Fara í efni

Bæjarráð

9. fundur 21. mars 2023 kl. 14:15 - 17:34 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Hafnarstjórn (SH) - 3

Málsnúmer 2303001FVakta málsnúmer

Lögð fram 3. fundargerð Hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 8

Málsnúmer 2302005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 8. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 5

Málsnúmer 2302006FVakta málsnúmer

Lögð fram 5. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 3

Málsnúmer 2302003FVakta málsnúmer

Lögð fram 3. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 27

Málsnúmer 2302007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 27. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 202. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem fram fór þriðjudaginn 14. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var þriðjudaginn 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2303018Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer föstudaginn 31. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Jafnlaunastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1911016Vakta málsnúmer

Lagt fram staðfesting á jafnlaunavottun Svf. Stykkishólms.
Lagt fram til kynningar.

10.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023

Málsnúmer 2302024Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál

Málsnúmer 2303036Vakta málsnúmer

Lögð fram Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál.
Lagt fram til kynningar og vísað til næsta bæjarráðsfundar.

12.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur o.fl.)

Málsnúmer 2303035Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur o.fl.)
Lagt fram til kynningar.

13.Breyting á raforkulögum (raforkuöryggi)

Málsnúmer 2303034Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fumvarpi um breyting á raforkulögum (raforkuöryggi).
Lagt fram til kynningar.

14.Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi

Málsnúmer 2303033Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi
Lagt fram til kynningar og vísað til næsta bæjarráðsfundar.

15.Drög að hvítbók um samgöngumál og umhverfismatsskýrsla

Málsnúmer 2303032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að hvítbók um samgöngumál og umhverfismatsskýrsla.
Lagt fram til kynningar og vísað til næsta bæjarráðsfundar.

16.Drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu

Málsnúmer 2303031Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu.
Lagt fram til kynningar og vísað til næsta bæjarráðsfundar.

17.Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf

Málsnúmer 2303003Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál

Málsnúmer 2303011Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk
Lagt fram til kynningar.

19.Frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla

Málsnúmer 2303012Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk
Lagt fram til kynningar.

20.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026

Málsnúmer 2303013Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók)

Málsnúmer 2303030Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók).
Lagt fram til kynningar og vísað til næsta bæjarráðsfundar.

22.Þingsályktun Kirkjuþings 2022-2023 um sölu fasteigna

Málsnúmer 2303019Vakta málsnúmer

Lögð fram þingsályktun Kirkjuþings 2022-2023 um sölu fasteigna kirkjunnar, sem samþykkt var á Kirkjuþingi 11. mars 2023, þar sem gengið er út frá því að fasteignir í tilteknum prestaköllum verði ekki hluti fríðinda framtíðarpresta, þ.m.t. fasteign kirkjunnar í Stykkishólmsprestakalli að Lágholti 9 í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ályktun:

Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stefnu Kirkjuþings varðandi sölu fasteigna á landsbyggðinni þar sem stefnan geti komið niður á mikilvægum prestaköllum á landsbyggðinni, þ.m.t. Stykkishólmsprestakalli. Sveitarfélagið leggur þunga áherslu á að heimild til sölu fasteignarinnar í Stykkishólmi verði ekki nýtt nema að undangengnu samráði við sóknarnefnd og sóknarprest og með samþykki þeirra.

23.Ágangur búfjár - Réttaróvissa

Málsnúmer 2301026Vakta málsnúmer

Á 8. fundi bæjarráðs var lagt fram álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 11167/2021 og úrskurður dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR21080053 vegna þeirrar réttaróvissu sem uppi hefur verið um ágang búfjár í ljósi leiðbeiningar og álits samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN2007003 þar sem tekin var efnisleg afstaða til ágreiningsefnisins sem álit, en vegna álits ráðuneytisins taldi sveitarfélagið að ekki hafi verið fyrir hendi forsendur til þess að sveitarfélagið gangi gegn fyrirliggjandi leiðbeiningum og áliti ráðuneytisins í þessum efnum. Í áliti umboðsmanns er mælst er til þess að innviðaráðuneytið taki leiðbeiningar, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið veitti vegna ágangsfjár, í heild sinni til endurskoðunar þar sem þær samrýmist ekki lögum. Vísaði bæjarráð málinu til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.

Málið er lagt að nýju fyrir bæjarráð þar sem lögð er fram bókun 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem samþykkt var að sambandið eigi frumkvæðið að því að koma á fundi milli fulltrúa innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, matvælaráðuneytis, bændasamtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að koma á samráðshópi um heildarendurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf. Þá er lögð fram bókun 173. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem stjórn skorar á matvælaráðuneytið að hefja nú þegar endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til að eyða þeirri óvissu sem er varðandi framkvæmd smölunar ágangsfjár.
Bæjarráð tekur undir ályktun Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, en leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að flýta vinnu við endurskoðun á lögum um fjallskil, afréttarmálefni og tengdri löggjöf þar sem núverandi staða sé óboðleg og nauðsynlegt er að eyða óvissu um þessi málefni sem fyrst.

24.Saurar - Uppskipting jarðar

Málsnúmer 2303016Vakta málsnúmer

Benedikt Benediktsson óskar eftir leyfi fyrir uppskiptingu á landi Saura. Með uppskiptingunni verður til spildan Saurar 9. Einnig er skógræktin staðfest með hnitum.

Sótt er um að skrá eina nýja landeign, Saura 9, úr landi Saura (L-136854). Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum. Í gildandi Aðalskipulagi Helgfellsveitar 2012-2024 er umrætt svæðið að mestu skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Skipulagsnefnd samþykkti, á 8. fundi sínum, fyrir sitt leiti umsókn um uppskiptingu jarðarinnar Saura í Saura 9.

Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

25.Beit í Landey

Málsnúmer 2302029Vakta málsnúmer

Hesteigendafélag Stykkishólms fer þess á leit við sveitarfélagið að gerð verði breiting á 2. gr. samnings sveitarfélagsins við félagið sem varðar nýtingu á beitilandi í Landey. Lagt fram erindi frá félaginu ásamt svari bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir erindi félagsins um að gerð verði breyting á samningnum þannig að grein 3 verði beit í eyjunni til 1. apríl, enda hefur félagið yfir að ráða sérstakri beitanefnd sem hefur eftirlit og stjórn með beitarmálum félagsins sem tryggi ásamt stjórn og öðrum félagsmönnum að næg beit fyrir hendi í eyjunni og að ekki sé gengið sé of nærri gróðri.

26.Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir)

Málsnúmer 2303002Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir), 485. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. mars nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn og leggja fyrir næsta bæjarráðfund.

27.Erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp

Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi leik- og grunnskólamál. Í erindinu er þess farið á leit að Svf. Stykkishólmur veiti leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra, ásamt oddvitum beggja lista, að semja við fulltrúa Eyja-og Miklaholtshrepps um leik- og grunnskólaþjónustu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp.

28.Ráðstöfun dýraleifa

Málsnúmer 2303015Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað, sem unnið er af Stefáni Gíslasyni, framkvæmdastjóra Umhverfisráðgjafar Íslands ehf., fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Samband íslenskra sveitarfélaga og er ætlað að varpa ljósi á skyldur sveitarfélaga hvað varðar ráðstöfun dýraleifa, svo og helstu ráðstöfunarleiðir sem nú eru tiltækar eða til greina kæmi að byggja upp. Í minnisblaðinu er m.a. lag til að gripið verði til aðgerða til að tryggja að í stað urðunar verði öllum dýraleifum komið í vinnslu sem uppfyllir lagakröfur og er í anda hringrásarhagkerfisins.
Bæjarráð telur mikilvægt að mynda samstöðu ríkis, sveitarfélaga og bænda um þær leiðir sem farnar verða til þess að ná settu markmiði varðandi ráðstöfun dýraleifa. Bæjarráð vísar minnisblaðinu að öðru leyti til umfjöllunar og umsagnar í landbúnaðarnefnd.

29.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Lagðar fram styrkumsóknir til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsti eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar 21. febrúar sl.

Tíu umsóknir bárust en umsóknarfrestur var til og með 14. mars.
Samþykkt að vísa þessu til næsta bæjarráðsfundar.

30.Eftirfylgni með úrbótum vegna úttektar á Slökkviliði Stykkishólms

Málsnúmer 2107011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu slökkviliðsins.
Samþykkt að vísa þessu til næsta bæjarráðsfundar.

31.Framkvæmdir vegna UMFÍ 50

Málsnúmer 2303022Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við uppbyggingu við íþróttavöll, tengingu við íþróttahús og frágang á skólalóð. Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir að verkefnið verði afmarkað í samræmi við umræður á fundinum og vísar til næsta viðauka við Fjárhagsáætlun.

32.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju til umfjöllunar í bæjarráði verkefni í tengslum við styrkingu leikskólastarfs.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefninu þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna.

33.Uppbygging Víkurhverfis

Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við fyrirhugað útboð á gatnagerð í Víkurhverfi (1. áfangi).
Samþykkt að vísa þessu til næsta bæjarráðsfundar.

34.Hopp Snæfellsnes

Málsnúmer 2303020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til sveitarfélagsins frá Snæhopp ehf. ásamt samstarfsyfirlýsingu og minnisblaði bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir erindið á grunni fyrirliggjandi gagna.

35.Skipavík - deiliskipulag

Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna vinnu við deiliskipulag Skipavíkur, ásamt afgreiðslu 8. fundar skipulagsnefndar varðandi áherslur nefndarinnar við að fullvinna tillögu að tillögu að deiliskipulagi og afgreiðsla 3. fundar hafnarstjórnar þar sem hafnarstjórn staðfesti umboð til handa skipulasnefnd eða bæjarráði, til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um deiliskipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Afgreiðslur skipulagsnefndar og hafnarstjórnar eru lagðar fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnarstjórnar.

36.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram verkefnatillaga KPMG fyrir mótun græns iðngarðs í Stykkishólmi í tengslum við vinnu við skipulag svæðisins.
Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa frá KPMG á fund til að kynna tillöguna.

37.Stefnumótun um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla

Málsnúmer 2303029Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveðið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands og Grunn, félag stjórnenda á skólaskrifstofum að efna til fundarraðar í mars til maí 2023 um áframhaldandi vinnu um úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla. Tilgangur fundanna er að styðja betur við stefnumótun og starfshætti sem stuðla að menntun fyrir alla. Tveir fundir verða haldnir á hverjum stað með um tveggja mánaða millibili. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög/skólar vinni ákveðið verkefni milli funda. Fyrri fundurinn á Vesturlandi var haldinn mánudaginn 20. mars sl. og sátu fyrir hönd sveitarfélagsins þann fund forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs, bæjarstjóri og aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi. Fyrir bæjarráð eru lögð fram gögn fundarins ásamt sjálfsmat fyrir stefnumótun um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla sem liggur fyrir að vinna þurfi af hálfu sveitarfélagsins í tengslum við verkefnið og kynna þarf á seinni fundi verkefnisins í maí nk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skipa starfshóp starfsmanna sveitarfélagisins sem vinnur að verkefninu með bæjarráði og formanni skólanefndar.

Fundi slitið - kl. 17:34.

Getum við bætt efni síðunnar?