Fara í efni

Erindi frá UMFÍ

Málsnúmer 2312015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lagt fram þakkarbréf frá UMFÍ til sveitarfélagsins og HSH.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Lagt fram þakkarbréf frá UMFÍ til sveitarfélagsins og HSH. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Stykkishólms þakkar hlýjar kveðjur og vill færa þakkir til UMFÍ og HSH fyrir traustið sem sveitarfélaginu var sýnt, með því að halda Landsmót UMFÍ 50 á árinu 2023 í Stykkishólmi. Sérstakar þakkir eru færðar öllu því góða fólki sem sat í undirbúningsnefnd og kom að undirbúningi og framkvæmd mótsins, með óeigingjörnu starfi á öllum stigum. Án þess að gera upp á milli þeirra fjölmörgu sem komu að framkvæmd mótsins þá vill bæjarstjórn þó þakka sérstaklega Gunnhildi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra HSH, Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni formann Snæfells og HSH og Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra landsmóta UMFÍ, sérstaklega fyrir þeirra framlag til mótsins.
Getum við bætt efni síðunnar?