Fara í efni

Hólar 5a - fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2310010

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lögð fram til afgreiðslu fyrirspurn Ragnars Más Ragnarssonar, f.h. landeigenda Hóla 5a (L-221913), um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu landnotkunar úr landbúnaðarlandi í íbúðarbyggð með heimild fyrir einu íbúðarhúsi og þremur frístundahúsum.



Í gildandi aðalskipulagi er heimilt að byggja fjögur íbúðarhús og þrjú frístundahús á jörðum og jarðarskipum stærri en 10 ha. Hólar 5a er skráð 3,2 ha. og er háð byggingarheimildum Hólajarðarinnar. Sjá fyrri afgreiðslur skipulagsnefndar varðandi byggingarleyfi/heimildir fyrir Hóla 5a.
Málinu frestað til næsta fundar og skipulagsfulltrúa falið að kanna betur forsendur fyrirspurnarinnar.

Skipulagsnefnd - 16. fundur - 04.12.2023

Lögð fram að nýju fyrirspurn eigenda Hóla 5a um afstöðu sveitarfélagsins til breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. gr. laganna, og breytingu á deiliskipulag "sumarhúss Andrésar" í samræmi við 1. mgr. 40 gr. langanna.



Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í blandaða landnotkun frístundabyggðar (F) og íbúðarbyggðar (ÍB) sbr. gr. 4.3.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.



Í fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins þannig að það taki til Hóla 5a, tveggja frístundasvæða sem nú þegar eru á aðalskipulagi, lögbýlisins Hóla og Hóla 2 í samræmi við gr. 5.3.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi "sumarhúss Andrésar". Nefndin telur að um sé að ræða verulega breytingu á aðalskipulagi (veruleg breyting á landnotkun, líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila og/eða stór svæði?) og verulega breytingu á deiliskipulagi og að málsmeðferð verði háttað í samræmi við það.

Heimild sveitarfélagsins fyrir skipulagsgerðina er háð samþykki annarra landeigenda á skipulagssvæðinu og felur nefndin skipulagsfulltrúa að funda með landeigendum. Að fengnu samþykki annarra landeigenda, skal sækja formlega um heimild til skipulagsnefndar til þess að vinna skipulag og leggja samtímis fram sameiginlega skipulagslýsingu fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Getum við bætt efni síðunnar?