Fara í efni

Starfsreglur og leiðbeiningar fyrir stjórn og starfsfólk NSV

Málsnúmer 2302020

Vakta málsnúmer

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 3. fundur - 17.02.2023

Á 400. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands að sveitarfélagið myndi fara í þá vinnu, í samráði við stjórn, að skilgreina valdmörk, ábyrgð, hlutverk og valdheimildir hvað Náttúrustofu Vesturlands varðar í ljósi þess að sveitarfélagið stendur eitt að rekstri stofunnar og að vinna drög að starfsreglum stjórnar og starfsáætlun. Stjórn taldi að marka þyrfti skýrari vinnureglur um mörk ábyrgðar og hlutverk stjórnar og forstöðumanns, einkum varðandi fjármál Náttúrustofu Vesturlands, en það er hlutverk stjórnar að hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar samkvæmt lögum og reglugerð.

Lögð eru fram drög að starfsreglum stjórnar Náttúrustofu Vesturlands sem unnar voru af ráðgjafafyrirtækinu Attentus, ásamt drögum að siðareglum.
Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður hjá Attentus sat á fundinum undir umræðum um starfsreglur, sem hún vann skv. beiðni bæjarstjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms út frá fyrirliggjandi ákvörðun bæjarstjórnar.

Farið var yfir drög að nýjum starfsreglum og ákveðnar greinar ræddar. Ingu Björgu falið að uppfæra reglur út frá umræðum á fundinum og m.t.t. laga og reglugerða og senda stjórn og forstöðumanni til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi.

Ákveðið að bera siðareglur saman við aðrar reglur í sveitarfélaginu og samræma ef kostur er.

Bókun forstöðumanns:

Þáverandi stjórn NSV samþykkti starfsreglur stjórnar og starfsfólks í apríl 2022 og sendi sveitarfélaginu til umfjöllunar skv. ákvörðun stjórnar. Ég geri athugasemd við að nýjar starfsreglur hafi verið unnar og um þær fjallað í bæjarráði 16. febrúar 2023 án vitundar og samráðs við stjórn og forstöðumann, sérstaklega í ljósi þess að gildandi starfsreglur hafa fram til þessa reynst vel og ekki komið fram athugasemdir við þær á stjórnarfundum, utan áforma um að fjölga fundum og taka út ákvæði um fundasetu sviðsstjóra.

Róbert Arnar Stefánsson

Málinu vísað til frekari vinnslu hjá stjórn og forstöðumanni.
Jón Sindri Emilsson sat undir hluta af þessum lið og skráði niður punkta fyrir formann.
Getum við bætt efni síðunnar?