Fara í efni

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

6. fundur 01. desember 2022 kl. 16:15 - 23:01 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Öldungaráð - 1

Málsnúmer 2211008FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar öldungaráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Ungmennaráð - 1

Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar ungmennaráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Hafnarstjórn (SH) - 1

Málsnúmer 2208004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar hafnarstjórnar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 1

Málsnúmer 2211006FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 1

Málsnúmer 2211009FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar æskulýðs- og íþróttanefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Skipulagsnefnd - 5

Málsnúmer 2211012FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1

Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 25. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig

Málsnúmer 2211042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Innviðaráðuneytis vegna vinnu Byggðastofnunar að gerð leiðbeininga og fyrirmynda varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

10.Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Málsnúmer 2211044Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að hafa öruggt farsímasamband á þjóðvegum og bendum í því samhengi á að nokkrir sambandslausir punktar eru á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar og eins á Vatnaleið og í Álftarfirði.

11.Hrognkelsaveiðar - Staða og horfur

Málsnúmer 2208017Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár.

Á 1. fundi Hafnarstjórnar gerði hafnarvörður grein fyrir tekjum hafnarinnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár, en heildarafli á árinu 2019 sem landaður var í Stykkishólmshöfn var 1096 tonn, 420 tonn 2020, 1000 tonn 2021 og 600 tonn 2022. Tekjur vegna hrognkelsaveiða drógust saman um 33% frá 2021 til 2022.

Hafnarstjórn gerði á fundi sínum alvarlegar athugasemdir við ákvörðun matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við setningu reglugerðar nr. 267/2022 um að takmarka veiðidaga grásleppu við markaðsaðstæður en ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Virðist vera að sú ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga frá Landssambandi Smábátaeigenda og án samráðs við kaupendur/vinnsluaðila. Hafði þessi ákvörðun ráðherra í för með sér að grásleppusjómenn á þessu svæði hefðu getað veitt um a.m.k. 37% meira en raunin varð ef farið hefði verið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Fylgiskjöl:

12.Uppbygging hafnarmannvirkja og sjávarvarna í Stykkishólmi

Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer

Á 1. fundi hafnarstjórnar var farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi, en hafnarstjóri gerði á fundinum grein fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu hafnarmannvirkja. Meðal annars liggur fyrir að breyta þurfi ferjubryggju þegar ný ferja hefur siglingar um Breiðafjörð og hafskipsbryggju samkvæmt samgönguáætlun. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.

Á fundinum var einnig rætt um umferðaröryggi á hafnarsvæði og nauðsyn innviðauppbyggingar með nýjum hafnarstíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar, en hafnarstjórn hafði á 91. fundi sínum bókað um brýna nauðsyn þeirra framkvæmdar til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Fyrir liggur jafnframt jákvæð afgreiðsla 255. fundar skipulags- byggingarnefndar og 633. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar varðandi verkefnið.

Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum á hafnarsvæðinu meðfram Súgandiseyjargötu, fyrst með vegkannti NV megin í höfninni og í framhaldinu að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar og leggur til við bæjarstjórna að staðfesta hana.

13.Erindi frá eigenda Gróttu 7811 - Ósk um rökstuðning og breytingu á fyrirkomulagi gjaldtöku Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2211023Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð f.h. eiganda Gróttu 7811, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar, ásamt því að óskað er eftir að gjöld sem greidd hafa verið á þeim forsendum að Grótta 7811 sé gestabátur og verði færð niður til samræmis við það gjald sem almennt er tekið fyrir legu báta í Stykkishólmshöfn. Þá er óskað eftir að Hafnarstjórn breyti skilgreiningu sinni á gestabátum til samræmis við það sem tíðkast almennt um hafnargjöld í nærliggjandi höfnum og þau kjör sem bátar sem hafa Stykkishólm sem heimahöfn búa við annars staðar á siglingum sínum.

Hafnarstjórn tók málið fyrir á 1. fundi sínum og gat ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn fól hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu hafnarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.

Bæjarráð felur hafnarstjórn að skýra í gjaldskrá skilgreiningu á gestabát.

14.Gamli Stykkishólmsvegurinn - Opnun vegarins

Málsnúmer 1906008Vakta málsnúmer

Gamli Stykkishólmsvegurinn er merktur inn á þéttbýlisuppdrátt í aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 þar sem að lagt er til að gerður verði göngu- reiðstígur sem fylgi honum að mestu leyti, en vegurinn lá í gegnum Byrgisborg, Mattablett og Selskóga (sjá nánar á aðalskipulagi Stykkihólmsbæjar). Vegurinn er að öllum líkindum eldri en 100 ára og fellur því undir þjóðminjalög eins og kemur fram í greinargerð með aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, hefur unnið að því að kortleggja stíginn fyrir Stykkishólmsbæ og liggur nú fyrir niðurstaða hans fyrir. Samkvæmt samningi við Hesteigandafélag Stykkishólms hefur félagið afnot af öllu landi bæjarins ofan Búðanesvegar, þ.m.t. Byrgisborg, en þurfi bærinn á landinu að halda skal því skilað án bóta og skal félagið taka upp girðingar og fjarlægja önnur mannvirki sem félaginu tilheyra. Liggur fyrir að Hesteigandafélag Stykkishólms hefur, á kostnað félagsins, opnað Gamla Stykkishólmsveginn í gegnum Byrgisborg og sett upp girðingu meðfram vegstæðinu. Það snýr að sveitarfélaginu að ganga frá opnum í gegnum Mattablett og Selskóga ef opna eigi veginn í samræmi við aðalskipulag. Opnun á Gamla Stykkishólmsveginum með þessum hætti, í samræmi við aðalskipulag Stykkishólmsbæjar, mun auka á fjölbreytileika til útivistar í sveitarfélaginu og bæta öryggi gangandi vegfarenda sem gætu eftir opnun vegarins gengið á göngustíg, fjarri bílaumferð, frá kirkjugarði og alla leið upp í Vogsbotn.

Í bókun 601. fundar bæjarráðs, dags. 6. júní 2019, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að vinna málið áfram, þ.e. opna á Gamla Stykkishólmsveginn, í samráði við hagaðila á svæðinu á þeim grunni að opnun á Gamla Stykkishólmsvegi muni koma til með að auka á fjölbreytileika til útivistar í Stykkishólmi og bæta öryggi gangandi vegfarenda. Á 377. fundi bæjarstjórnar, dags. 20. júní 2019, var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt.

Umhverfis- og náttúrverndarnefnd lagði á 1. fundi sínum þunga áherslu á að vinna við opnum á Gamla Stykkishólmsveginum verði fullunnin á næsta ári, í samræmi við fyrri afgreiðslur sveitarfélagsins, og að hafist verði handa við að hanna og vinna tillögu að annarri tengingu frá Arnarborg meðfram Vogsbotni að Stykkishólmsvegi sem nýtist til fjölbreyttrar útivistar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og náttúrunefndar og leggur til við bæjarstjórna að staðfesta hana.

15.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá nefndarviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar um tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 56. mál.
Bæjarráð samþykkir að vísa til fyrri ályktana vegna þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju.

16.Tillaga um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur til að veittur verði tímabundinn 90% afsláttur skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, sbr. og 6. gr. samþykkta um gatnagerðargjald í Stykkishólmi, á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2023 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2023. Skal umsækjandi greiða 75.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Um er að ræða eftirtaldar lóðir:

Sundabakki 2
Laufásvegur 19
Hjallatangi 9
Hjallatangi 13
Hjallatangi 15
Hjallatangi 19

17.Betri vinnutími leikskólans

Málsnúmer 2211048Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur Leikskólans í Stykkishólmi að betri vinnutíma.
Bæjarráð samþykkir tillögu er varðar lokun í dymbilviku. Bæjarráð samþykkir jafnframt að unnin verði skýrsla um styrkingu leikskólastarfs í sveitarfélaginnu strax á nýju ári til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði og þegar skýrslan liggur fyrir verða viðbótartillögur um betri vinnutíma teknar teknar til afgreiðslu samhliða öðrum tillögum.
Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra Rúnar Gíslason og Magnús Þór Jónsson komu inn á fundinn.

18.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Fulltrúar golfklúbbsins Mostra koma til fundar við bæjarráð og ræða stækkun á húsi Golfklúbbsins Mostra m.a. með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti.
Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir félagsins um aðkomu sveitarfélagsins að stækkun húsnæðis og felur bæjarstjóra að leggja drög að samkomulagi um framkvæmdina fyrir bæjarráð til 3ja-4ja ára.
Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra véku af fundi.

19.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir.

Skipulagsnefnd lagði til, á 4. fundi sínum, að Vatnsás yrði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkti að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir með fyrirvara um umfjöllun í dreifbýlisráði hvað varðar þjónustu í dreifbýli.
Ívar Pálsson lögfræðingur kom inn á fundinn í gegnum Teams.

20.Stefnumarkmiðum og afstaða sveitarfélagsins varðandi Hamraenda 4 og Hamraenda 6-8 í kjölfar úrskurðar ÚUA nr. 992022

Málsnúmer 2211037Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna nýgengins úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, nr. 99/2022, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins um að samþykkja byggingaráform fyrir atvinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu við Skipavík. Niðurstaða nefndarinnar var að útgefið byggingarleyfi á hafnarsvæði Skipavíkur hafi ekki verið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins á grundvelli orðalags og markmiða í kafla 3.3.8 í aðalskipulagi sem fjallar um öll hafnar- og athafnasvæði, þ.e. hafnarsvæðið við Skipavík og Hamraenda. Nefndin taldi að vegna orðalags í aðalskipulagi væri nauðsynlegt að deiliskipuleggja svæðið áður en byggingarleyfisumsókn væri samþykkt. Hefur úrskurðurinn samkvæmt framangreindu mögulegt fordæmisgildi varðandi stöðu lóðarhafa að Hamraendum, þar sem aðalskipulagið fjallar með sama hætti um athafnasvæðið við Hamraenda og hafnarsvæðið við Skipavík. Af hvorugu svæðanna er til deiliskipulag og byggingarleyfisumsókn lóðarhafa að Hamraendum voru/verða grenndarkynntar með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um.

Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu óskar bæjarstjóri eftir staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar á þeim stefnumarkmiðum og afstöðu sem fram koma í minnisblaðinu með það að leiðarljósi að reyna að tryggja framgang mála að Hamraendum þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Ívar Pálsson, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir, með vísan til minnisblaðs bæjarstjóra, þá málsmeðferð sem þar er gert ráð fyrir vegna lóða að Hamraendum 4 og Hamraendum 6-8. Felur það m.a. í sér að haldið verður áfram með áform lóðarhafa og að tilkynnt verður nærliggjandi lóðarhöfum um leið og byggingarleyfi verður gefið út með leiðbeiningum um kæruleiðir.





Ívar vék af fundi.

21.Erindisbréf öldungaráðs

Málsnúmer 1905077Vakta málsnúmer

Á 1. fundi öldungaráðs var farið yfir erindisbréf og gerð grein fyrir lagaákvæðum um fulltrúa og meginhlutverk nefndarinnar. Tillaga var lögð fram út frá umræðum hjá einstaklingum í Aftanskin um að breyta orðalagi í erindisbréfi úr "málefnum aldraðra" í "málefni eldra fólks".
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra erindisbrefið í samræmi við ábendingar Aftanskins. Jafnframt þarf að fella út greinar er varða forstöðumanns Dvalarheimilis.

22.Hamraendi 4 - Byggingaráform og byggingarleyfi - Grenndarkynning

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lögð er fram sneiðmynd fyrir Hamraenda 4, sem unnin hefur verið sérstaklega að beiðni nefndarinnar vegna fyrirhugaðrar grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8.

Einnig er lagt fram, til upplýsingar, minnsblað bæjarstjóra, sem lagt var fram á 5. fundi bæjaráðs vegna úrskurðar ÚUA í tengslum við uppbyggingu á Nesvegi 22a og áhrifa sem úrskurðurinn kann að hafa á uppbyggingu á Hamraendum.

Forsaga:
Sótt er um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 4 Stykkishólmi. Húsið er 769,6m2 og 3748,1m3. Húsið verður á steyptum grunni og megin burðargrind hússins verður límtré, útveggir og þak verður klætt með yleiningum.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Á 2. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna byggingaráform Rjúkandi ehf. skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim fyrirvara að húsið verði fært frá lóðarmörkum Hamraenda 2 um a.m.k. 2 metra á sléttu landi þannig að hægt verði að sinna viðhaldi hússins. Einnig þarf hæð hússins að vera þannig að gólfkóti þess verði í samræmi við lóð 6-8. Að auki felur nefndin byggingarfulltrúa að útbúa, til glöggvunar, sneiðmynd sem sýnir gólfkóta og hæð í götu fyrir lóðir 2, 4 og 6-8.

Að þessum skilyrðum uppfylltum verður grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísar nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkri á 5. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild og byggingarleyfi í samræmi við gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 111/2012 m.s.br. samkvæmt framlagðri sneiðmynd, sem sýnir rauðmerktan byggingarreit með GK 11.00 og að fenginni skriflegri staðfestingu lóðarhafa Hamraenda 2.
Bæjarráð staðfesti, í umboði bæjarstjórnar, á 2. fundi sínum afgreiðslu 2. fundar skipulagsnefndar um að grenndarkynna byggingaleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8 skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með ákveðnum fyrirvörum og skilyrðum. Samkvæmt afgreiðslu skipulagsnefndar hefur þeim fyrirvörum og skilyrðum verið fullnægt. Á þeim grunni og með vísan til fyrri afgreiðslu ráðsins staðfestir bæjarráð fyrirliggjandi afgreiðslu skipulagsnefndar.

Afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

23.Deiliskipulag Skipavíkur- og Búðarnessvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu á hafnarsvæði viið Skipavík.

Á 4. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu og leggja fyrir fund nefndarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkti á 5. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu, með minniháttar breytingum samkvæmt tillögum nefndarinnar, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna umsagnaraðila.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni og að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og annarra lögboðinna umsagnaraðila.
Ívar Pálsson lögfræðingur kom inn á fundinn í gegnum Teams.

24.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að samning við Acadian Seaplants.

Ívar Pálsson, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir stöðu viðræðanna.
Bæjarráð fagnar nýjun drögum að samningi og felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningagerð í samræmi við umræður á fundinum.
Ívar vék af fundi.

25.Hjallatangi 48 - Auglýsing lóðar og skipulagsbreyting.

Málsnúmer 2105025Vakta málsnúmer

Lagt er til að lóðin Hjallatangi 48 verði auglýst laus til úthlutnar.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa Hjallatanga 48 lausa til úthlutunar.

26.Brunamálasjóður

Málsnúmer 2212002Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn slökkviliðsstjóra ásamt svari Aldísar Hilmardóttur, framkvæmdastjóra brunamálasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, um byggingaröryggisgjald.
Bæjarráð skorar á innviðaráðherra að koma á fót Brunamálasjóði, sem fjármagnaður væri a.m.k. að hluta af byggingaröryggisgjaldi, sbr. fyrirliggjandi gögn, með það að markmiði að efla starfsemi minni slökkviliða landsins, þ.m.t. að styðja við uppbyggingu, framkvæmdir og tækjakaup slökkviliða.

Bæjarstjóra er falið að senda áskorunina ásamt fyrirliggjandi göngum til Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

27.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026, ásamt gjaldskrám sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023.

Á 5. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti á sama fundi fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Á 5. fundi sínum vísaði bæjarráð fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gjaldskrám til frekari vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.

Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 23:01.

Getum við bætt efni síðunnar?