Fara í efni

Kjarasamningur starfsfólks Náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2302019

Vakta málsnúmer

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 3. fundur - 17.02.2023

Lögð fram gögn tengd kjarasamningum starfsmanna.
Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður hjá Attentus kom inn á fundinn um fjarfundarbúnað.
Farið var yfir að nú þegar NSV er B-hlutastofnun sveitarfélagsins hafi Samband íslenskra sveitarfélaga ráðlagt að samræma þurfi kjaraákvarðanir við umhverfi sveitarfélaga og sendi formaður stjórnar nýlega bréf þess efnis til starfsfólks. Forstöðumaður greindi frá viðbrögðum starfsfólks við bréfinu, kom á framfæri sínum sjónarmiðum og að stéttarfélag starfsfólks (FÍN) hafni því alfarið að stjórn náttúrustofunnar geti tekið einhliða ákvörðun um hvaða kjarasamningur gildi um réttindi og kjör félagsfólks. Erla taldi rétt að bréfið yrði afturkallað á meðan málið er í vinnslu hjá stéttarfélögunum. Það var ekki samþykkt. Málið er til úrvinnslu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélagi starfsfólks og telur stjórn rétt að vinna málið á þeim vettvangi. Stjórn leggur áherslu á að starfsfólk sé upplýst um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir.

Lagt fram til kynningar, málinu vísað til næsta fundar.
Jón Sindri Emilsson sat undir þessum lið og skráði niður punkta fyrir formann.
Getum við bætt efni síðunnar?