Fara í efni

Undirbúningur fyrir eigendafund Félagsheimilisins Skjaldar

Málsnúmer 2310043

Vakta málsnúmer

Dreifbýlisráð - 1. fundur - 03.11.2023

Lögð fram drög að fundarboði fyrir eigendafund Félagsheimilisins Skjaldar sem haldinn verður miðvikudaginn 8. nóvember nk.
Dreifbýlisráð fagnar frumkvæði bæjarráðs að eigendafundi til þess að ræða stöðu, viðhald og framtíðarmöguleika húsnæðisins.

Dreifbýlisráð telur að þurfi að aðlaga samvinnusamning til samræmis við hlutverk dreifbýlisráð samkvæmt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Dreifbýlisráð leggur áherslu á að viðhald og uppbygging á húsinu taki mið af nýtingu þess.

Dreifbýlisráð lýsir sig reiðubúið til þess að koma með beinum hætti að forgangsröðum framkvæmda og viðhalds á félagsheimilinu, þ.m.t. að sitja í framkvæmdanefnd verði hún stofnuð.
Getum við bætt efni síðunnar?