Fara í efni

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands

3. fundur 17. febrúar 2023 kl. 14:00 - 17:32 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
  • Róbert Arnar Stefánsson
Fundargerð ritaði: Steinunn I. Magnúsdóttir
Dagskrá

1.Starfsemi Náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2110008Vakta málsnúmer

Forstöðumaður gerir fyrir starfsemi náttúrustofunnar frá síðasta stjórnarfundi.
Róbert fór yfir það starf sem verið er að vinna að á Náttúrustofunni, það sem unnið hefur verið frá síðasta fundi jafnframt því sem er framundan. Metnaðarfull starfsemi. Ársskýrsla fyrir árið 2022 væntanleg.

Lagt fram til kynningar.

2.Staða fjármála um áramót 2022-2023

Málsnúmer 2302016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu fjármála frá áramótum.
Róbert kynnti fyrstu drög að ársreikningi 2022 frá KPMG. Á næstu vikum verður gengið frá honum og hann lagður fyrir stjórn til umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun Náttúrustofu Vesturlands fyrir árið 2023

Málsnúmer 2302017Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Róbert kynnti uppfærða fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 en nokkrir tekju- og útgjaldaliðir hafa skýrst talsvert frá því að fyrsta útgáfa fjárhagsáætlunar var lögð fram á síðasta fundi stjórnar. Ekki voru gerðar athugasemdir við áætlunina á fundinum og verður unnið skv. henni.

Lagt fram til kynningar.

4.Náttúrustofa Vesturlands sem B-hluta stofnun Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2302018Vakta málsnúmer

Fulltrúi KPMG mætir til fundarins og gerir grein fyrir fyrirliggjandi minnisblaði KPMG vegna málsins.
Haraldur Reynisson fulltrúi KPMG og endurskoðandi sveitarfélagsins kom inn á fundinn um fjarfundarbúnað og fór yfir minnisblað sem fjallar um af hverju NSV telst nú á meðal B-hluta stofnana sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.
Jón Sindri Emilsson sat undir þessum lið og skráði niður punkta fyrir formann.

5.Kjarasamningur starfsfólks Náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2302019Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn tengd kjarasamningum starfsmanna.
Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður hjá Attentus kom inn á fundinn um fjarfundarbúnað.
Farið var yfir að nú þegar NSV er B-hlutastofnun sveitarfélagsins hafi Samband íslenskra sveitarfélaga ráðlagt að samræma þurfi kjaraákvarðanir við umhverfi sveitarfélaga og sendi formaður stjórnar nýlega bréf þess efnis til starfsfólks. Forstöðumaður greindi frá viðbrögðum starfsfólks við bréfinu, kom á framfæri sínum sjónarmiðum og að stéttarfélag starfsfólks (FÍN) hafni því alfarið að stjórn náttúrustofunnar geti tekið einhliða ákvörðun um hvaða kjarasamningur gildi um réttindi og kjör félagsfólks. Erla taldi rétt að bréfið yrði afturkallað á meðan málið er í vinnslu hjá stéttarfélögunum. Það var ekki samþykkt. Málið er til úrvinnslu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélagi starfsfólks og telur stjórn rétt að vinna málið á þeim vettvangi. Stjórn leggur áherslu á að starfsfólk sé upplýst um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir.

Lagt fram til kynningar, málinu vísað til næsta fundar.
Jón Sindri Emilsson sat undir þessum lið og skráði niður punkta fyrir formann.

6.Starfsreglur og leiðbeiningar fyrir stjórn og starfsfólk NSV

Málsnúmer 2302020Vakta málsnúmer

Á 400. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands að sveitarfélagið myndi fara í þá vinnu, í samráði við stjórn, að skilgreina valdmörk, ábyrgð, hlutverk og valdheimildir hvað Náttúrustofu Vesturlands varðar í ljósi þess að sveitarfélagið stendur eitt að rekstri stofunnar og að vinna drög að starfsreglum stjórnar og starfsáætlun. Stjórn taldi að marka þyrfti skýrari vinnureglur um mörk ábyrgðar og hlutverk stjórnar og forstöðumanns, einkum varðandi fjármál Náttúrustofu Vesturlands, en það er hlutverk stjórnar að hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar samkvæmt lögum og reglugerð.

Lögð eru fram drög að starfsreglum stjórnar Náttúrustofu Vesturlands sem unnar voru af ráðgjafafyrirtækinu Attentus, ásamt drögum að siðareglum.
Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður hjá Attentus sat á fundinum undir umræðum um starfsreglur, sem hún vann skv. beiðni bæjarstjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms út frá fyrirliggjandi ákvörðun bæjarstjórnar.

Farið var yfir drög að nýjum starfsreglum og ákveðnar greinar ræddar. Ingu Björgu falið að uppfæra reglur út frá umræðum á fundinum og m.t.t. laga og reglugerða og senda stjórn og forstöðumanni til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi.

Ákveðið að bera siðareglur saman við aðrar reglur í sveitarfélaginu og samræma ef kostur er.

Bókun forstöðumanns:

Þáverandi stjórn NSV samþykkti starfsreglur stjórnar og starfsfólks í apríl 2022 og sendi sveitarfélaginu til umfjöllunar skv. ákvörðun stjórnar. Ég geri athugasemd við að nýjar starfsreglur hafi verið unnar og um þær fjallað í bæjarráði 16. febrúar 2023 án vitundar og samráðs við stjórn og forstöðumann, sérstaklega í ljósi þess að gildandi starfsreglur hafa fram til þessa reynst vel og ekki komið fram athugasemdir við þær á stjórnarfundum, utan áforma um að fjölga fundum og taka út ákvæði um fundasetu sviðsstjóra.

Róbert Arnar Stefánsson

Málinu vísað til frekari vinnslu hjá stjórn og forstöðumanni.
Jón Sindri Emilsson sat undir hluta af þessum lið og skráði niður punkta fyrir formann.

7.Önnur mál stjórnar NSV

Málsnúmer 2302021Vakta málsnúmer

Næsti fundur ákveðinn þegar ársreikningur liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:32.

Getum við bætt efni síðunnar?