Fara í efni

Skipulagsnefnd

14. fundur 11. október 2023 kl. 16:30 - 20:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Gretar Daníel Pálsson (GDP) aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
  • Einar Þór Strand Slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Bæring Bjarnar Jónsson, arkitekt, kemur til fundar.

1.Lóðaframboð í Stykkishólmi - HMS íbúðir

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til afgreiðslu tillögur Gláma Kím (dags. 21.9.2023) að staðsetningu íbúðarhúsa fyrir 12 íbúðir í Stykkishólmi, sem ætlaðar eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum.



Á 15. fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélags hses., um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, ásamt erindi frá HMS þar sem samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á 12 íbúðum í Stykkishólmi með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Á fundinum staðfesti bæjarstjórn skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins vegna verkefnisins. Fyrir bæjarráð voru lagðar fram tillögur að staðsetningum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.



Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu og útfærslu í skipulagsnefnd, en leggur áherslu að tillaga B verði skoðuð sérstaklega.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis frá 2007 m.s.br. skv. tillögu B, sem gerir ráð fyrir fjórum 2-hæða, 4-íbúða, húsum við Bauluvík (nú lóðir E1-H, E3-R og E3-I) eða samtals 16 íbúðum.

Samþykkt með þremur atkvæðum H-lista.

Gretar og Steindór greiða atkvæði gegn tillögunni og benda á Vatnsás sem heppilegri staðsetningu fyrir íbúðirnar.

2.Aðalgata 16 - Stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2307005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til afgreiðslu tillögur Gláma Kím (dags. 06.10.2023), f.h. Þ.B.Borg ehf., að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna fyrirhugaðrar byggingar við Aðalgötu 16.



Þann 25.september sl., samþykkti bæjarráð (fundur 13) drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og fól skipulagsnefnd að fullvinna tillöguna og í framhaldinu að grenndarkynna hana eða, eftir atvikum, auglýsa hana. Áður hafði skipulagsnefnd (fundur 13) tekið jákvætt í fyrirhugaðar breytingar hvað varðar stækkun á byggingarreit og niðurfellingu á byggingarreit fyrir bílskúr.



Á fundinum lagði nefndin til að skoðað yrði hvort mögulegt sé að færa lóðina nær Aðalgötu 14 og færa göngustíginn aftur meðfram brekkunni eins hann var upphaflega sýndur á deiliskipulagi frá 2003. Jafnframt lagði nefndin áherslu á að breytingin yrði í samræmi við almenna skipulagsskilmála fyrir gamla miðbæjarkjarnann (Plássins) þ.e. að nýbyggingar skuli halda við og styrkja fallega ásýnd með formum, hlutföllum, hrynjandi og efnisvali; að gætt verði að samræmi milli bygginga, götu, götumynda og útisvæða; og að hugað verði að mikilvægi sjónarhorna og sjónlína að og frá Plássinu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram tillögu með einu bílastæði fyrir Aðalgötu 14 og tveimur bílastæðum sitt hvoru megin við Aðalgötu 16 og aðlögun lóðarmarka samkvæmt því. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að skoða fjarlægð byggingarreits Aðalgötu 16 frá gangstétt. Að því búnu felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Þvergötu 4, 6 og 8, Aðalgötu 14, 11 og 13 og Víkurgötu 6 í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Bæring Bjarnar Jónsson, arkitekt, yfirgefur fundinn.

3.Hjallatangi 48 - fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2308013Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Sigurbjarts Loftssonar, lóðarhafa Hjallatanga 48, um breytingu á deiliskipulagi við Nónvík frá 2011. Tillaga að breytingu felst í meginatriðum í færslu byggingarreits, stækkun lóðar og færslu á göngustíg sem tengir gönguleið milli Hjallatanga og stígs við hesthús.



Bæjarráð (13) dags. 21.08.2023 vísaði fyrirspurn lóðarhafa vegna deiliskipulagsbreytingarinnar til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í að lóðarhafi vinni tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 2011, sem í meginatriðum felst í færslu á byggingarreit og stækkun lóðar samkvæmt því. Nefndin skilyrðir að göngustígur liggi áfram meðfram lóðarmörkum niður að Fúluvík/Fúlutjörn.

4.Birkilundur - sameining lóða 21, 21a, 22, 22a og 23

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, landeiganda Saura (L-136954), um afstöðu skipulagsnefndar varðandi sameiningu fimm lóða í Birkilundi þ.e. lóð 21, 21a, 22, 22a og 23 (skv. deiliskipulagstillögu frá 2006 sem nú er aftur í vinnslu) þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 25 smáhýsi (25-40 m2) til útleigu.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og að sameinaðar lóðir verði hluti deiliskipulags sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkir nefndin að landeigandi láti vinna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu á landnotkun úr "frístundabyggð" í "verslun og þjónusta". Vinna skipulagsráðgjafa hvað varðar sameiningu lóðanna og breytingu á aðalskipulagi greiðist af landeiganda. Auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila, fer nefndin jafnframt fram á að leitað verði samþykkis slökkviliðsstjóra.

5.Saurar 9 deiliskipulag

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu skipulagslýsing frá Arkís arkitektum (dags. 06.10.2023), f.h. Vigraholts ehf., vegna nýs deiliskipulags og breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu í landi Saura 9 (L-235684).



Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að br. á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu (dags. 06.10.2023) fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.

6.Saurar 9 - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Vigraholt ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Saura 9 (L-235684), samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags 5.10.2023.



Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísar skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.



Gert er ráð fyrir að vegurinn verði aðkomuleið að fyrirhugaðri frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu (sjá mál 2306018 nýtt deiliskipulag og br. á aðalskipulagi). Vegurinn liggur að hluta til eftir um gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsveginum).



Meðfylgjandi er undirrituð yfirlýsing landeigenda Arnarstaða um heimild til uppbyggingar og veglagningu á þeirra landi, heimild Vegagerðinnar vegna tengingar við Skógarstrandaveg (Stykkishólmsveg) við Vogaskeið og umsögn Minjastofnunar, sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu umrædds vegar.
Með vísun í mál 2306018 (skipulagslýsing fyrir deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi) mál 2310002 (stofnun lóða), felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi sem liggur eftir gamla Skógarstrandarveginum (Stykkishólmsvegi) frá Vogaskeiði að Sauravegi ásamt afleggjara að sjö lóðum samkvæmt framlögðum gögnum og að öllum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 uppfylltum.

7.Saurar 9 - stofnun lóða

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu, umsókn Vigraholts ehf. um stofnun lóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.



Þar sem framkvæmdaleyfið tengist yfirstandandi skipulagsvinnu og stofnun lóða á Saurum 9, vísar skipulagsfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd telur stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 vera í samræmi við Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðanna samkvæmt framlögðum uppdrætti í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Liggi ekki fyrir undirritað samþykki landeigenda aðliggjandi jarða og landsspilda, skal grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða. Sjá einnig mál 2310001 og 2306018.

8.Reitarvegur 7-17

Málsnúmer 2310003Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Arnars Hreiðarssonar um breytingu á deiliskipulagi vegna Reitarvegs 7-17, sem felst í: minnkun byggingarreits og lóðar til samræmis við byggingu á Reitarvegi 5 (um 25m x 13m), fækkun iðnaðarbila úr 5 í 2-3, notkun stálgrindar í stað steyptra útveggja og afnámi ákvæðis um girðingu.
Skipulagsnefnd fellst ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.

9.Nesvegur 12 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Kristján Sveinssonar, lóðarhafa Nesvegs 12, um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík samkvæmt framlagðri tillögu.



Undanfarin ár hefur Kristján starfrækt fyrirtækið Kontiki ehf. sem býður m.a. upp á kajakferðir í Stykkishólmi. Til þess að mæta aukinni eftirspurn árið um kring, óskar lóðarhafi eftir því að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Nesveg 12 og felst breytingin í breyttri notkun úr hafsækinni athafnastarfsemi í blandaða hafsækna athafna- og ferðaþjónustu og færslu á byggingareit til norðausturs þar sem miðlína reits verður á miðlínu lóðar.
Skipulagsnefnd hafnar breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík samkvæmt framlagðri tillögu.
Gretar D. Pálsson yfirgefur fundinn.

10.Jónsnes - framkvæmdaleyfi fyrir veg

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu, umsókn Jónsness ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi í Jónsnes (L-136950) samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 3.10.2023 sem sýnir vegstæði frá Vogsbotni á milli Ögursvatns og Hofstaðavatns eftir Hellisási, Arnarási og Skálaholti að Jónsnesi.



Þann 29. september sl. bárust skipulagsfulltrúa ábendingar um að framkvæmdir við veginn væru hafnar án framkvæmdaleyfis og stöðvaði skipulagsfulltrúi framkvæmdirnar samstundis í samræmi við 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið f) í 2. gr. viðauka 3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.



Þar sem vegurinn er ekki á skipulagi og liggur að hluta til um svæði, sem í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er skilgreint sem náttúruverndarsvæði (almenn náttúruvernd), vísaði skipulagsfulltrúi afgreiðslu málsins til skipulagsnefndar í samræmi við 4. gr. ofangreindrar samþykktar, en samkvæmt greininni gerir skipulagsnefnd tillögu til bæjarráðs sem tekur ákvörðun um fullnaðarafgreiðslu málsins.



Skipulagsnefnd telur framkvæmdina vera framkvæmdaleyfisskylda sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin óskar eftir skriflegu samþykki landeigenda Ögurs og Hofstaða og verklýsingu í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar. Þegar þessi gögn hafa borist, felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag og vegurinn er ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti, felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort vegurinn teljst skipulags- og/eða matsskyldur sbr. 9. gr. reglugerðarinnar.

Framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en ofangreind gögn liggja fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda sem kunna að berast. Stöðvun framkvæmda er því í gildi áfram eða þar til framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.

11.Hólar 5a - fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2310010Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Ragnars Más Ragnarssonar, f.h. landeigenda Hóla 5a (L-221913), um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu landnotkunar úr landbúnaðarlandi í íbúðarbyggð með heimild fyrir einu íbúðarhúsi og þremur frístundahúsum.



Í gildandi aðalskipulagi er heimilt að byggja fjögur íbúðarhús og þrjú frístundahús á jörðum og jarðarskipum stærri en 10 ha. Hólar 5a er skráð 3,2 ha. og er háð byggingarheimildum Hólajarðarinnar. Sjá fyrri afgreiðslur skipulagsnefndar varðandi byggingarleyfi/heimildir fyrir Hóla 5a.
Málinu frestað til næsta fundar og skipulagsfulltrúa falið að kanna betur forsendur fyrirspurnarinnar.

12.Yfirferð sviðsstjóra

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Yfirferð/staða ýmissa mála hjá umhverfis- og skipulagssviði:



1. Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tók gildi 2. október 2023.



2. Grenndarkynning vegna sólskála við Sæmundarreit 8 er í gangi (óv.br.dsk).



3. Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu vegna færslu á bílskúrsreit á Skúlagötu 23 (óv.br.dsk).



4. Óleyfisframkvæmdir þ.e. framkvæmdir án stöðuleyfis, byggingarheimildar/leyfis og/eða framkvæmdaleyfis - næstu skref.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?