Fara í efni

Saurar 9 - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Vigraholt ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Saura 9 (L-235684), samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags 5.10.2023.Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísar skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.Gert er ráð fyrir að vegurinn verði aðkomuleið að fyrirhugaðri frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu (sjá mál 2306018 nýtt deiliskipulag og br. á aðalskipulagi). Vegurinn liggur að hluta til eftir um gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsveginum).Meðfylgjandi er undirrituð yfirlýsing landeigenda Arnarstaða um heimild til uppbyggingar og veglagningu á þeirra landi, heimild Vegagerðinnar vegna tengingar við Skógarstrandaveg (Stykkishólmsveg) við Vogaskeið og umsögn Minjastofnunar, sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu umrædds vegar.
Með vísun í mál 2306018 (skipulagslýsing fyrir deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi) mál 2310002 (stofnun lóða), felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi sem liggur eftir gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi) frá Vogaskeiði að Sauravegi ásamt afleggjara að sjö lóðum samkvæmt framlögðum gögnum og að öllum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 uppfylltum.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Vigraholt ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Saura 9, samkvæmt famlögðum uppdrætti dags 5.10.2023.Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísaði skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.Gert er ráð fyrir að vegurinn verði aðkomuleið að fyrirhugaðri frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu. Vegurinn liggur að hluta til eftir um gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi).Lögð er fram undirrituð yfirlýsing landeigenda Arnarstaða um heimild til uppbyggingar og veglagningu á þeirra landi, heimild Vegagerðinnar vegna tengingar við Skógarstrandaveg (Stykkishólmsveg) við Vogaskeið og umsögn Minjastofnunar, sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu umrædds vegar.Á 14. fundi sínum fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi sem liggur eftir gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi) frá Vogaskeiði að Sauravegi ásamt afleggjara að sjö lóðum samkvæmt framlögðum gögnum og að öllum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 uppfylltum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?