Fara í efni

Umsögn um breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla

Málsnúmer 2402011

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 11. fundur - 15.02.2024

Lögð er fram tillaga að umsögn um breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla við niðurlagningu Laugagerðisskóla í samræmi við framlögð gögn og leiðbeiningar mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Skóla- og fræðslunefnd Stykkishólms gerir ekki athugasemd við ákvörðun sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps um breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla við niðurlagningu Laugagerðisskóla, með vísan til fyrirliggjandi gagna, enda hefur nefndin ekki forsendur til þess að komast að annarri niðurstöðu.
Klukkan 18:30 viku af fundi Þóra Sonja Helgadóttir, Sigurbjörg Ottesen fulltrúi, Berglind Eva Ólafsdóttir, Greta María Árnadóttir og Hjalti Jóhann Helgason.
Getum við bætt efni síðunnar?