Fara í efni

Beit í Landey

Málsnúmer 2302029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023

Hesteigendafélag Stykkishólms fer þess á leit við sveitarfélagið að gerð verði breiting á 2. gr. samnings sveitarfélagsins við félagið sem varðar nýtingu á beitilandi í Landey. Lagt fram erindi frá félaginu ásamt svari bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir erindi félagsins um að gerð verði breyting á samningnum þannig að grein 3 verði beit í eyjunni til 1. apríl, enda hefur félagið yfir að ráða sérstakri beitanefnd sem hefur eftirlit og stjórn með beitarmálum félagsins sem tryggi ásamt stjórn og öðrum félagsmönnum að næg beit fyrir hendi í eyjunni og að ekki sé gengið sé of nærri gróðri.

Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms þar sem það fer þess á leit við sveitarfélagið að gerð verði breiting á 2. gr. samnings sveitarfélagsins við félagið sem varðar nýtingu á beitilandi í Landey.

Bæjarráð samþykkti, á 9. fundi sínum, erindi félagsins um að gerð verði breyting á samningnum þannig að grein 3 verði beit í eyjunni til 1. apríl, enda hefur félagið yfir að ráða sérstakri beitanefnd sem hefur eftirlit og stjórn með beitarmálum félagsins sem tryggi ásamt stjórn og öðrum félagsmönnum að næg beit fyrir hendi í eyjunni og að ekki sé gengið sé of nærri gróðri.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?