Fara í efni

Bæjarráð

18. fundur 18. janúar 2024 kl. 14:45 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 18

Málsnúmer 2312001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 3

Málsnúmer 2401003FVakta málsnúmer

Lögð frma fundargerð 3. fundar æskulýðs- og íþróttanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 2401016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til allra sveitarstjórna frá innviðaráðuneytinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur.
Lagt fram til kynningar.

4.Ársskýrsla Brunavarna Stykkishólms og nágrennis 2023

Málsnúmer 2401017Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla Brunavarna Stykkishólms og nágrennis fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kom inn á fundinn.

5.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir vinnu við frumdrög deiliskipulags við Hamraenda.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn og gerði grein fyrir deiliskipulaginu. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, víkur af fundi.

6.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnir hugmyndir að skilvirkum og tæknimiðaðum lausnum fyrir gjaldtöku á hafnarsvæði og þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi til þessa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem bæjarstjóri gerði grein fyrir á fundinum.

7.NPA samningur - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2401021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, en fjárhagsleg áhrif endurspeglast í næsta viðauka.
Lagt fram til kynningar.
Elmar Erlendsson kom inn á fundinn.

8.Afskriftabeiðni - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2312017Vakta málsnúmer

Lögð fram afskriftarbeiðni frá Sýslumanni.
Bæjarráð samþykkir afskrift og felur bæjarstjóra að afgreiða beiðnina.
Elmar Erlendsson kom inn á fundinn.

9.Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2401019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Sveitarfélagsins Stykkishólmur um fjölgun íbúða og eflingu starfrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Fulltrúi HMS kemur til fundar og gerir grein fyrir markmiðum verkefnisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fullvinna og rita undir viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, eftir atvikum í samráði við oddvita.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.

10.Samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis & fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða

Málsnúmer 2401020Vakta málsnúmer

Lagt fram drög að samkomulagi Innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og

mannvirkjastofnun við Sveitarfélagið Stykkishólm um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á tímabilinu 2023-2028 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félgaslegs húsnæðis.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fullvinna og rita undir samkomulag milli sveitarfélagsins, Innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, eftir atvikum í samráði við oddvita.

Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Elmar Erlendsson vék af fundi.

11.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins

Málsnúmer 2310038Vakta málsnúmer

Lagðar fram leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga, en með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags.Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málefnið upp á vettvangi dreifbýlisráðs og óska eftir megináherslum frá ráðinu.

12.Reglur um úthlutun lóða í Stykkishólmi

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Lagðar fram að nýju til afgreiðslu nýjar reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða.
Bæjarráð samþykkir reglur um úthlutun lóða, með áorðnum breytingum, og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þær.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, kom inn á fundinn.

13.Úthlutun lóða í Víkurhverfi

Málsnúmer 2312009Vakta málsnúmer

Lagt er til að auglýsa lóðir lausar til úthlutunar í Víkurhverfi.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarsstjóra, í samráði við skipulagsfulltrúa, að auglýsa lausar lóðir í Víkurhverfi til úthlutunar, með fyrirvara um frágang endanlegra lóðarblaða og hæðarkvóta og þeirra skipulagsbreytinga sem unnið er að í Víkurhverfi.

Um er að ræða eftirtaldar lóðir:
A-lóð
B-lóð
D-lóð
Ð-lóð
E-lóð
F-lóð
G-lóð
J-lóð
K-lóð
L-lóð
N-lóð
O-lóð
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, vék af fundi.

14.Erindi frá UMFÍ

Málsnúmer 2312015Vakta málsnúmer

Lagt fram þakkarbréf frá UMFÍ til sveitarfélagsins og HSH.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

15.Umsagnarbeiðni - tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegana Þorrablóts

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar Theódóru Matthíasdóttur um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna ?Þorrablóts? sem halda á í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi, 340 Stykkishólmur hinn 3. febrúar 2024.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna Þorrablóts.
Ívar Pálsson, lögmaður, kom inn á fundinn.

16.Sjómokstur í Arnarborg - erindi frá félagi lóðarhafa

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá félagi lóðarhafa í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að endurskoðunar á fyrri ákvörðun, vísar til afgreiðslu 9. fundar bæjarstjórnar um forgansröðunar við snjómokstur og felur bæjarstjóra og Ívari Pálssyni, lögmanni, að svara erindinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra hins vegar jafnframt að ræða við fulltrúa félagsins og reyna að ná sanngjarnri niðurstöðu.
Ívar Pálsson, lögmaður, víkur af fundi.

17.Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 2401010Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetningar og umsögnum.
Bæjarráð tekur undir bókanir æskulýðs- og íþróttanefndar og ungmennaráðs. Bæjarráð leggur þó þunga áherslu á að kostnaðarmat liggji fyrir vegna fyrirhugaðrar lagasetningar.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.

18.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Á 15. fundi sínum fól bæjarráð skipulagsfulltrúa að vinna áfram að útfærslu á aðalskipulagsvinnu, þ. á m. hvað varðar ráðgjafa, og kynna fyrir bæjarráði.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að útfæra næstu skref í samræmi við umræðuna á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, vék af fundi.

19.Sæmundarreitur 8 - DSK óv br

Málsnúmer 2306044Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar, f.h. lóðarhafa Sæmundarreits 8, um óv. br. á deiliskipulagi ásamt ljósmynd sem sýnir hornstiku sólskálans. Einnig er lagt fram álit minjavarðar Vesturlands dags. 22.06.2023 þar sem hann heimilar byggingu sólskála, en húsið nýtur friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012.Á 16. fundi skipulagsnefndar var umsóknin tekin fyrir aftur með uppfærðum uppdrætti þar sem sólskálinn hefur verið færður að húshorni í kjölfar þess að athugasemd við fyrri uppdrætti barst úr grenndarkynninu. Nefndin frestaði þá afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að láta setja út horn skálans þar sem staðsetning stígs kunni að vera ónákvæm.Skipulagsnefnd samþykkti svo á 18. fundi sínum framlagða tillögu á óv. br. á deiliskipulagi og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta auglýsingu um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

20.Sæmundarreitur 10 - br. á dsk

Málsnúmer 2310021Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Sæmundarreits 10 um heimild til þess að vinna óv. br. á deiliskipulagi Reitarvegs. Fyrirhuguð breyting felst í stækkun á lóð úr 100 m2 í 130 m2 til norðurs og breytingu á 32 m2 hjalli í allt að 50 m2 íbúðarhús, listamannaskála.Gert er ráð fyrir að húsið verði með svipuðu sniði og framlagðir uppdrættir frá Húsasmiðjunni en með lægri mænishæð eða svipaðri og núv. hjallur. Á lóðinni er gert ráð fyrir timburpalli og heitum potti.Málið var áður á dagskrá 15. og 16. fundar skipulagsnefndar og var afgreiðlu þess frestað í bæði skiptin og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir nákvæmari gögnum til skoðunar.Skipulagsnefnd taldi, á 18. fundi sínum, umsókn um breytingu á hjalli í íbúðarhús ekki vera í samræmi við þá stefnu sem sett er fram í gildandi deiliskipulagi og lagði áherslu á að á lóðinni verði áfram hjallur enda falli sú notkun vel að framtíðarhugmyndum um útivistarsvæði á Ytri höfða.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

21.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð húsnæðisáætlun fyrir árið 2024.
Húsnæðisáætlun 2024 samþykkt og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Steinunn vék af fundi.

22.Aðalgata 16 - Stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2307005Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt athugasemda úr grenndarkynningu vegna tillögu að óv. br. á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna Aðalgötu 16 ásamt svörum skipulagsnefndar. Einnig er lagður fram uppfærður uppdráttur (dags. 09.01.2023) með stækkun á byggingarreit um 5,2 m2 vegna lagnarýmis og stækkun á lóð Aðalgötu 14 að stíg.Á 18. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti fyrirliggjandi svör við athugasemdum og að heimila minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir lagnarými og þar með framlagða tillögu að óv. br. á deiliskipulagi. Nefndin fólskipulagsfulltrúa að tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um niðurstöðu nefndarinnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Steinunn kemur aftur inn á fund.

23.Birkilundur - br á aðalskipulagi

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura.Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna ny´tt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum, að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

24.Saurar 9 deiliskipulag

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt athugasemda við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Saurum 9 (Vigraholti) ásamt viðbrögðum skipulagsnefndar við þeim.Lýsingin var kynnt 7. nóvember sl. með athugasemdafresti til og með 5.desember. Opinn kynningarfundur var haldinn 22. nóvember sl.Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum framlagða samantekt og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum nefndarinnar við þeim. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með landeiganda í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

25.Saurar 9 (Vigraholt) - stofnun lóða

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Lagt fram umsókn um stofnun fjögurra íbúðarhúsa og þriggja frístundahúsa í landi Saura 9 (Vigraholti) með breyttri staðsetningu frístundahúsa.Á 14. fundi skipulagsnefndar þann 11. október sl. samþykkti nefndin umsókn Vigraholts ehf. um stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í landi Saura 9 (Vigraholts) á grunni gildandi aðalskipulags í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 12. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt bókaði nefndin að liggi ekki fyrir undirritað samþykki eigenda aðliggjandi jarða og/eða landsspilda, skuli grenndarkynna fyrirhugaða stofnun lóða. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs og 18. fundi bæjarstjórnar.Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum að grenndarkynna stofnun fjögurra íbúðarhúsalóða og þriggja frístundahúsalóða í samræmi við framlagðan uppdrátt. Grenndarkynna skal íbúðarhúsalóðir fyrir landeigendum Saura og Norðuráss og frístundahúsalóðir fyrir landeigendum Þingskálaness í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

26.Erindi frá Kvenfélaginu Hringnum

Málsnúmer 2303048Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi frá Kvenfélaginu Hringnum þar sem sveitarfélaginu er boðið að ganga til samninga um kaup á húsnæði félagsins, Freyjulundi, í Hólmgarði.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Kvennfélagsins Hringsins komi til fundar.
Ívar Pálsson, lögmaður, kom inn á fundinn.

27.Erindi frá Skipavík

Málsnúmer 2308020Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi frá Skipavík ehf. sem óskar eftir að fá svæði í Víkurhverfi til úthlutunar og uppbyggingar til að tryggja samfellu í starfsemi félagsins.Bæjarráð fól, á 13. fundi sínum, bæjarstjóra að skoða samstarf við byggingaraðila á afmörkuðum svæðum í Víkurhverfi með það að markmiði að hraða uppbyggingu og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.Ívar Pálsson, lögfræðingur, gerir grein fyrir þeim valmöguleikum og áherslum sem koma til greina.
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá Ívari Pálssyni um valmöguleika og tillögur.
Ívar Pálsson, lögmaður, víkur af fundi.

28.Staða byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Lögð fram starfslýsing byggingarfulltrúa. Lagt er til að staðan verði auglýst laus til umsóknar og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá auglýsingu um stöðuna í samráði við ráðgjafa sveitarfélagsins í starfsmannamálum.
Bæjarráð samþykkir að forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra verði í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar byggingarfulltrúa, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, með hliðsjón af áætlun um ráðningu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu. Bæjarráð samþykkir jafnframt að uppfæra verklagsreglur um ráðningar til samræmis við samþykktar skipulagsbreytingar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ívar Pálsson, lögmaður, kom inn á fundinn.

29.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að samning við Acadian Seaplants, ásamt tillögum félagsins að endanlegum samningi. Ívar Pálsson, lögmaður, gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóra verði falið í samvinnu með Ívari Pálsson, lögmann, að vinna málið áfram og ræða við Acadian Seaplants í samræmi við umræður á fundinum og stefna á að leggja fram lokadrög að samningi fyrir næsta bæjarráðsfund.
Ívar Pálsson, lögmaður, víkur af fundi.

30.Félagsheimilið Skjöldur

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru málefni vegna endurbóta félagsheimilsins Skjaldar tekin til umræðu sem og fyrirhuguð umsjón með húsnæðinu næsta sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málefni Skjaldar og viðhaldsþörf að nýju upp við dreifbýlisráð/hússtjórn Skjaldar, ásamt starfsfólki sveitarfélagsins, með tilliti til forgangsröðunar á viðhaldi húsnæðisins með það að markmiði að tímasetja nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir þannig að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í síðasta lagi 1. júní nk.

Bæjarráð leggur til við dreifbýlisráð/hússtjórn að hússtjórn útfæri og auglýsi eftir umsjónarmanni með húsnæði Skjaldar næsta sumar og vísar kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna starfsmanns til næsta viðauka.
Fylgiskjöl:
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.

31.Agustson reitur - Deiliskipulagslýsing

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. .gr. laganna og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna ásamt breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir miðbæ, austan Aðalgötu.

Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem athafnasvæði en verður eftir breytingu skilgreindur sem verslun og þjónusta. Ekki er til deiliskipulag sem tekur til Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 en Austurgata 2 er innan deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra og fullvinna skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og í framhaldinu að auglýsa skipulagslýsinguna.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestinar í bæjarstjórn.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi.

32.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skipavík þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu á einni lóð í Víkurhverfi með það að markmiði að tryggja samfellu í uppbyggingu í sveitarfélaginu og stöðuleika í starfsemi félagsins í ljósi þeirrar óvissu sem fyrir hendi er varðandi úthlutun lóða og tímaramma á afgreiðslu erindis félagsins í ágúst 2023, en samfella í húsnæðisuppbyggingu og samfylgni við íbúafjölgun mikilvæg undirstaða framþróunar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Skipavíkur og tekur undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka nánar samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.

33.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar fyrri huta árs 2024
Fundaráætlun samþykkt og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?