Fara í efni

Brunamálasjóður

Málsnúmer 2212002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Lögð fram fyrirspurn slökkviliðsstjóra ásamt svari Aldísar Hilmardóttur, framkvæmdastjóra brunamálasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, um byggingaröryggisgjald.
Bæjarráð skorar á innviðaráðherra að koma á fót Brunamálasjóði, sem fjármagnaður væri a.m.k. að hluta af byggingaröryggisgjaldi, sbr. fyrirliggjandi gögn, með það að markmiði að efla starfsemi minni slökkviliða landsins, þ.m.t. að styðja við uppbyggingu, framkvæmdir og tækjakaup slökkviliða.

Bæjarstjóra er falið að senda áskorunina ásamt fyrirliggjandi göngum til Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Getum við bætt efni síðunnar?