Fara í efni

Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi

Málsnúmer 2303033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023

Lögð fram skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi
Lagt fram til kynningar og vísað til næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023

Lögð fram skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að Matvælaráðuneytið hafi ráðist í gerð skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi, sem er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi.

Fjölbreytt atvinnustarfsemi við Breiðafjörð nýtir sjávarauðlindir í og við strendur hans. Bæjarráð telur að efnahagslegur og samfélagslegur ábati af lagaeldi sé augljós, bæði fyrir svæðið og íslenskt samfélag, sem og framtíðar vaxtarmöguleikar og nýsköpun í kringum sjálfbæra auðlindanýtingu í kringum lagaeldi.

Bæjarráð leggur áherslu á að með auknu rannsóknar- og vísindastarfi getum við enn betur tryggt svæðisbundin tækifæri til verðmætasköpunar á grunni sjálbærrar nýtingar. Á sama tíma er mögulegt að horfa til möguleika svæðisins til aukinnar bindingar gróðurhúsalofttegunda og til langvarandi áhrifa sem loftlagsbreytingar hafa á hafið og vistkerfi þess með áherslu á lífríki Breiðafjarðar, þ.m.t. breytileika í straumum, hita og seltu hafsins og þau áhrif sem það getur haft á eiginleika til sjávar og stranda. Bæjarráð telur á þessum grunni að mikilvægt sé að víkka út rannsóknir á sjávarfangi og öðrum auðlindum við Breiðafjörð með það í huga að efla þar atvinnurekstur á grundvelli sjálfbærrar nýtingar.
Getum við bætt efni síðunnar?