Fara í efni

Bæjarráð

11. fundur 27. apríl 2023 kl. 14:30 - 17:46 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skóla- og fræðslunefnd - 6

Málsnúmer 2303006FVakta málsnúmer

Lögð fram 6. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Framlagt til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 10

Málsnúmer 2303008FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 10. fundar skipulagsnefndar.
Framlagt til kynningar.

3.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir

Málsnúmer 2304025Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fyrsta fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag.
Framlagt til kynningar.

4.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Breiðafjarðarnefndar nr. 212, frá 14. febrúar 2023.
Framlagt til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Fundargerðir stjórnar Náttúrstofu Vesturlands

Málsnúmer 2106024Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá stjórnarfundi Náttúrustofu Vesturlands frá föstudeginum 17. febrúar sl.
Framlagt til kynningar.

6.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var fimmtudaginn 30. mars sl.
Framlagt til kynningar.

7.Aðgengisúttekt

Málsnúmer 2303041Vakta málsnúmer

Lögð fram aðgengisúttekt sem unnin var af Travable sumarið 2022.
Framlagt til kynningar.

8.Bráðabirgauppgjör jan-mars 2023

Málsnúmer 2304024Vakta málsnúmer

Lagt fram bráðabirgðauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Erindi frá Kvenfélaginu Hringnum

Málsnúmer 2303048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kvennfélaginu Hringnum.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til frekari vinnslu á bæjarráði.

10.Tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040

Málsnúmer 2304003Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk.
Framlagt til kynningar.

11.Tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins

Málsnúmer 2304004Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk.
Framlagt til kynningar.

12.Hjólabrettapallur í Stykkishólmi - Erindi til bæjarstjórnar

Málsnúmer 2304008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Emils Einarssonar til bæjarstjórnar þar sem þess er farið á leit að settur verði upp hjólabrettapallur í Stykkishólmi.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar erindu til æskulýðs-og íþróttanefndar.

13.Innleiðing hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2211024Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar vegna fyrirhugaðra grenndarstöðva. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að útfærslu á grenndarstöð sem talin er snyrtileg og öflug fyrir íslenskar aðstæður. Þá eru jafnframt lagðar fram tillögur að staðsetningum fyrir grenndarstöðvar, en bæjarstjóri leggur til að þeim tillögum verði vísað til meðferðar í skipulagsnefnd.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og að fyrstu þrjár staðsetningarnar verði í Lágholti, Búðarnesvegi og Skúlagötu.
Sesselja Árnadóttir sérfræðingur frá KPMG kom inn á fundinn.

14.Verklagsreglur um ráðningar starfsmanna

Málsnúmer 2304022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga KPMG að uppfærðum verklagsreglum um ráðningu starfsmanna sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar verklagsreglur með áorðnum breytingum um ráðningu starfsmanna sveitarfélagsins.
Sesselja vék af fundi.

15.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Málsnúmer 2304026Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsögn sveitarfélagsins.

16.Fræðsluferð til Skotlands 2023

Málsnúmer 2304027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað SSV sem sent var til allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Óskað er eftir svari um þátttöku í síðasta lagi 11. maí n.k.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa.
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi og Gyða Steinsdóttir komu inn á fundinn.

17.Ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms 2022

Málsnúmer 2304028Vakta málsnúmer

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2022. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi, kemur til fundar og gerir grein fyrir ársreikningnum.
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sveitarfélagsins kom inn á fund og gerði grein fyrir ársreikningi og svaraði spurningum. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ársreikniginn og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Haraldur og GYða véku af fundi.
Sesselja Árnadóttir sérfræðingur frá KPMG kom inn á fundinn.

18.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Dreifbýlisráð

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lagði til að sett yrði á fót sérstakt dreifbýlisráð til tryggja áhrif íbúa í dreifbýli á stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags í tilgangi að draga úr áhyggjum íbúa í dreifbýli af að missa áhrif á verkefni í nærsamfélaginu og annast það sérverkefni sem snúa að íbúum þess hluta sveitarfélagsins.

Strax í upphaf þessa kjörtímabils hófst undirbúningur hins sameinaða sveitarfélags á breytingum á samþykkt um stjórn þess og var gengið frá þeim breytingum með síðari umræðu í ágúst 2022. Í kjölfarið kom í ljós að um sumarið hafði verið lögfest lagaákvæði sem kvað um að setningu reglna um framkvæmd íbúakosninga sveitarfélaga og til að til að tryggja að íbúakosning á vegum sveitarfélags uppfylli grundvallarskilyrði um lýðræðislegar kosningar skuli ráðuneytið setja reglugerð að höfðu samráði við landskjörstjórn þar sem mælt er fyrir um þau lágmarksatriði sem fram skulu koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar, sbr. 4. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 83/2022.

Sveitarfélagið hefur frá þeim tíma verið að kalla eftir setningu umræddrar reglugerðar þannig að geti haldið íbúakosningu og sett umrætt dreifbýlisráð á fót. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur nú staðfest nýja reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem fjallar um þau lágmarksatriði sem þurfa að koma fram í reglum sveitarfélaga um framkvæmd íbúakosninga. Reglugerðin tók gildi 1. apríl 2023.

Lögð fram reglugerð 323/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga, ásamt tillögu að reglum sveitarfélagsins um kosningu í dreifbýlisráð.
Bæjarráð samþykkir tillögu að reglum um íbúakosningu í dreifbýlisráð og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Sesselja vék af fundi.

19.Samkomulag við Eyja- og Miklaholtshrepp um þjónustu í skólamálum o.fl.

Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer

Á 9. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Sveitarfélagið Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Bæjarráð tók á fundi sínum jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Fyrir bæjarráð eru lögð fram tillögur að samningum sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir samninga við Eyja-og Miklaholtshrepp um skólamál leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þá.
Guðný Tómasdóttir frá Landslagi kom inn á fundinn

20.Framkvæmdir vegna UMFÍ 50 - Grunnskóli og stúka

Málsnúmer 2303022Vakta málsnúmer

Lögð fram að uppfærð gögn í tengslum við uppbyggingu við íþróttavöll, tengingu við íþróttahús og frágang á skólalóð, í samræmi við afgreiðslu 9. fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fresta umræddum framkvæmdum að undanskyldum mannvirkjum og öðrum minniháttar lagfæringum, þar sem umfang þeirra rúmast ekki innan núverandi fjárfestingaráætlunar.
Guðný vék af fundi.
Inga Björk frá Attentus kom inn á fundinn.

21.Samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega ábyrgð og kjarasamningsumboðs - Náttúrustofa Vesturlands

Málsnúmer 2302027Vakta málsnúmer

Nýlegar breytingar á rekstrarformi Náttúrustofu Vesturlands sem er B-hlutastofnun sveitarfélagsins frá 1. janúar sl. hafa orðið sveitarfélaginu tilefni til að vinna að samræmingu á málefnum stofunnar, m.a. að aðlaga starfsreglur stjórnar að sveitarstjórnarlögum og breyttu umhverfi, að skilgreina siðareglur og samræma starfsmannamál. Á 10. fundi bæjarstjórnar fól bæjarstjórn Stykkishólms Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélagsins og hlutaðeigandi stofnana þess. Samband íslenskra sveitarfélaga fer því með samningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana þess, þ.m.t. Náttúrustofu Vesturlands.

Á 10. fundi sínum fól bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins. Hefur sveitarfélagið óskað eftir mati Attentus og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að kjarasamningshækkanir nú hjá Náttúrustofu Vesturlands, m.t.t. sveitarstjórnarlaga og þess að stofnanasamningur telst hluti kjarasamnings sem á ekki lengur við.

Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir stöðu málsins. Þá er lögð fram tillaga að afgreiðslu málsins á þessu stigi þess.
Bæjarráð telur mikilvægt að starfsmenn verði áfram á sambærilegum kjörum þrátt fyrir þessa breytingu. Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samvinnu við Attentus og Sambandið, og eftir atvikum stjórn Náttúrustofu Vesturlands, að vinna málið áfram, þ.m.t. að fjalla um gildi kjarasamninga og stofnanasamninga hjá Náttúrustofu Vesturlands og eftir atvikum að útfæra sólarlagsakvæði hvað varðar ráðningakjör núverandi starfsfólks m.t.t. fyrri kjarasamningstilvísunar ráðningasamnings og stofnanasamnings.
Inga Björk vék af fundi.

22.Landfyllingar, jarðmótun og manir

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Lagar eru fram tillögur að landfyllingum, jaðmótunum og mönum innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að landfyllingum, jaðmótunum og mönum innan sveitarfélagsins og vísar málinu til frekari vinnslu og útfærslu hjá skipulagsfulltrúa.

23.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól á níunda fundi sínum forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefni sem snýr að styrkingu leikskólastarfsins þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna. Staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum.

Að tillögu Önnu Magneu, sem tilbúin er til þess að leiða vinnuna í samstarfi við stjórnendur, lagði nefndin til að haldinn verði SVÓT fundur, þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja leikskólatarfið.

Skóla- og fræðslunefnd lagði til að fundurinn yrði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.

24.Skóladagatal Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2303044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skóladagatali leikskólans ásamt erindi varðandi skipulagsdag og endurskoðun á þjónustu Regnbogalands.
Leikskólinn óskar eftir því að fá skipulagsdag þann 24. apríl 2024 til þess að fara í námsferð þrátt fyrir að það sé skóladagur í grunnskólanum þann dag.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkti ósk leikskólans um skipulagsdag þann 24. apríl 2024. Nefndin benti á að endurskoðun á þjónustu Regnbogalands yrði á dagskrá SVÓT fundar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.
Berglind Axelsdóttir skólastjóri kom inn á fundinn.

25.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2304030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2023-2024
Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra um kennslukvóti við Grunnskólann í Stykkishólmi skólaárið 2023-2024 og tillögur skólastjóra um stuðningsfulltrúa og ráðningu í 50% stöðu forfallakennar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Berglind vék af fundi.

Fundi slitið - kl. 17:46.

Getum við bætt efni síðunnar?