Fara í efni

Reitarvegur 7-17

Málsnúmer 2310003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Arnars Hreiðarssonar um breytingu á deiliskipulagi vegna Reitarvegs 7-17, sem felst í: minnkun byggingarreits og lóðar til samræmis við byggingu á Reitarvegi 5 (um 25m x 13m), fækkun iðnaðarbila úr 5 í 2-3, notkun stálgrindar í stað steyptra útveggja og afnámi ákvæðis um girðingu.
Skipulagsnefnd fellst ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Lögð fram fyrirspurn Arnars Hreiðarssonar um breytingu á deiliskipulagi vegna Reitarvegs 7-17, sem felst í minnkun byggingarreits og lóðar til samræmis við byggingu á Reitarvegi 5, fækkun iðnaðarbila úr 5 í 2-3, notkun stálgrindar í stað steyptra útveggja og afnámi ákvæðis um girðingu.Á 14. fundi sínum fellst skipulagsnefnd ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd að rýna í deiliskipulag svæðisins m.t.t. endurskoðunar í samræmi við þá eftirspurn og þarfir sem uppi eru í samfélaginu. Bæjarráð ákveður að lóðin verði tekin af úthlutunarlista á meðan deiliskipulag er endurskoðað.

Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023

Lögð fram fyrirspurn Arnars Hreiðarssonar um breytingu á deiliskipulagi vegna Reitarvegs 7-17, sem felst í minnkun byggingarreits og lóðar til samræmis við byggingu á Reitarvegi 5, fækkun iðnaðarbila úr 5 í 2-3, notkun stálgrindar í stað steyptra útveggja og afnámi ákvæðis um girðingu.Á 14. fundi sínum fellst skipulagsnefnd ekki á að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reitarvegs samkvæmt framlagðri lýsingu.Bæjarráð samþykkti, Á 15. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar. Bæjarráð fól skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd að rýna í deiliskipulag svæðisins m.t.t. endurskoðunar í samræmi við þá eftirspurn og þarfir sem uppi eru í samfélaginu. Bæjarráð ákvað að lóðin verði tekin af úthlutunarlista á meðan deiliskipulag er endurskoðað. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?