Fara í efni

Samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega ábyrgð og kjarasamningsumboðs

Málsnúmer 2302027

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 10. fundur - 23.02.2023

Lögð fram ítrekun frá Samband íslenskra sveitarfélagavegna vegna undirritunar á samkomulagi um sameiginlega ábyrgð og kjarasamningsumboðs, ásamt tillögu sem unnin er af Attentus í samráði við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á þeim grunni er lögð fram eftirfarandi tillaga fyrir bæjarstjórn til samþykktar í samræmi við fyrirliggjandi gögn:

Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. sveitarfélagsins og stofnana þess er alfarið á forræði bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur ein heimild til framsals á framangreindu samningsumboði til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsgerð f.h. sveitarfélagsins skv. samþykktu umboði.

Bæjarstjórn felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem fer með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana, umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélags og hlutaðeigandi stofnana þess, líkt og verið hefur hjá sveitarfélaginu í heild. Á fyrirliggjandi samningsumboði sveitarfélagsins eru engar undanþágur. Þá felur bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins.

Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi gagna sem bæjarstjórn staðfestir og tekur undir. Bæjarstjóra er falið að ganga frá málinu og rita undir fyrirliggjandi gögn.
Forseti gerir grein fyrir því að samkvæmt beiðni Í-lista þar um þá muni fyrirliggjandi tillögu verða breytt þannig að greidd verði atkvæði sérstaklega um fullnaðarumboð til bæjarráðs til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins og undirtektir og staðfestingu á fyrirliggjandi gögnum.

Tillaga um umboð til kjarasamningsgerðar án tillögu um fullnaðarumsboð til bæjarráðs og staðfestingar fyrirliggjandi gagna:
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. sveitarfélagsins og stofnana þess er alfarið á forræði bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur ein heimild til framsals á framangreindu samningsumboði til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsgerð f.h. sveitarfélagsins skv. samþykktu umboði.

Bæjarstjórn felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem fer með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana, umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélags og hlutaðeigandi stofnana þess, líkt og verið hefur hjá sveitarfélaginu í heild. Á fyrirliggjandi samningsumboði sveitarfélagsins eru engar undanþágur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.


Tillaga um fullnaðarumboð vegna stofnanasamnings og staðfesting og undirtektir vegna annarra gagna:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins.

Varðandi báðar tillögur þá vísar bæjarstjórn að öðru leyti til fyrirliggjandi gagna sem bæjarstjórn staðfestir og tekur undir.

Bæjarstjóra er falið að ganga frá málinu og rita undir fyrirliggjandi gögn í samræmi við afgreiðslur þessar.

Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum H-lista, þrír fulltrúar Í-lista sitja hjá.

Til máls tóku:HH og RHS

Bókun:
Undirrituð samþykkja umboð til Sambandsins að fara í kjarasamninga fyrir hönd starfsmanna Sveitarfélagsins en að öðru leiti teljum við að málið ætti að fá frekari umfjöllun í bæjarráði.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Kristján Hildibrandsson

Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023

Inga Björk frá Attentus kom inn á fundinn.
Nýlegar breytingar á rekstrarformi Náttúrustofu Vesturlands sem er B-hlutastofnun sveitarfélagsins frá 1. janúar sl. hafa orðið sveitarfélaginu tilefni til að vinna að samræmingu á málefnum stofunnar, m.a. að aðlaga starfsreglur stjórnar að sveitarstjórnarlögum og breyttu umhverfi, að skilgreina siðareglur og samræma starfsmannamál. Á 10. fundi bæjarstjórnar fól bæjarstjórn Stykkishólms Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélagsins og hlutaðeigandi stofnana þess. Samband íslenskra sveitarfélaga fer því með samningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana þess, þ.m.t. Náttúrustofu Vesturlands.

Á 10. fundi sínum fól bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins. Hefur sveitarfélagið óskað eftir mati Attentus og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að kjarasamningshækkanir nú hjá Náttúrustofu Vesturlands, m.t.t. sveitarstjórnarlaga og þess að stofnanasamningur telst hluti kjarasamnings sem á ekki lengur við.

Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir stöðu málsins. Þá er lögð fram tillaga að afgreiðslu málsins á þessu stigi þess.
Bæjarráð telur mikilvægt að starfsmenn verði áfram á sambærilegum kjörum þrátt fyrir þessa breytingu. Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samvinnu við Attentus og Sambandið, og eftir atvikum stjórn Náttúrustofu Vesturlands, að vinna málið áfram, þ.m.t. að fjalla um gildi kjarasamninga og stofnanasamninga hjá Náttúrustofu Vesturlands og eftir atvikum að útfæra sólarlagsakvæði hvað varðar ráðningakjör núverandi starfsfólks m.t.t. fyrri kjarasamningstilvísunar ráðningasamnings og stofnanasamnings.
Inga Björk vék af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?