Fara í efni

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

5. fundur 17. nóvember 2022 kl. 16:15 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs setti fundinn og veitti bæjarstjóra fundarstjórn.

Borin var upp tillaga um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins
með afbrigðum:

- Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 31 á dagskrá fundarins.

1.Skóla- og fræðslunefnd - 3

Málsnúmer 2211003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2

Málsnúmer 2211002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 2. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Safna- og menningarmálanefnd - 1

Málsnúmer 2211004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar safna- og menningarmálanefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Skipulagsnefnd - 4

Málsnúmer 2211001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Steinunn vék af fundi vegna tengsla.

5.Umsókn um lóð - Aðalgata 16

Málsnúmer 2211005Vakta málsnúmer

Þ.B.Borg - steypustöð ehf sækir um lóðina Aðalgötu 16.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni við Aðalgötu 16 til Þ.B.Borg - steypustöð ehf.
Steinunn kom inn á fundinn aftur.

6.Ósk um atvinnulóð undir framleiðslu kræklings og landeldis á laxi

Málsnúmer 2208038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Northlight Seafood sem felur í sér umsókn um lóð undir framleiðslu kræklings og landeldi á laxi.

Bæjarstjóri átti fund sl. sumar með forsvarsmönnum Northlight Seafood varðandi áhuga fyrirtækisins á nýtingu sjávarauðlinda í Breiðafirði á grundvelli sjálfbærni til aukinnar verðmætasköpunar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við félagið um mögulegar lóðir sem verið sé að skipuleggja á Kallhömrum og Hamraendum.

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram 914. fundargerð sjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Náttúrstofu Vesturlands

Málsnúmer 2106024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfundar Náttúrustofu Vesturlands sem fram fóru föstudagana 16. september sl. og 28. október sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 206. fundar Breiðafjarðarnefndar, haldinn 23. ágúst 2022, og 207. fundar Breiðafjarðarnefndar, haldinn 20. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar 2021

Málsnúmer 2211004Vakta málsnúmer

Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

11.Ályktanir Haustþings SSV

Málsnúmer 2211007Vakta málsnúmer

Ályktanir Haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2022 lagðar fram til kynningar ásamt umsögn um frumvarp til fjárlaga 2023.
Framlagt til kynningar.

12.Ágóðahlutagreiðsla 2022

Málsnúmer 2210020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Brunabótafélagi Íslands þar sem fram kemur að á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ hafi verið samþykkt að áfram muni hluti hagnaðar af starfsemi félagsins vera greiddur út til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

13.Dagdvalarrými

Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

14.Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 2211016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn. Skýrslan skiptist í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er fjallað um álag, vinnufyrirkomulag og kjör kjörinna fulltrúa. Í öðru lagi er fjallað um beinan stuðning við kjörna fulltrúa og fræðslu þeirra. Í þriðja og síðasta lagi er fjallað um upplýsingamiðlun, þátttöku/íbúalýðræði og uppbyggileg samskipti.
Lagt fram til kynningar

15.Almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2211030Vakta málsnúmer

Lögð fram greining VSÓ um almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi.
Lagt fram til kynningar.

16.Áform um breytingu á lögum menningarminjar - aldursfriðun mannvirkja

Málsnúmer 2211010Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um menningarminjar (aldursfriðun mannvirkja), mál nr. 141/2022 og nr. S-171/2022, þar sem lagt er til að endurskoðað verði aldursfriðunarákvæði fornleifa í lögum um menningarminjar nr. 80/2012, svokölluð 100 ára regla, sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í ágúst 2022 ásamt umsögnum sambandsins, dags. 15. ágúst 2022 og 6. október 2022, og Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2022, til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um frumvarpið.
Lagt fram til kynningar.

17.Skýrsla um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju skýrsla um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi frá í mars 2022. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði, á 2. fundi sínum, áherslu á mikilvægi þess að hið sameinaða sveitarfélag vinni áfram að þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni og horfi jafnframt til þess að styðja við ný tækifæri í atvinnumálum sem fylgja sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, t.d. í landbúnaði eða ferðaþjónustu í dreifbýli.
Lagt fram til kynningar.

18.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir áformum stjórnvalda um útvegun nýrrar ferju og úrbætur á hafnaraðstöðu og ferjuskipi til að tryggja öruggar ferjusiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í náinni framtíð. Þá eru lagðar fram ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að ríkið stefni að kaupum á nýrri ferju á næsta ári sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan unnið sé að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf.

Að öðru leyti er vísaði nefndin í fyrri ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins sem nefndin tekur heilshugar undir.
Lagt fram til kynningar.

19.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu

Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Magnúsi Kristjánssyni, stjórnarformanni Sjávarorku ehf. og framkvæmastjóra Orkusölunnar og Óla Grétari Blöndal Sveinssyni, stjórnarmanni í Sjávarorku og starfsmanni Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.
Lagt fram til kynningar.

20.Framboð á heitu vatni

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir fyrirhuguðum fundi með forsvarmönnum Veitna ohf. í næstu viku þar sem ræða á framtíðarorkuþörf fyrir sveitarfélagið, m.a. vegna þeirrar eftirspurnar sem er eftir heitu vatni í samfélaginu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði þunga áherslu á að Veitur hraði innviðauppbyggingu á svæðinu þannig að mögulegt sé að anna eftirspurn eftir heitu vatni og þannig fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, enda eru bein tengsl á milli áætlunar um fjölgun íbúa í sveitarfélaginu og fjölgun atvinnutækifæra vegna nýrrar atvinnustarfsemi sem ræðst af framboði á heitu vatni á svæðinu. Verið sé að horfa til þess heita vatns sem í boði er í þeirri holu sem staðsett er á Arnastöðum sem og til frekari öflunar heits vatns sem finna má á svæðinu, t.d. í námunda við Kóngsbakka.
Lagt fram til kynningar.

21.Nýting vindorku

Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar greindi bæjarstjóri frá erindi frá formanni starfshóps sem vinnur að tillögum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkaði bæjarstjóra fyrir kynninguna og hvatti íbúa og fyrirtæki til þess að horfa til nýrra lausn í orkuskiptum.
Lagt fram til kynningar.

22.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu uppbyggingar Acadian Seaplants í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

23.Kæra til Ú.U.A. vegna Víkugötu 5

Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna deiliskipulags miðbæjar Stykkishólms - reits austan Aðalgötu.

Lóðarhafi Víkurgötu 5 kærði þá ákvörðun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar frá 9. desember 2021 að samþykkja deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms - reitur austan Aðalgötu. Hann krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi en ella að sá hluti deiliskipulagsins sem lúti að tilfærslu á mörkum lóðanna Víkurgötu 3 og 5 yrði felldur úr gildi.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Stykkishólms frá 9. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

24.Nesvegur 22A - Úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis í Skipavík

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis fyrir Nesveg 22a, dags 28.10.2022.

Lóðarhafar Nestúns 4, ásamt 11 öðrum íbúum við götuna, kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A. Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.

Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Lagt fram til kynningar.

26.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir

Málsnúmer 2211033Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk Umhverfisstofnunar um tilnefningar í vatnasvæðanefndir með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála. Tilnefningar óskast eigi síðar en 21. nóvember n.k.
Bæjarráð tilefnir Jakob Björgvin S. Jakobsson, bæjarstjóra, sem aðalmann, og Steinunni Magnúsdóttur, sem varamann.

27.Móttaka flóttafólks á svæðinu

Málsnúmer 2211031Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, ásamt kröfulýsingu, kostnaðarlíkani og öðrum gögnum er tengjast móttöku flóttafólks.
Bæjarráð telur mikilvægt að skoða möguleika sveitarfélagsins til þess að taka þátt í þessu verkefni og vísar málinu til ferkari vinnslu í bæjarráði.

28.Innleiðing hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2211024Vakta málsnúmer

Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins koma til fundar við bæjarráð og kynna þær breytingar sem fyrir höndum eru og væntanlegar þjónustubreytingar o.fl. hjá sveitarfélaginu vegna þessa.
Bæjarráð samþykkir að boðað verði til íbúafundar og kynntar breytingar á flokkun og endurvinnslu úrgangs. Í framhaldi af íbúafundi verði gerð skoðannakönnun hjá íbúum hvort þeir vilji fjórðu tunnuna fyrir plast eða tvískipta tunnu þar sem pappi/pappír og plast væru í tvískiptu tunnunni. Settar verða 2-3 grenndarstöðvar í sveitarfélaginu fyrir textil, málma og gler. Jafnfræmt er bæjarstjóra falið að ganga til samninga um framlengja samnings við Íslenska Gámafélagið um 6 mánuði.

29.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Golfklúbbsins Mostra um skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag tjalsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Golfklúbbsins Mostra komi til fundar við bæjarráð til þess að ræða stækkun á húsi Golfklúbbsins Mostra m.a. með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti.

30.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 178. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands. Sveitarstjórnir þurfa að samþykkja fjárhagsáætlun skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir en gjaldskrá er gefin út af heilbrigðisnefnd.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsramma sem fram kemur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

31.Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt

Málsnúmer 2211041Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem birt hefur í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar ásamt minnisblaði þar sem farið er yfir helstu atriði sem fram koma í reglugerðinni, en frestur til að skila umsögn er til og með 28. nóvember 2022.
Bæjarráð fagnar því að fyrirliggjandi drög liggi fyrir og hvetur til þess að unnið verði hratt úr ábendingum og athugasemdum.

32.Skólastarf leikskólans um jólin 2022

Málsnúmer 2211002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög skólastjórnenda að bréfi til foreldra varðandi afslátt af gjöldum milli jóla og nýárs og þrjá daga fyrir jólin.
Bæjarráð samþykkir fyrirkomulag opnunar skólans fyrir jól og milli jóla og nýárs í samræmi við erindi skólastjóra.

33.Þjóðhátíðarnefnd

Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer

Kjör í Þjóðhátíðarnefnd vegna hátíðarhalda 17. júní 2023.
Bæjarráð vísar kjöri í Þjóðhátíðarnefnd til bæjarstjórnarfundar.

34.Umsögn vegna nýs lyfjasöluleyfis

Málsnúmer 2211021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf þar sem Lyfjastofnun óskar eftir umsögn Stykkishólmsbæjar um umsókn um nýtt lyfsöluleyfi.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við veitingu nýs lyfsöluleyfi fyrir Lyfju í Stykkishólmi.

35.Víkurgata 7 - lóðaleigusamningur

Málsnúmer 2211022Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að lóðaleigusamningi við lóðarhafa Víkurgötu 7.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

36.Bætt umferðaröryggi við gangbrautir í Stykkishólmi - Gangbrautarlýsing og blikkljósakerfi

Málsnúmer 2211028Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir hugmyndunum unnið hefur verið að er varðar bætt umferðaröryggi gangbrauta í Stykkishólmi og leggur fram kostnaðarmat og tillögu að lýsingu og skiltum við Grunnskólann í Stykkishólmi sem fyrsta skref í þeirri uppbyggingu, en lausnin felur í sér uppsetningu blikkljósa og tveggja ljósastaura sem veita eigi mesta birtu á þeirri hlið óvarins vegfaranda sem snýr að umferðinni en einnig minnstu ofbirtu fyrir ökumenn. Sveitarfélagið stefnir í framhaldinu að því að bæta umferðaröryggi víðar í bæjarfélaginu með sambærilegum hætti, með áherslu á umferðaröryggi barna, og er þá aðallega verið að horfa sem næsta skref að bæta umferðaröryggi á a.m.k. þremur stöðum á Aðalgötu í samstarfi við Vegagerðina.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

37.Stofnun Safnaklasa Vesturlands

Málsnúmer 2211026Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sigursteins Sigurðssonar, menningar- og velferðarfulltrú SSV, vegna stofnunar Safnaklasa Vesturlands ásamt tengdum gögnum. En krafa um aukið samstarf safna kemur víða fram í opinberum stefnum og áætlunum.

Á 1. fundi safna- og menningarmálanefndar teldi nefndin mikilvægt að ná samstöðu um þessi mál á Vesturlandi og tók jákvætt í erindið. Safna- og menningarmálanefnd lagði jafnframt áherslu á að kynna þurfi málið vel fyrir bæjarstjórnum og forstöðumönnum safna á Vesturlandi.
Bæjarráð tekur undir umsögn safna- og menningarmálanefndar og samþykkir aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

38.Stefnumótun í sjávarútvegi (sjávarútvegsstefna)

Málsnúmer 2211013Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í október 2022 (mál nr. 201/2022) þar sem matvælaráðuneytið gefur í gegnum samráðsgátt stjórnvalda áhugasömum kost á að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum sem nýst geta við stefnumótun í sjávarútvegi, ásamt greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla og lögð var fram í samráðsgátt stjórnvalda í vor (mál nr. 49/2022) og umsögn fyrirtækja í Stykkishólmi um það mál.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði, á 2. fundi sínum, áherslu á að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlega aflahlutdeild, enda verði hún bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.
Bæjarráð tekur undir og staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar með þó með þeirri breytingu að framsalsréttur verði heimilaður innan svæðisins.

39.Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Haraldur Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi kom til fundar við atvinnu- og nýsköpunarnefnd og kynnti hugmyndir sínar um fjármögnun til að flýta uppbyggingu Skógarstrandarvegar sem var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkaði Haraldi Benediktssyni fyrir greinargóða kynningu og hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að kanna ítarlega hvort hugmyndir hans séu góður kostur og kunni að hraða uppbyggingu Skógarstrandarvegar og þverun Álftafjarðar.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum um samfélagsvegi og óskar eftir því Haraldur Benediktsson haldi íbúafund í sveitarfélaginu og kynni þessa hugmynd fyrir íbúum sveitarfélagsins.

40.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja)

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf stjórnar Bátafélagsins Ægis til matvælaráðuneytisins, dags. 7. nóvember 2022.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 2. fundi sínum, undir sjónarmið Bátafélagsins Ægis sem fram koma í framlögðu bréfi til matvælaráðuneytis og hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að fylgja bréfinu eftir gagnvart matvælaráðherra og þingmönnum kjördæmisins.
Bæjarráð tekur undir og staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

41.Hólar 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2210003Vakta málsnúmer

Hannes Páll Þórðarson sækir um leyfi fyrir 43 m2 frístundarhúsi ásamt 30,6 m2 gróðurhúsi á Hólum 5a samkvæmt aðaluppdráttum frá Helga Guðjóni Bragasyni dagsettum 13.03.2022. Burðarkerfiðhússins er timbur og verður klætt með timbri. Þakvirkið er tvíhalla sperruþak og klætt með bárujárni.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Skv. Fasteignaskrá eru í dag skráð eitt íbúðarhús og tvö frístundahús á jörðinni.

Hólar 5a (L221913 og F235099) er 3,2 ha spilda úr landi Hóla. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er spildan skráð sem landbúnaðarland en ræktarland í Þjóðskrá en skv. aðalskipulagi er mælst til þess að ræktarlandi sé ekki spillt með annarri landnotkun. Engar fasteignir eru skráðar á Hóla 5a en í dag standa þar tvö smáhýsi tengd með palli (11m2 og 14,4m2 með 1,6m2 býslagi).

Skipulagsnefnd samþykkti, á 4. fundi sínum, fyrir sitt leyti byggingaráformin og fól byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir núverandi smáhýsum að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Jafnframt fól nefndin byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir nýju frístundahúsi og gróðurhúsi að uppfylltum skilyrðum sömu greinar byggingarreglugerðar og að fengnu skriflegu samþykki eiganda Hóla (lögbýlisins). Auk þess fól nefndin U&S sviði að breyta skráningu Hóla 5a í "landbúnaðarland" sbr. landnotkunarflokk í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

42.Hraunháls - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209016Vakta málsnúmer

Jóhannes Eyberg Ragnarsson sækir um leyfi fyrir frístundarhúsi i landi Hraunháls skv. aðaluppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 20.06.2022. Húsið verður á forsteyptum undirstöðum og með timburgólfi. Timburgrind útveggja verður klædd með 9 mm krossviði og standandi viðarlituðum grenipanel. Húsið verður 52 m2 og 125.1 m.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Hraunháls er 213 ha jörð skráð sem "jörð í byggð" (L136941 og F2115456). Skv. Fasteignaskrá er eitt íbúðarhús er skráð á jörðinni og annað á Hraunhálsi 2 (L173664 og F2218152), sem 1 ha íbúðarhúsalóð. Ekkert frístundahús er skráð á jörðinni.

Skipulagsnefnd gerði, á 4. fundi sínum, ekki athugasemd við áform um byggingu frístundahúss í landi Hraunháls. Heimilt er að reisa þrjú frístundahús skv. aðalskipulagi. Skipulags- og bygginganefnd samþykkti erindið og fól byggingafulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

43.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir.

Skipulagsnefnd lagði til, á 4. fundi sínum, að Vatnsás yrði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkti að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.
Bæjarráð vísar verklagsreglum um snjómokstur til næsta fundar bæjarráðs.

44.Deiliskipulag Skipavíkur- og Búðarnessvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa um að hefja gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða, á 4. fundi sínum, að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu í samræmi við framangreint.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

45.Ungmennaráð

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært erindisbréf ungmennaráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og samþykkir að ráðið geti hafið störf.

46.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags frá Skipulagsstofnun. Einnig er lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar vegna málsins frá 1. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Þá er lögð fram umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi áform um endurskoðun aðalskipulags með fyrirvara um kostnaðarþáttöku úr Skipulagssjóði á árinu 2023.

47.Stefnumarkmiðum og afstaða sveitarfélagsins varðandi Hamraenda 4 og Hamraenda 6-8 í kjölfar úrskurðar ÚUA nr. 992022

Málsnúmer 2211037Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna nýgengins úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, nr. 99/2022, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins um að samþykkja byggingaráform fyrir atvinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu við Skipavík. Niðurstaða nefndarinnar var að útgefið byggingarleyfi á hafnarsvæði Skipavíkur hafi ekki verið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins á grundvelli orðalags og markmiða í kafla 3.3.8 í aðalskipulagi sem fjallar um öll hafnar- og athafnasvæði, þ.e. hafnarsvæðið við Skipavík og Hamraenda. Nefndin taldi að vegna orðalags í aðalskipulagi væri nauðsynlegt að deiliskipuleggja svæðið áður en byggingarleyfisumsókn væri samþykkt. Hefur úrskurðurinn samkvæmt framangreindu mögulegt fordæmisgildi varðandi stöðu lóðarhafa að Hamraendum, þar sem aðalskipulagið fjallar með sama hætti um athafnasvæðið við Hamraenda og hafnarsvæðið við Skipavík. Af hvorugu svæðanna er til deiliskipulag og byggingarleyfisumsókn lóðarhafa að Hamraendum voru/verða grenndarkynntar með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um.

Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu óskar bæjarstjóri eftir staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar á þeim stefnumarkmiðum og afstöðu sem fram koma í minnisblaðinu með það að leiðarljósi að reyna að tryggja framgang mála að Hamraendum þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir að visa málinu til næsta bæjarráðsfundar.
Haraldur Örn endurskoðandi kom inn á fundinn.

48.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2211035Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Haraldur vék af fundi.

49.Viðauki 5 við Fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2211036Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Fannar byggingafulltrúi kom inn á fund og Kristín forstöðumaður kom inn á fundinn í gegnum Teams.

50.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Á 5. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fannar byggingafulltrúi og Kristín forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir exel-skjali um helstu verkefni um framkvæmdir við
húseignir sveitarfélgsins.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gjaldskrám til frekari vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Fannar og kristín véku af fundi.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?