Fara í efni

Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 2209009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Lagður fram til samþykktar samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðaukum I og II við samninginn.
Bæjarráð samþykkir að sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Lagður fram til samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðaukum I og II við samninginn.

Bæjarráð samþykkti, á 3. fundi sínum, að sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt var bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 24.01.2023

Lagður fram til kynningar samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðaukum I og II við samninginn. Bæjarstjórn samþykkti, á 4. fundi sínum, að sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.
Lagt fram til kynningar.
Velferðar- og jafnréttismálanefndin óskar eftir að starfsmaður umdæmisráðs barnaverndar komi á næsta fund og kynni fyrir nefndinni nýjan samning.
Getum við bætt efni síðunnar?