Fara í efni

Fyrirspurn um atvinnulóð fyrir vinnslu á kræklingi

Málsnúmer 2208038

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi með forsvarsmönnum Northlight Seafood varðadi fyrirspurn um hentuga atvinnulóð í nágrenni Stykkishólms til að setja upp vinnslu á kræklingi sem m.a. verður nýtt fyrir fæðu á eldislaxi. Formaður atvinnumálanefndar hefur einnig átt fund með sömu aðilum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar áhuga fyrirtækja sem hyggjast nýta sjávarauðlindir í Breiðafirði á grundvelli sjálfbærni til aukinnar verðmætasköpunar. Fyrirhugaðir grænir iðngarðar við Kallhamar og hringrásarhagkerfi eru ein leið til þess að byggja upp nýjan iðnað, skapa fjölbreytt störf og auka útflutningstekjur þar sem áhersla er á að draga úr losun, fanga, farga eða nýta það sem eftir stendur á sem sjálfbærastan hátt.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lagt fram erindi frá Northlight Seafood sem felur í sér umsókn um lóð undir framleiðslu kræklings og landeldi á laxi.

Bæjarstjóri átti fund sl. sumar með forsvarsmönnum Northlight Seafood varðandi áhuga fyrirtækisins á nýtingu sjávarauðlinda í Breiðafirði á grundvelli sjálfbærni til aukinnar verðmætasköpunar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við félagið um mögulegar lóðir sem verið sé að skipuleggja á Kallhömrum og Hamraendum.
Getum við bætt efni síðunnar?