milljónir á árinu. Fréttir af því að verðbólga muni hækka enn frekar og jafnvel vera eitthvað viðvarandi eru sláandi og ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Framkvæmdaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári er ansi metnaðarfull, meira segja í góðæri og var ein af helstu ástæðum þess að minnihluti samþykkti ekki fjárhagsáætlun ásamt því að veltufé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgunum lána sem er eitthvað sem verður að taka á. Við teljum að endurskoða þurfi framkvæmdaáætlunina með tilliti til þeirra efnahagsaðstæðna sem eru komnar upp og taka sérstaklega tillit til áðurnefndra þátta.
Þar sem að framlagður viðauki er „verk í vinnslu“ og lýsir ekki enn nógu vel núverandi stöðu sameinaðs sveitarfélags, kjósum við að sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Getum við bætt efni síðunnar?