Fara í efni

Tilboð til sveitarfélaga í Peers félagsfærninámskeið

Málsnúmer 2208029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Lagt fram tilboð Lífsbrunns ehf. til sveitarfélaga. Fyrirtækið býður Peers námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og/eða þunglyndi.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022

Lagt fram tilboð Lífsbrunns ehf. til sveitarfélaga. Fyrirtækið býður Peers námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og/eða þunglyndi. Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Lagt fram til kynningar.
Umræða skapaðist um námskeiðið og önnur sambærileg námskeið. Kom upp sú vangavelta að ekki væri æskilegt að bærinn eyrnamerkti fjármuni til eins ákveðins námskeiðs heldur ætti að styrkja einstaklinga til þátttöku á námskeiðum sem hentuðu hverjum og einum.
Getum við bætt efni síðunnar?