Fara í efni

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

3. fundur 15. september 2022 kl. 16:15 - 19:55 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður bæjarráðs setti fundinn og veitti bæjarstjóra fundarstjórn.

Borin var upp tillöga um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins
með afbrigðum:

2209011 - Erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 23 á dagskrá fundarins.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24

Málsnúmer 2209001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 3

Málsnúmer 2208007FVakta málsnúmer

Lögð fram 3. fundargerð skipulagsnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 912. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 26. ágúst sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 177. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands ásamt fylgiskjölum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Nýting vindorku

Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hafsteini S. Hafsteinssyni, formanni starfshóps sem vinnur að tillögum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku. Starfshópurinn óskar eftir sjónarmiðum þeirra sem skoðanir hafa á málinu.
Lagt fram til kynningar.

6.Árshlutauppgjör Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2209010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar árshlutauppgjör fyrir Helgafellssveit annarsvegar og Stykkishólmsbæ hinsvegar m.v. 31. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjallskil haustið 2022

Málsnúmer 2209006Vakta málsnúmer

Lögð fram fjallskilaboð fyrir leitir réttarhöld í Arnarhólsrétt haustið 2022.
Framlagt til kynningar.

8.Tillögur kennara GSS að betri vinnustund

Málsnúmer 2209001Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur frá kennurum Grunnskólans í Stykkishólmi að betri vinnustund.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

9.Erindi frá skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2209003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskólans í Stykkishómi, í framhaldi af bókun bæjarráðs 18. ágús sl., þar sem lögð er til fyrirkomulag á kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna félagshæfninámskeiða einstaka nemenda.
Bæjarráð samþykkir kostnað til helminga fyrir 1-2 einstaklinga ári eftir mati skólastjóra hverju sinni og vísar því til næsta viðauka við fjárhagsáætlun.

10.Handbók um aðgerðastjórnir

Málsnúmer 2209004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að handbók um aðgerðastjórnir sem unnin er Almannavarnardeild RLS í samvinnu við fulltrúa sveitarfélga, lögreglustjóra og aðra viðbragðsaðila.

Gefinn er frestur til 30. september til að koma á framfæri umsögnum og athugasemdum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög að handbók um aðgerðastjórnir.

11.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagður fram verkefnalisti sveitastjórnar í tengslum við sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt markmiðasetningu í fjármálum. Þá er lögð fram umsögn Örnefndanefndar. Þá er lögð fram umsögn Örnefnanefndar um fyrrgreindar tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélagið. Þar verður kynnt greinargerð Örnefnanefndar og boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að endurskoðandi sveitarfélagsins komi til fundar við bæjarráð til þess að ræða tillögu að markmiðasetningu fjármála sveitarfélagsins.

12.Efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi

Málsnúmer 2208031Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar grein fyrir áherslum sveitarfélagsins við að efla starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi. Bætt heilbrigðisþjónusta var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að beita sér fyrir að settur verði á fót starfshópur fagaðila í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og HVE á Akranesi sem móti tillögur um hvernig best sé að efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi í heild, þannig að stofnunin veiti íbúum Snæfellsness meiri og öruggari heilbrigðisþjónustu en nú er.

Þá er lögð fram tillaga um að settur verði á fót starfshópur fagaðila frá heilbrigðisráðuneyti, sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sem móti tillögur um hvernig best sé til framtíðar að efla HVE í Stykkishólmi þannig að hún þjóni betur sem miðstöð heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi. Meðal þess sem verði kannað er styrking háls- og bakdeildar, efling rannsókna, fjarheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu og betri nýting húsnæðis HVE í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Bæjarráð samþykkir að senda tillöguna og greinargerð til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Heilbrigðisráðuneytisins með ósk um tilnefndingu fulltrúa í starfshópinn. Þá verði tillagan jafnframt send þingmönnum Norðvesturkjördæmis til kynningar.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

13.Aukið fjármagn til að rannsaka lífríki sjávar í innanverðum Breiðafirði.

Málsnúmer 2208035Vakta málsnúmer

Ýmsar tegundir þara og þörunga sem vaxa í innanverðum Breiðafirði eru eftirsóttar til að framleiða verðmæt matvæli og fæðubótavörur. Sama gildir um ígulker, grásleppu, krabbadýr og skelfisk. Rannsóknir á magni og vistkerfi í sjávarlífríki Breiðarfjarðar eru af skornum skammti. Frekari rannsóknir eru forsenda aukinnar sjálfbærrar nýtingu einstakra tegunda og þar með aukins framleiðsluverðmætis.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 1. fundi sínum, bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að þrýsta á stjórnvöld til að útvega HAFRÓ aukið fjármagn til þessara rannsókna. Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarfokks, Sjálfstæðisfokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kemur fram að sett verði metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla til að treysta fæðuöryggi. Með öflugri, innlendri matvælaframleiðslu er stuðlað að heilnæmi matvara og auknu matvælaöryggi.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að efla rannsóknir á svæðinu með vísan til bókunar atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Bæjarráð skorar á matvælaráðherra og Alþingi að veita Hafrannsóknarstofnun frekari fjárheimildir til rannsókna.

14.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu

Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer

Fyrirtækið Sjávarorka ehf. var stofnað til að rannsaka möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og að hafa forystu um virkjun. Fyrirtækið hefur á síðustu árum kannað sjávarföllin í röstinni í minni Hvammsfjarðar. Það að beisla sjávarorkuna er ennþá tækni á fósturstigi, rétt eins og var um vindorkuna fyrir rúmum 30 árum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beindi því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á 1. fundi sínum, að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar að hefja formlegt samtal við stjórnendur stærstu eigendur Sjávarorku ehf. um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.

15.Strand- og landeldi innan sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 2208034Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar mikilvægi þess að kortleggja og greina nánar fiskeldistækifæri á svæðinu með tilliti til vatns- og orkuþarfa og með tilliti til möguleika fyrirtækja á svæðinu til þess að nýta innlenda fóðurgjafa sem falla til við vinnslu á sjávarafurðum á svæðinu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að láta kortleggja og greina fiskeldistækifæri á svæðinu. Slík starfsemi getur skapað tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og hugmyndafræði grænna iðngarða.
Bæjarráð tekur undir ályktun atvinnu-og nýsköpunarnefndar og felur bæjarstjóra að vinna hugmyndina áfram.

16.Tilboð í jólaskraut

Málsnúmer 2209005Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð í ljósaskreytingar fyrir jólin. Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs áttu fund með fulltrúa Blachere á Íslandi og völdu álitlegar skreytingar fyrir Stykkishólm.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og vísar málinu vinnu við næsta viðauka við fjárhagsáætlun.

17.Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðaukum I og II við samninginn.
Bæjarráð samþykkir að sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

18.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 og tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir nýtt athafnasvæði við Kallhamar (A5) og stækkun á núverandi athafnasvæði (A1) við Hamraenda sem unnin er samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og tillögu að tveimur nýjum deiliskipulagsáætlunum skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sömu svæði sem unnin verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi mælti nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig taldi nefndin að lýsa yrfti betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.

Þá benti nefndin á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

19.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar ásamt skýringarmyndum og uppfærðri tillögu með minniháttar breytingum. Þá er jafnframt lagt fram yfirlit yfir málsmeðferð og afgreiðslur fastanefnda og bæjarstjórnar vegna málsins.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 3. fundi sínum, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin samþykkti einnig fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum sem bárust.

Jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

20.Birkilundur - Breyting á DSK

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Birkilundi í Helgafellssveit frá 2006.

Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.

Á 3. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að gerð deiliskipulagstillögunnar verði kláruð í samræmi við 8. kafla skipulagslaga. Nefndin mælti með því að bæjarstjórn fari fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Í kjölfar stofnunar félagsins vinni skipulagsfulltrúi áfram með félaginu að endurskoðun tillögunnar áður en hún verður kynnt fyrir félagsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að því búnu undirbúa tillöguna til samþykktar bæjarstjórnar til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. laganna.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn. Í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar felur bæjarráð skipulagsfulltrúa að fara fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.

Afgreiðslunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

21.Framlenging lóðarúthlutunar - Móholt 14-16

Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer

Fyrrum lóðarhafi leggur fram gögn og greinargerð um málið og óskar eftir endurupptöku máls.

Lagt var fram erindi fyrrum lóðarhafa á 2. fundi bæjarráðs þar sem gert var grein fyrir ástæðum fyrir töfum á framkvæmdum á lóðinni. Bæjarráð taldi þá ekki forsendur fyrir því að framlengja byggingarfrest en samþykkti að lóðin yrði ekki auglýst laus til umsóknar í 4 vikur frá afgreiðslu þeirri þannig að fyrrum lóðarhafa gæfist ráðrúm til þess að senda sveitarfélaginu viðbótargögn sem gætu gefið tilefni til endurupptöku málsins skv. 24. stjórnsýslulaga.
Umhverfis- og skipulagssvið er vinna að viðbrögðum sviðsins við erindinu.

Málinu vísað til afgreiðlu í bæjarstjórn.

22.Fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar haustið 2022.
Bæjarráð samþykkir fundaáætlun haustið 2022 með áorðnum breytingum.

23.Erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms

Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms þar sem félagið fer þess á leit við sveitarfélagið að fá umsjón með áningarhólfi við Skjöld og sjá um endurbætur á því og færslu girðingar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Vegna þröngs tímaramma felur bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með stjórn HEFST vegna málsins, afla viðeigandi umsagna vegna þess og umboð til þess að afgreiða erindið í samráði við oddvita beggja lista í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:55.

Getum við bætt efni síðunnar?