Fara í efni

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

2. fundur 30. júní 2022 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti
  • Heiðrún Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1

Málsnúmer 2206004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 1

Málsnúmer 2206007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 193 og 1.

Málsnúmer 2205001FVakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 193. fundar skóla- og fræðslunendar Stykkishólmsbæjar og 1. fundar skóla- og fræðslunefndar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1

Málsnúmer 2204006FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðanefndar frá fundum númer 201,202 og 203.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 168. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um stöðuleyfi - Meistarinn matarvagn

Málsnúmer 2206034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi til 1. október 2022 fyrir "Meistarann" matarvagn, sem staðið hefur tímabundið við Hólmgarð undanfarin ár.

Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum fyrir sitt leyti að veita stöðuleyfi til 1. október 2022 fyrir matarvagn við Hólmgarð.

Bæjarráð lagði á 1. fundi sínum til við bæjarstjórn að staðfesta heimild byggingarfulltrúa til útgáfu stöðuleyfis til 1. október 2022 fyrir matarvagn við Hólmgarð.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

8.Umsókn um stöðuleyfi - Ískofinn

Málsnúmer 2205001Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi fyrir Ískofann til 31. ágúst 2022, en matarvagninn hefur staðið tímabundið á hafnarsvæðinu undanfarin ár.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita stöðuleyfi til 31. ágúst 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

Bæjarráð lagði á 1. fundi sínum til við bæjarstjórn að staðfesta heimild byggingarfulltrúa til útgáfu stöðuleyfis til 31. ágúst 2022 fyrir Ískofann.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

9.Umsókn um stöðuleyfi - Fish&Chips matarvagn

Málsnúmer 2204009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir Fish&Chips matarvagn til 15. nóvember 2022, en matarvagninn hefur staðið tímabundið á hafnarsvæðinu undanfarin ár.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita stöðuleyfi fyrir matarvagn til 15. nóvember 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

Bæjarráð lagði á 1. fundi sínum til við bæjarstjórn að staðfesta heimild byggingarfulltrúa til útgáfu stöðuleyfis til 15. nóvember 2022 fyrir Fish&Chips matarvagn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

10.Umsókn um stöðuleyfi - Fish&Chips geymsluskúr

Málsnúmer 2204010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um framlengingu á stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir geymsluskúr sem staðið hefur tímabundið á hafnarsvæðinu undanfarin ár.

Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn um stöðuleyfi til 15. nóvember 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

Bæjarráð lagði á 1. fundi sínum til við bæjarstjórn að staðfesta heimild byggingarfulltrúa til útgáfu stöðuleyfis geymsluskúrs til 15. nóvember 2022 fyrir Fish&Chips matarvagn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

11.Lóðarumsókn Hjallatanga 15

Málsnúmer 2107007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni House Doctor ehf. um að framlengja úthlutunin sem bæjarráð samþykkti á 629. fundi sínum þann 26. júlí 2021.

Bæjarráð benti 1. fundi sínum á að í grein 3.4 í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem gildir fyrir hið sameinaða sveitarfélag, er byggingarfrestur á lóð 12 mánuðir frá úthlutun og skal þá miðað við þá dagsetningu þegar lóðarúthlutun er staðfest. Tiltekið er sérstaklega í greininni að byggingarfrestur sé sá tími sem lóðarhafi hafi til að fá byggingarleyfi ásamt því að hefja framkvæmdir á lóðinni. Hafi byggingarleyfi ekki verið veitt eða framkvæmdir ekki hafist á lóðinni að byggingarfresti liðnum fellur lóðarúthlutunin úr gildi.

Bæjarráð tók fram að ekkert í gögnum málsins eða í rökstuðningi lóðarhafa með fyrirliggjandi erindi gefi tilefni til þess að ætla að ágallar hafi verið á málsmeðferð sveitarfélagsins, að skort hafi á miðlun upplýsinga til lóðarhafa af hálfu sveitarfélagsins eða að rekja megi tafir á meðferð málsins að öðru leyti til sveitarfélagsins.

Með vísan til framanritaðs sá bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.

Bæjarráð vakti athygli lóðarhafa á þeim takmörkunum sem f-liður 1. mgr. 2. gr. reglna Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði setur fyrri lóðarhöfum varðandi umsóknir lóða komi til þess að lóðarúthlutun lóðarhafa falli niður að byggingarfresti liðnum, en samkvæmt f-lið 1. mgr. 2. gr. reglnanna telst lóðarumsókn ekki gild hafi umsækjandi áður fengið viðkomandi lóð úthlutaða og aðrar umsóknir eru um viðkomandi lóð. Sé fyrrum lóðarhafi hins vegar eini umsækjandi að viðkomandi lóð er heimilt að úthluta honum lóðinni að nýju.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

12.Lóðarleigusamningar - Sæmundarreitur 1 og 2

Málsnúmer 2206046Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamningum sveitarfélagsins vegna Sæmundarreitar 1 og 2. Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjóra verði veitt umboð til frágangs þeirra og undirritunar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra.

13.Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Grenndarkynning

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dags. 26. apríl 2022, þar sem sótt er um byggingarleyfi til að byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á einni hæð með milliloftum yfir hluta hússins.Lóðin er 3700m2 og stærð hússins er 34x24,2 að grunnfleti. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.

Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum afgreiðslur skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Í-listinn leggur því til að hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn fari í deiliskipulagsferli í ljósi þessa skýra ákvæðis í gr. 3.3.8 í aðalskipulaginu, einnig skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Hafnað með 4 atkvæðum H-listans gegn 3 atkvæðum Í-listans.

Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum H-listans gegn 3 atkvæðum Í-listans.


Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Á fundi skipulagsnefndar þann 22. Júní sl. var tekin fyrir beiðni Asco Harvester ehf um byggingarleyfi fyrir 958,9 m2 iðnaðarhúsnæði á lóðinni Nesvegur 22A. Beiðnin um byggingarleyfið hafði áður borist byggingarfulltrúa sem vísaði málinu til Skipulagsnefndar til nánari umfjöllunar þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Það hefur legið fyrir, frá því að félagið sótti um lóðina, að þar eigi að reisa þörungaverksmiðju og því ekki hægt að fjalla um málið eins og um hefðbundið iðnaðarhúsnæði sé að ræða líkt og skipulagsnefnd gerði, án þess að horfa til þeirrar starfsemi sem þar á að vera. Í fundargerð skipulagsnefndar er vísað í greinagerð fyrir aðalskipulag Stykkishólmsbæjar 2002-2022 n.t.t gr 3.3.8 sem fjallar um Athafnsvæði/Hafnarsvæði. Í greininni segir: Markmiðið er að hafa tiltæk svæði fyrir sem fjölbreyttasta atvinnustarfsemi. Stefnt er að enn betri nýtingu núverandi hafnar- og athafnasvæða og er deiliskipulagning þeirra verkfæri til þess.
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir


Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Bæjarfulltrúar H-listans minna á að hér er um atvinnusvæði að ræða og verið að sækja um byggingarleyfi til þess að fá að byggja atvinnuhúsnæði undir hafsækna starfsemi á lóð þar sem áður stóð m.a. steypistöð í fullri starfsemi. Þá er fyrir á svæðinu og við höfnina umtalsverð atvinnustarfsemi og mun byggingin ekki hafa sjónræn áhrif svo einhverju nemur gagnvart íbúum í nágrenningu. Fyrir liggur að nær öll atvinnuhúsnæðin á svæðinu hafa verið byggð án þess að deiliskipulag liggi fyrir. Af þessum sökum treysta bæjarfulltrúar H-listans mati skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar á málsmeðferð og við mat á hverjum skuli grenndarkynna, enda var þessi niðurstaða fengin að undangenginni ítarlegri umfjöllun nefndarinnar. H-listinn telur að klára þurfið deiliskipulag fyrir bæði hafnarsvæðin á kjörtímabilinu en þar sem sú vinna er skammt á veg komin er ekki vert að stöðva þessa framkvæmd sökum óvissu um tímasetningu þess.

Hrafnhildur Hallvarsdóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir

14.Höfðagata 7 - Grenndarkynnning

Málsnúmer 2205004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem sótt er um að byggja tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar. Nýjir skjólveggir og pallur stækkaður til að koma fyrir heitum potti.

Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022

Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.

Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Í samræmi við afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna framangreindum lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

15.Tilkynningaskyld framkvæmd - Laufásvegur 7 - Grenndarkynning

Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn þar sem sótt er um að fá að klæða hús að Laufásvegi 7 með standandi zink klæðningu.

Samkvæmt grein 2.3.6 í byggingarreglugerð er nýklæðning þegar byggðra mannvirkja tilkynningaskyld sé hún í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.

Í deiliskipulagi fyrir svæðið er kveðið á um að heimilt sé að klæða útveggi með eftirfarandi klæðningum, steinsteyptir/múrhúðaðir, standandi timburklæðning, standandi báruð málmklæðning og listuð pappaklæðning.

Þar sem ekki er minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulaginu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa á 1. fundi sínum að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Í samræmi við afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna framangreindum lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

16.Samningur um rekstur á eldhúsi

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur Stykkishólmsbæjar og HVE um rekstur á eldhúsi í sjúkrahúsi HVE að Austurgtu 7.

Bæjarráð samþykkti á 2. fundi sínum samning Stykkishólmsbæjar og HVE um rekstur á eldhúsi í sjúkrahúsi HVE að Austurgtu 7.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

17.Dagdvalarrými í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit

Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer

Í samræmi við samning Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytið hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekið yfir rekstur hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi frá og með 1. júní s.l., en á grunni samkomulags við sveitarfélagið mun rekstur hjúkrunarheimilisins vera að Skólastíg 14 þar til heimilið verður flutt í nýtt hjúkrunarheimili sem verið er að byggja í St. Franciskus-spítalanum í Stykkishólmi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja nú fyrir hefur frá og með 1. Júní sl. Heilbrigðisstofnun Vesturlands ekki sinnt dagdvöl aldraðra líkt og gert var af hálfu Stykkishólmsbæjar, þrátt fyrir að brýn þörf sé á slíkri þjónustu í sveitarfélaginu og stefnumörkun ríkisins leggi áherslu á að fjölga þeim úrræðum á næstu árum.

Um er að ræða afar mikilvægt úrræði sem starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum enstaklinga 60 lagði ríka áherslu á að yrði haldið úti og sú þjónusta yrði efld enn frekar.

Bæjarráð lýsti, á 1. fundi sínum, þungum áhyggjum á þeirri stöðu sem komin er upp varðandi skort á þjónustu í dagdvöl í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Um er að ræða mikilvæga heilbrigðisþjónustu sem sinnt hefur verið af hálfu hjúkrunarheimilisins meðan það var í rekstri sveitarfélagsins, en frá og með yfirtöku Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á rekstri hjúkrunarheimilisins virðist þjónustan ekki vera í boði. Bæjarráð minnir á að aðstaða fyrir dagdvalarrými í sveitarfélaginu var eitt af áherslumálum samstarfsnefndar um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, sem samþykkt var af íbúum beggja sveitarfélaga 26. mars 2022, og kynntar voru heilbrigðisráðherra 10. mars 2022, en á þeim fundi kom fram af hálfu innviðaráðherra og heilbrigðisráðherra að forgangsröðun og áherslur ríkisstjórnar myndu taka mið af þeim málefnum sem liggja til grundvallar sameiningu. Þar sem dagdvöl er skilgreind sem fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, líkt og t.d. heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili, fer vel á því að slík þjónusta sé rekin samhliða rekstri hjúkrunarheimilis sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands, enda skal í dagdvöl aldraðra m.a. veita hjúkrunar- og læknisþjónustu, sbr. reglugerð 1245/2016, um dagdvöl aldraðra. Þá er minnt á að í stefnu heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu aldraðra, kemur fram að fjölga þurfum dagdvalarrýmum um 10% á næstu árum. Þar sem Stykkishólmsbær og Helgafellssveit er enn með úthlutað tveimur dagdvalarrýmum og er sveitarfélagið reiðubúið til samstarfs um þau þar til Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær úthlutað dagdvalarrýmum, enda ljóst að engin aðstaða er til staðar innan sveitarfélagsins til þess að bjóða upp á þessa aðstöðu nema innan hjúkrunarheimilisins sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Óskaði bæjarráð eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands komi til fundar með fulltrúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu til þess að ræða þessa stöðu sem uppi er og mögulegar lausnir til þess að tryggja þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

18.Skólastefna sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri skólastefnu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Á 1. fundi skóla- og fræðslunefndar kom Ingvar Sigurgeirsson, sem unnið hefur að endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins, á fund nefndarinnr og gerði grein fyrir vinnunni og svaraði spurningum. Samþykkti nefndin fyrirliggjandi endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins.

Á 1. fundi bæjarráðs kom Ingvar Sigurgeirsson ásamt Lilju M. Jónsdóttur fyrir ráðið og gerðu þau grein fyrir vinnu við endurskoðun stefnunnar. Á fundinum þakkaði bæjarráð starfshóp um endurskoðun að skólastefnu fyrir vel unnin störf og vísaði stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar starfshóp um endurskoðun að skólastefnu sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og samþykkir endurskoðaða skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit 2022-2027.

19.Jafnlaunastefna Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Málsnúmer 1911016Vakta málsnúmer

Lögð fram jafnlaunastefna sveitarfélagsins, í annað sinn, til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir stefnuna.

20.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra á 1. fundi sínum að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþróttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Bæjarráð vísaði skýrslunni jafnframt vísað til umsagnar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmannafélagsins Snæfells og Golfklúbbsins Mostra.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar starfshóp um framtíðarskipulag tjaldsvæðis í Stykkishólmi fyrir vel unnin störf og greinargóðar tillögur.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

21.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn er lögð fram eftirfarandi ályktun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 23. júní 2022, sem samþykkt var á 1. fundi bæjarráðs og lagt til að bæjarstjórn teki undir ályktunina:

Sameiginlegt sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri grafalvarlegu stöðu sem hefur verið uppi varðandi öryggismál Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, en Stykkishólmsbær hafði ítrekað bent á að bregðast þurfi við þar sem núverandi ferja uppfylli ekki viðeigandi öryggiskröfur.

Minnir sveitarfélagið á að 15 mánuðir eru síðan að litlu mátti muna að illa færi þegar núverandi ferja varð vélarvana á miðjum firðinum 11. mars 2021 þar sem tók rúman sólarhring að draga ferjuna í land í Stykkishólmi við slæm skilyrði. Í millitíðinni hefur Breiðafjarðarferjan Baldur tvisvar til viðbótar bilað og/eða orðið vélarvana á Breiðafirði, nú síðast 18. júní sl. Mikil mildi að ekki skildi fara verr í öll þau skipti sem þessar tíðu bilanir hafa átt sér stað.

Stykkishólmur og Helgafellssveit áréttar að núverandi ferja hefur einungis eina vél, en við Breiðafjörð hafa allar ferjurnar sem hafa þjónustað svæðið frá 1955 haft tvær vélar utan núverandi ferju. Það liggur í augum uppi að ítrekaðar bilanir á því sérstaka svæði sem Breiðafjörðurinn er með skerjum, boðum og eyjum ásamt sterkum straumum og úthafsöldu sýni svo ekki sé um villst að tvær vélar eru nauðsynlegar fyrir ferju á þessari siglingarleið.

Innviðaráðherra og samgönguyfirvöld bera ábyrgð á að öruggar samgöngur séu um Breiðafjörð. Langur tími er liðinn frá því að því að núverandi ferja varð vélavana við hættulegar aðstæður og enn er beðið eftir að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir. Ákvörðun um nauðsynlegar breytingar á hafnarmannvirkjum í Stykkishólmi, Flatey og Brjánslæk og fjármögnun þeirra hefði t.a.m. þurft að liggja fyrir á vordögum 2021 þannig að framkvæmdir gætu hafist á fyrri hluta þessa árs. Með því hefði verið hægt að tryggja að skip sem uppfyllir nútíma öryggiskröfur og þjónar betur hagsmunum samfélagsins væri farin að sinna ferjusiglingum um Breiðafjörð.

Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að engir hagsmunir gleymist þegar verið er að ræða um lausnir í ferjumálum, því allir eiga þeir að vega jafn mikið, hvort sem um er að ræða fiskeldi á Vestfjörðum, ferðaþjónustu eða íbúa í Flatey. Ferja um Breiðafjörð þarf að geta þjónustað allt samfélagið í kringum fjörðinn og því er málið í eðli sínu afar mikilvægt byggðamál, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem búa í Flatey og þurfa öruggar samgöngur og tryggan flutning á vatni, olíu og öðrum nauðsynjum sem og aðra sem dvelja í eyjunni til skemmri eða lengri tíma.

Alþingi og ríkisstjórn, sér í lagi innviðaráðherra, þarf að mati sveitarfélagsins því tafarlaust að sýna fyrirhyggju og festu í þessu máli. Tryggja þarf að Vegagerðin hafi skýra stefnumörkun til þess að vinna eftir og fjármuni til þess bregðast við þannig að tryggja megi öruggar ferjusiglingar um Breiðafjörð næsta haust ef þess er nokkur kostur. Sveitarfélagið leggur áherslu á mikilvægi þess að leita allra leiða við finna hentugt skip sem myndi geta hafið siglingar með minniháttar breytingum á hafnarmannvirkjum, á meðan verið er að undirbúa þær breytingar sem hugsaðar eru á hafnarmannvirkjum til framtíðar.

Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að ef önnur ferja getur ekki hafið siglingar næsta vetur þá þarf viðeigandi viðbúnað í Stykkishólmi til þess að tryggja megi betur öryggi sjófarenda, t.d. dráttarbát staðsettan í Stykkishólmi og efla sjóbjörgunargetu. Er slíkur viðbúnaður jafnframt nauðsynlegur svo hægt verði að byggja aftur upp nauðsynlegt traust á siglingum með núverandi ferju.

Stykkishólmur og Helgafellssveit fagnar þeirri skýru framtíðarsýn ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem innviðaráðherra hefur talað fyrir, um að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sé að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar. Sveitarfélagið leggur hins vegar áherslu á mikilvægi þess að hraða þeirri vinnu eins og hægr er og nægjanlegt fjármagn verði tryggt í samgönguáætlun þannig að hægt verði að hefja ferjusiglingar á Breiðafirði með þeirri ferju eins fljótt og verða má.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs og leggur áherslu á að tryggja þurfi viðeigandi fjárheimildir í fjármálaátælun 2022-2026, bæði til bráðabirgðaaðgerða og til smíði nýs skips, og að fyrirliggjandi áætlanir endurspeglist í fimm ára samgönguáætlun.

22.Sameiningarviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir að nafni sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar sem bárust í samráðsgátt betraísland.is.

Bæjarstjórn samþykkti á 1. fundi sínum, að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum að senda eftirfarandi nöfn á sveitarfélaginu verði send til umsagnar Örnefnanefndar.

-Þórsnesþing
-Stykkishólmsbær
-Stykkishólmsbær og Helgafellssveit
-Stykkishólmur og Helgafellsveit
-Helgafellssveit
-Sveitarfélagið Stykkishólmur
-Breiðafjarðarbær
-Breiðafjarðarbyggð

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

23.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Málsnúmer 2206039Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum viðauka 1 við Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2022-2025. Bæjarráð tók fram að um sé að ræða fyrsta áfanga við að sameina reikninga og áætlanir eftir sameiningu sveitarfélaganna, en eftir eigi m.a. að gera lagfæringar vegna breytinga á Dvalarheimili og rekstur eldhúss.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar er lagður fram til samþykkis í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar með fjórum atkvæðum H-listans, en fulltrúar Í-listans sitja hjá.


Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var lagður fram viðauki þar sem búið var að setja saman áætlanir frá Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit sem upphafspunkt fyrir sameinað sveitarfélag. Sú vinna heldur nú áfram og eru nú lagðar fram þó nokkrar breytingar til að fá sem réttasta stöðu og er áhrifin af þessum viðauka sú að rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 31 milljón. Þessari vinnu er ekki lokið og ljóst að það þarf að taka þetta í nokkrum skrefum og því munu nokkrir viðaukar fylgja í kjölfarið á næstu fundum. T.d. á eftir að taka tillit til breytinga í verðbólgu sem munu hafa veruleg áhrif á rekstur ársins og líklega næstu ára. Nýjustu fréttir af verðbólgu upp á 8,8% er hækkun upp á 5,5% miðað við forsendur sem voru lagðar fyrir þegar fjárhagsáætlun var gerð en það eitt sér er aukinn rekstrarkostnaður upp á a.m.k 135 milljónir á árinu. Fréttir af því að verðbólga muni hækka enn frekar og jafnvel vera eitthvað viðvarandi eru sláandi og ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Framkvæmdaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári er ansi metnaðarfull, meira segja í góðæri og var ein af helstu ástæðum þess að minnihluti samþykkti ekki fjárhagsáætlun ásamt því að veltufé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgunum lána sem er eitthvað sem verður að taka á. Við teljum að endurskoða þurfi framkvæmdaáætlunina með tilliti til þeirra efnahagsaðstæðna sem eru komnar upp og taka sérstaklega tillit til áðurnefndra þátta.
Þar sem að framlagður viðauki er „verk í vinnslu“ og lýsir ekki enn nógu vel núverandi stöðu sameinaðs sveitarfélags, kjósum við að sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

24.Tilnefning í stjórn Gagnaveitu Helgafellssveitar

Málsnúmer 2206037Vakta málsnúmer

Lagt er til að Jakob Björgvin S. Jakobsson verði tilnefndur í stjórn Gagnaveitu Helgafellssveitar og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir til vara.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

25.Tilnefning í stjórn Jeratúns ehf.

Málsnúmer 2206038Vakta málsnúmer

Lagt er til að Jakob Björgvin S. Jakobsson verði tilnefndur í stjórn Jeratúns ehf. og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir til vara.
Lögð fram sú breytingartillaga að Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir verði tilnefnd sem varamaður í stjórn í stað Hrafnhildar Hallvarðsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir að Jakob Björgvin S. Jakobsson verði tilnefndur í stjórn Jeratúns ehf. og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir til vara.

26.Kjör nefnda í samræmi við samþykktir sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 1. fundi sínum að fresta kjöri nefndarmanna í fastanefndir sveitarfélagsins að fráskildu kjöri í skipulagsnefnd, skóla- og fræðslunefnd og fulltrúum sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).

Fyrir bæjarstjórn liggur fyrir að ganga frá kjöri þeirra nefnda og ráða sem eftir standa, sbr. 48. gr. samþykkta um stjórn þess.
Nefndir til fjögurra ára:

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd:
Halldór Árnason formaður H-lista
Ásmundur S. Guðmundsson aðalmaður H-lista
Böðvar Sturluson aðalmaður H-lista
Lárus Ástmar Hannesson, aðalmaður Í-lista
Theódóra Matthíasdóttir, aðalmaður Í-lista
Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður H-lista
Arnar Geir Diego varamaður H-lista
Kári Geir Jensson varamaður H-lista
Þórleif Hjartardóttir, varamaður Í-lista
Ásgeir Héðinn Guðmundsson, varamaður Í-lista

Safna- og menningarmálanefnd:
Kristjón Daðason formaður H-lista
Arnór Óskarsson aðalmaður H-lista
Viktoría Líf Ingibergsdóttir aðalmaður H-lista
Anna Sigríður Melsteð, aðalmaður Í-lista
Halldóra Margrét Pálsdóttir, aðalmaður Í-lista
Jón Ragnar Daðason varamaður H-lista
Harpa Eiríksdóttir varamaður H-lista
Dagný Hermannsdóttir varamaður H-lista
Kristján Hildibrandsson, varamaður Í-lista
Gísli Sveinn Gretarsson, varamaður Í-lista

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd:
Gísli Pálsson formaður H-lista
Anna Margrét Pálsdóttir aðalmaður H-lista
Nanna Guðmundsdóttir, aðalmaður Í-lista
Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður H-lista
Ásmundur S. Guðmundsson varamaður H-lista
Lárus Ástmar Hannesson varamaður Í-lista

Velferðar- og jafnréttismálanefnd:
Klaudia Gunnarsdóttir formaður H-lista
Anna Lind Særúnardóttir aðalmaður H-lista
Arnar Geir Diego aðalmaður H-lista
Guðrún Magnea Magnúsdóttir, aðalmaður Í-lista
Gunnar Björn Haraldsson, aðalmaður Í-lista
Steinunn Helgadóttir varamaður H-lista
Halla Dís Hallfreðsdóttir varamaður H-lista
Sæþór Þorbergsson varamaður H-lista
Dagný Rún Þorgrímsdóttir, varamaður Í-lista
Hjalti Hrafn Hafþórsson, varamaður Í-lista

Æskulýðs- og íþróttanefnd:
Birta Antonsdóttir formaður H-lista
Gunnhildur Gunnarsdóttir aðalmaður H-lista
Gísli Pálsson aðalmaður H-lista
Rebekka Sóley Hjaltalín, aðalmaður Í-lista
Rósa Kristín Indriðadóttir, aðalmaður Í-lista
Gunnlaugur Smárason varamaður H-lista
Guðni Sumarliðason varamaður H-lista
Bergdís Eyland Gestdóttir varamaður H-lista
Gerður Silja Kristjánsdóttir, varamaður Í-lista
Gísli Sveinn Gretarsson, varamaður Í-lista

Öldungaráð:
Hildur Lára Diego Ævarsdóttir formaður H-lista
Guðmundu Kolbeinn Björnsson aðalmaður H-lista
Helga Guðmundsdóttir, aðalmaður Í-lista
Anna Margrét Pálsdóttir varamaður H-lista
Sæþór Þorbergsson varamaður H-lista
Jósep Ó. Blöndal varamaður Í-lista


Kjörið verður í dreifbýlisráð og Landbúnaðarnefnd þegar lokið hefur verið við breytingar á samþykktum sveitarfélagsins.
---

Stjórnir til fjögurra ára:

Hafnarstjórn:
Sigurður Páll Jónsson formaður H-lista
Eydís Jónsdóttir aðalmaður H-lista
Þröstur Ingi Auðunsson aðalmaður H-lista
Kristján Lár Gunnarsson, aðalmaður Í-lista
Unnur María Rafnsdóttir, aðalmaður Í-lista
Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður H-lista
Anna Margrét Pálsdóttir varamaður H-lista
Arnar Geir Diego varamaður H-lista
Erla Friðriksdóttir, varamaður Í-lista
Árni Ásgeirsson, varamaður Í-lista

Kjörstjórn:
Jóhannes Eyberg Ragnarsson formaður H-lista
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson aðalmaður H-lista
Steinunn María Þórsdóttir aðalmaður Í-lista
Guðrún Hauksdóttir varamaður H-lista
Guðný Pálsdóttir varamaður H-lista
Davíð Sveinsson varamaður Í-lista


Stjórn lista- og menningarsjóðs:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Magnúsdóttir
Haukur Garðarsson

Kjör í stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi er frestað þar sem það stendur til að leggja niður stjórnina með breytingum á samþykktum í ljósi yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimilisins til HVE (ríkisins).

---

Fulltrúar í aðrar stjórnir, ráð og nefndir:

Stjórn byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
Jakob Björgvin Jakobsson varamaður

Félagsmálanefnd (Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga)
Steinunn Alva Lárusdóttir aðalmaður H-lista
Steinunn María Þórsdóttir, aðalmaður Í-lista
Arnar Geir Diego varamaður H-lista
Róbert Arnar Stefánsson varamaður Í-lista

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Jakob Björgvin S. Jakobsson aðalmaður
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir varamaður H-lista

Fulltrúaráð Svæðisgarðs Snæfellsness:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður H-lista
Haukur Garðarsson aðalmaður Í-lista
Steinunn I. Magnúsdóttir varamaður H-lista
Ragnheiður Sveinsdóttir varamaður Í-lista

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður H-lista
Haukur Garðarsson aðalmaður Í-lista
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir varamaður H-lista
Ragnheiður Sveinsdóttir varamaður Í-lista

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands:
Halldór Árnason formaður H-lista
Steinunn I. Magnúsdóttir aðalmaður H-lista
Hjalti Viðarsson aðalmaður Í-lista
Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður H-lista
Kári Geir Jensson varamaður H-lista
Erla Friðriksdóttir varamaður Í-lista

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Hilmar Hallvarðsson aðalmaður H-lista
Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður Í-lista
Gunnar Ásgeirsson varamaður H-lista
Haukur Garðarsson varamaður Í-lista


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða allar nefndir, stjórnin og ráð sveitarfélagsins.

27.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit

Málsnúmer 1810057Vakta málsnúmer

Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn kjörtímabilið 2022-2026.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi siðareglur fyrir kjörtímabilið 2022-2026.

28.Sumarfrí bæjarstjórnar 2022

Málsnúmer 2206031Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar gerir það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 25. ágúst n.k og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8 gr., 1. og 2. mgr 33 gr. samþykktar um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?