Fara í efni

Hopp Snæfellsnes

Málsnúmer 2303020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023

Lagt fram erindi til sveitarfélagsins frá Snæhopp ehf. ásamt samstarfsyfirlýsingu og minnisblaði bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir erindið á grunni fyrirliggjandi gagna.

Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023

Lagt fram erindi til sveitarfélagsins frá Snæhopp ehf. ásamt samstarfsyfirlýsingu og minnisblaði bæjarstjóra. Bæjarráð samþykkti á 9. fundi sínum, erindið á grunni fyrirliggjandi gagna.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH,JBSJ,HG,SIM,RMR og Heiðrún H

Bæjarstjóri leggur til að ákvæði um 3. gr. um sértækan þjónustusamning í samstarfsyfirlýsingu yrði tekið til afgreiðslu sérstaklega.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga um samþykkja samstarfssamning, að frátaldri 3. grein um sértækan þjónustusamning, og erindin um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Stykkishólmi.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga um að samþykkja 3. grein samstarfsyfirlýsingar um sértækan þjónustusamning.

Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa Í-lista.

Bókun.

Undirrituð fagna því að Snæhopp hafi í hyggju að bjóða upp á rafskútur í sveitarfélaginu enda er umhverfisvænt að ferðast um á rafskútu. Undirrituð gera hins vegar athugasemd við að í drögum að samstarfsyfirlýsingu við Snæhopp er gert ráð fyrir að sveitarfélagið taki að sér hleðsluaðstöðu. Enn fremur kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra að starfsmaður sveitarfélagsins sjái um að hlaða og skipta um rafhlöður á rafskútunum. Þessi þjónusta sveitarfélagsins við Snæhopp verði veitt gegn fríum afnotum starfsfólks sveitarfélagsins að rafskútunum á vinnutíma auk tveggja skúta til afnota sem staðsettar verða við Ráðhús og þjónustumiðstöð.

Undirrituð geta ekki samþykkt fyrirliggjandi drög að samstarfsyfirlýsingu enda ekki hlutverk sveitarfélagsins að þjónusta einkafyrirtæki á þennan hátt.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

Bæjarstjórn - 14. fundur - 11.05.2023

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Snæhopp ehf. þar sem sérstökum þjónustusamningi sem gerður var við Sveitarfélagið Stykkishólm er sagt upp. Stjórn félagsins telur nokkur ákvæði í þjónustusamningnum hafa orðið pólitískari en til var ætlað. Það hafi dregið nafn og vörumerki Hopp inn í umræðu sem að geti skekkt ímynd félagsins og því var ákveðið að rifta samningnum.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?