Fara í efni

Dreifbýlisráð

1. fundur 03. nóvember 2023 kl. 13:15 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ragnar Ingi Sigurðsson formaður
  • Lára Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Álfgeir Marinósson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
  • Guðrún Reynisdóttir varamaður
  • Guðmundur Hjartarson varamaður
Fundargerð ritaði: Ragnar Ingi Sigurðsson formaður
Dagskrá

1.Dreifbýlisráð - hlutverk og skyldur

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um stjórn sveitarfélagsins þar sem fjallað er m.a. um hlutverk deifbýlisráðs. Vísað er sérstaklega í 8. lið B hluta 48. gr. samþykktarinnar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir skyldum og hlutverkum dreifbýlisráðs. Lögð voru fram drög af erindisbréfi.

Lagt fram til kynningar.

2.Íbúafundur um áherslur dreifbýlis

Málsnúmer 2310041Vakta málsnúmer

Teknar til umræðu hugmyndir um að haldinn verði íbúafundur í deifbýli þar sem íbúar þess hluta sveitarfélagsins fái tækifæri til að ræða sín áherslumál í þjónustu sveitarfélagsins.
Dreifbýlisráð telur mikilvægt að sjónarmið dreifbýlisins endurspeglist í áherslum og þjónustu sveitarfélagsins. Ráðið felur formanni að boða til fundar, í samráði við nefndarmenn, þegar tilefni er til.

3.Fyrirspurn - Skjöldur deiliskipulag

Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer

Þórarinn Sighvatsson sækir um, f.h. Trébala ehf., heimild til þess að vinna nýtt deiliskipulag á Skildi (L-136960) þar sem gert verður ráð fyrir ferðatengdri þjónustu þ.m.t. gistingu.Samhliða deiliskipulagsvinnunni verði gerð breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 kalli deiliskipulagið á slíka breytingu.Landeigandi Skjaldar stefnir á uppbyggingu ferðaþjónustu á hluta af landi sínu u.þ.b. 3 ha svæði norðan við veginn upp að Skildi. Í fyrsta áfanga uppbyggingarinnar er gert ráð fyrir 14 smáhýsum ásamt þjónustuhúsi fyrir þvottahús o.fl. Landeigandi hefur einnig áhuga að kanna vilja sveitarfélagsins fyrir ferðaþjónustutengda íbúðarbyggð á svæðinu (starfsmannaíbúðir).Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er áætluð uppbygging ferðaþjónustu í kringum félagsheimilið Skjöld. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland. Í dag er þar tjaldstæði og aðstaða í félagsheimilinu hentar vel í ferðaþjónustu.Á 13. fundi sínum tók skipulagsnefnd fyrir sitt leyti jákvætt í að unnið verði deiliskipulag vegna ferðaþjónustu í landi Skjaldar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið nái yfir stærra svæði þ.m.t. félagsheimilið, tjaldstæðið, réttina, skógræktarsvæðið og Tungu (L-2300050).Bæjarráð fól, á 15. fundi sínum, skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við lóðarhafa, en vísaði jafnframt umfjöllun um deiliskipulag í landi Skjaldar til umfjöllunar í dreifbýlisráði.Skipulagsfulltrúi kemur til fundar og gerir grein fyrir málinu.
Dreifbýlisráðið gerir það ekki að skilyrði að unnið sé heilstætt eitt skipulag fyrir allt svæðið en það er kostur ef hægt er að vinna að þeim samhliða. Þá leggur dreifbýlisráð áherslu á að deiliskipulag svæði sveitarfélagsins í kringjum Skjöld taki mið af væntanlegri framtíðarsýn fyrir notkun félagsheimilisins.

4.Byggingaheimildir í dreifbýli

Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kemur til fundar og gerir grein fyrir málinu.
Skipulagfulltrúi gerir grein fyrir túlkun sinni á heilmildum til uppbyggingar samkvæmt aðalskipulagi Helgafellssvetitar.

Drefibýlisráð leggur áherslu á að sveitarfélagið haldi sig við þá stefnumörkun og ákvarðanir sem sveitarstjórn Helgafellssveitar tók fyrir sameiningu hvað varðar túlkun á aðalskipulagi þar til aðalskipulagsbreyting verði gerð sem breyti þeirri stefnumörkun. Dreifbýlisráðið leggur áherslu á heilstætt mat fari fram hverju sinni, sér í lagi á bótaábyrgð sveitafélagsins.

Dreifbýlisráð leggur til að málsgrein í kafla 4.1. í aðalskipulagi varðandi kröfu um deiliskipulag verði endurskoðað vegna þeirrar óvissu og óskýrleika sem málsgreinin hefur valdið.

5.Undirbúningur fyrir eigendafund Félagsheimilisins Skjaldar

Málsnúmer 2310043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundarboði fyrir eigendafund Félagsheimilisins Skjaldar sem haldinn verður miðvikudaginn 8. nóvember nk.
Dreifbýlisráð fagnar frumkvæði bæjarráðs að eigendafundi til þess að ræða stöðu, viðhald og framtíðarmöguleika húsnæðisins.

Dreifbýlisráð telur að þurfi að aðlaga samvinnusamning til samræmis við hlutverk dreifbýlisráð samkvæmt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Dreifbýlisráð leggur áherslu á að viðhald og uppbygging á húsinu taki mið af nýtingu þess.

Dreifbýlisráð lýsir sig reiðubúið til þess að koma með beinum hætti að forgangsröðum framkvæmda og viðhalds á félagsheimilinu, þ.m.t. að sitja í framkvæmdanefnd verði hún stofnuð.

6.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykkt var á 17. fundi bæjarstjórnar. Sérstaklega er vakin athygli á gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Skjöld.
Dreifbýlisráð gerir ekki athugsemd við fyrirliggjandi gjaldskrá, en bendir að gjaldskrá varðandi félagsinsheimilið verður að taka mið af fyrirhugaðri notkun og nauðsynlegum framkvæmdum.

7.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til umræðu og umsagnar.
Dreifbýlisráð gerir ekki athugsemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, en leggur áherslu á gert verði ráð fyrir nauðsynlegum viðhaldaframkvæmdum á félagsinsheimilinu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?