Fara í efni

Hólar 7. Fyrirspurn um byggingarheimildir

Málsnúmer 2303017

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 8. fundur - 15.03.2023

Tekin er fyrir fyrirspurn landeiganda Hóla 7 ásamt samantekt skipulagsfulltrúa.
Máli frestað.

Skipulagsnefnd - 9. fundur - 23.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn landeiganda Hóla 7.

Málið var tekið fyrir á 8. fundi skipulagsnefndar en afgreiðslu frestað vegna óvissu um túlkun á merkingu skipulagsskilmála í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 þ.m.t. kafla 4.1 um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. í kjölfar fundarins óskaði skipulagsfulltrúi eftir áliti Skipulagsstofnunar á byggingarheimildum fyrir jörðina Hóla.
Skipulagsnefnd bendir á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023

Lögð er fram fyrirspurn landeiganda Hóla 7.

Málið var tekið fyrir á 8. fundi skipulagsnefndar en afgreiðslu frestað vegna óvissu um túlkun á merkingu skipulagsskilmála í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 þ.m.t. kafla 4.1 um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. í kjölfar fundarins óskaði skipulagsfulltrúi eftir áliti Skipulagsstofnunar á byggingarheimildum fyrir jörðina Hóla.

Á níunda fundi sínum benti Skipulagsnefnd á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð staðfestir niðurstöðu skipulagsfulltrúa og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið.

Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023

Lögð er fram fyrirspurn landeiganda Hóla 7.

Málið var tekið fyrir á 8. fundi skipulagsnefndar en afgreiðslu frestað vegna óvissu um túlkun á merkingu skipulagsskilmála í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 þ.m.t. kafla 4.1 um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. í kjölfar fundarins óskaði skipulagsfulltrúi eftir áliti Skipulagsstofnunar á byggingarheimildum fyrir jörðina Hóla.

Á níunda fundi sínum benti Skipulagsnefnd á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

Bæjarráð staðfesti á 10. fundi sínum niðurstöðu skipulagsfulltrúa og fól skipulagsfulltrúa að afgreiða málið. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?